Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 72
44 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR L ífið á landnámsöldinni hefur alla tíð heillað Vilborgu Davíðs- dóttur. Hún er þjóðfræðingur og kann vel við sig á þessum fornu slóðum, enda sameinast í þeim sagan og ritlistin. „Það er margt sem þarf að stúdera þegar maður skrifar sögulegar skáldsögur. Alls konar smáatriði sem maður þarf að þekkja og lauma inn í frásögnina svo lítið beri á svo hún verði sem eðlilegust. Mér hefur þótt gott að hugsa um það sem Árni Bergmann segir í bókinni sinni, Listinni að lesa. Að höfundar sögu- legra skáldsagna byggi brú yfir aldirnar, þegar vel takist til,“ segir Vilborg. Og henni tekst vel til í nýjustu bók sinni, Auði. Þar segir af landnámskonunni sem við þekkjum öll nafnið á en vitum lítið annað um – Auði djúpúðgu. Ferðast um tímann „Ætli það mætti ekki segja að ég hafi þurft að safna kjarki,“ svarar Vilborg, spurð hvort hana hafi lengi langað að ráðast í að skrifa um mestu landnámskonu Íslands. Hún hafi í reynd ekki lagt í það fyrr, enda séu Íslend- ingasögurnar allt að því heilagar. „En fræinu var sáð þegar ég las Landnámu í fyrsta skipti, áður en ég skrifaði mína fyrstu bók, Korku sögu fyrir sextán árum. Ef ég ætti að svara því hvaða bók hefur haft mest áhrif á mig er það Landnáma. Hún er full af örlaga- sögum. Þarna er efni í þrjú hundruð síðna verk í þremur línum. Það er magnað.” Mikið afbragð annarra kvenna Á bókakápu Auðar er rafperla. Innan í henni fluga með þanda vængi. Engu líkara en hún sé enn á flugi. Sú hefur flogið innan í trjá- kvoðu fyrir tuttugu milljónum ára. Kápan hefur tvenns konar skírskotun, segir Vil- borg. Í miðborg Dyflinnar hefur fundist fjöldi víkingagrafa og í þeim skartgripir úr rafi frá Eystrasaltinu. Í sögunni fær Auður rafperlumen í línfé frá manni sínum. „Lín- féð var greiðsla fyrir að fara undir línið – sambærilegt við morgungjöf í dag,“ útskýr- ir Vilborg. Konan fékk líka heimanfylgju frá föður sínum og brúðguminn greiddi föðurnum brúðarverð, sem í þá daga hét mundur. Seinni skírskotunin er sú, segir Vil- borg, að rafið sem fangaði fluguna gerir á sinn hátt það sem höfundar sögulegra skáld- sagna keppa að; það sýnir eitthvað sem er löngu horfið nákvæmlega eins og það var. Auður kunni því illa að láta aðra halda um stjórntauma lífs síns. Vilborg hefur góða ástæðu fyrir því að lýsa henni sem sterkri konu. „Auður var eina landnámskonan sem fór fyrir sínum hópi, af öllum þeim 400 land- námsmönnum sem nefndir eru á nafn í Land- námu. Með henni komu tuttugu frjálsir karl- menn og fimm af sjö barnabörnum hennar. Í Laxdælu er henni lýst sem afbragði ann- arra kvenna, og segir um brottför henn- ar frá Skotlandi að önnur dæmi hafi ekki þekkst um að einn kvenmaður hafi komist brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti.“ Margt á huldu Auðar er getið í Landnámu og í nokkrum Íslendingasögum, til dæmis í Eyrbyggju og Laxdælu, en lítið er vitað um líf hennar áður en hún kom til Íslands. Hún var dóttir vík- ingahöfðingjans Ketils flatnefs og Yngveld- ar konu hans og ólst upp á Suðureyjum við Skotland. Síðar giftist hún Ólafi hvíta Dyfl- innarkonungi og flutti að öllum líkindum með honum þangað. Auður kemur ekki til Íslands fyrr en löngu eftir að bók Vilborgar skilur við hana. Þegar hún fréttir fall sonar síns, Þorsteins rauða, Ólafs hvíta og föður síns, Ketils flatnefs, lætur hún smíða skip í leynum í skógi og heldur af stað til Íslands með öllu fólki sínu sem eftir lifir. Skáldsagan gerist hins vegar áður en til landnámsins kom. Þessi fyrrverandi heimkynni Auðar og fleiri forfeðra og -mæðra Íslendinga hafa líka dregið Vilborgu að sér. „Stór hluti for- feðra okkar og enn stærri hluti formæðra kom frá Suðureyjum og Írlandi. Mig lang- ar til að varpa ljósi á það úr hvaða heimi þetta fólk kom. Hvaða lífi lifði það? Hvaða hugmyndir komu þau með með sér og hvers vegna fóru þau og lögðu í óvissuna yfir úthaf- ið hingað norður? Þetta þykir mér svo spenn- andi. Að skrifa um þennan tíma er mín leið til að ferðast með tímavél.“ Um tíma bjó Vilborg sjálf með fjölskyldu sinni í Edinborg, þar sem hún var í fram- haldsnámi í þjóðfræði við Edinborgarháskóla. „Ég lærði mikið um hinn yfirnáttúrulega heim Skota, sem er um margt líkur okkar. Þar er til dæmis allt krökkt af álfum og mar- fólki. Umskiptingar þekkjast líka, þegar álf- arnir taka börnin okkar fallegu og skilja eftir litlu ljótu karlana sína í staðinn.“ Ófriður og grimmd Níunda öldin var mikill ófriðartími á Bret- landseyjum. Á Írlandi var gríðarlega fjöl- mennt konungakerfi við lýði, sem skýrir ef til vill hversu oft ambáttir sem víkingarnir fluttu með sér hingað til lands voru sagðar konungsdætur í Landnámu. Þessir konung- ar, sem voru um hundrað talsins á sama tíma, herjuðu stöðugt hverjir á aðra. Þarna sáu vík- ingarnir sér leik á borði og stilltu sér með og á móti konungunum eftir eigin hentisemi. Mitt í þessum mikla ófriði er Auður gefin Ólafi hvíta, fyrsta konungnum yfir Dyflinni. Í sögunni hefur Auður nýlega tekið kristni þegar hún giftist Ólafi, skírð af munkinum Gilla. Vitað er að Auður var kristin þegar hún kom til Íslands, en sagan um tilurð trúskipt- anna er skáldskapur. „Mér fannst gaman að láta þessa menningarheima mætast. Hvern- ig var hægt að miðla boðskapi Krists, um að bjóða hinn vangann og elska óvin sinn, á tímum þegar allt gekk út á heiður og blóð- hefnd? Sæmdin krafðist þess að hefnt væri fyrir hvers konar óvirðingu.“ Trúskiptin og vinskapur Auðar og munksins eiga eftir að verða henni mikilvæg en um leið dýrkeypt, svo ekki sé meira sagt. Íslandssaga kvenna Fyrri hluti sögunnar um Auði á sér stað á Suðureyjum, áður en hún er gefin Ólafi hvíta. Þar búa þær systurnar, mamman og amman og sjá um búskapinn á meðan karlmennirnir eru á Írlandi í víking. Þessi hluti Íslandssög- unnar er að mestu leyti á huldu, enda hefst hún við landnámið og þess utan „er sagan öll skrifuð af körlum, fyrir karla og um karla“, eins og Vilborg segir. „Það sem mér finnst skemmtilegt er að sýna hvernig lífi þær lifðu. Á meðan mennirnir börðust var margt að gerast heima á bænum. Allt var heimafeng- ið og allur búskapur sjálfsþurftarbúskapur. Og konurnar háðu sína baráttu líka, þeirra lífshætta var að ganga með og fæða börnin jafnvel á hverju ári sem þær voru í barneign. Þetta kallast líka á við mína æsku. Ég er sjó- mannsdóttir, alin upp í Dýrafirði af sterkri konu, get ég sagt þér,“ segir Vilborg og hlær. „Þegar ég fæddist á sjöunda áratugnum fór pabbi burt á síld fyrir austan á vorin og kom aftur þegar vetraði. Við vorum fimm syst- kini á sama aldrinum og mamma sá um allt á meðan. Þannig hefur þetta gengið til stærstan hluta sögunnar, allt þar til nýlega.“ Snúin niður í móana Fleiri fjölskyldumeðlimir voru Vilborgu inn- blástur í skrifunum. Í sögunni er sena þar sem Auður tekst á við bróður sinn, Helga bjólan. „Ég á fjóra bræður sjálf. Ég veit alveg hvernig það er að vera snúin niður í móana, með handleggina undir herðablöðin. Enginn bræðra minna er reyndar búinn að hringja í mig enn, en sá þekkir atvikið sem á það. Svo á ég systur sem er þrettán árum yngri en ég, sem heitir einmitt Auður, eftir Auði djúpúðgu og Auði Vésteinsdóttur, annarri sterkri konu sem sagt er frá í Gísla sögu Súrssonar, sem gerist að hluta til í Dýrafirði.“ Ástina á bókmenntum og fornsögunum segist Vilborg hafa fengið beint frá foreldr- um sínum, enda tileinkar hún föður sínum bókina um Auði. „Pabbi minn hefur sagt að sé ekki til fyrir bók þá sé ekki til fyrir brauði.“ Framhald … Sögu Vilborgar lýkur löngu áður en Auður deyr í brúðkaupsveislu sonarsonar síns á Íslandi, þá háöldruð, eins og lýst er í Lax- dælu. Það er ekki hægt að skilja við skáldkon- una án þess að rukka hana um framhald. „Við skulum segja að nóg sé af söguefninu enn, sem ótækt er að láta fara til spillis,“ segir Vil- borg dulúðug og gefur með því óljós fyrirheit um fleiri sögur. Það má í það minnsta gera ráð fyrir því að í huganum dvelji Vilborg á níundu öldinni enn um sinn, áhugafólki um Auði djúpúðgu og annað landnámsfólk til ánægju. Þurfti að safna kjarki fyrir Auði Vilborg Davíðsdóttir hrærist á níundu öldinni samhliða þeirri 21. sem við hin lifum á. Í nýjustu bók hennar flettir hún hulunni af einni merkustu landnámskonu Íslands – Auði djúpúðgu. Í samtali við Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur segist Vilborg lengi hafa langað til að skrifa um Auði. Íslendingasögurnar séu hins vegar heilög rit. Hún hafi því þurft sextán ár til að safna kjarki. BYGGIR BRÝR MILLI ALDA Sá hluti Íslandssögunnar sem snýr að lífi kvenna á landnámsöld er að mestu leyti á huldu, enda er hún skrifuð af körlum, fyrir karla og um karla. Vilborg varpar upp mynd af því hvernig lífi konurnar lifðu á þessum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.