Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 74

Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 74
46 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Hverjir voru Majarnir? Heimsendaspár spretta upp reglulega hjá mannkyninu og tengjast oftar en ekki alda- mótum. Margar heimsenda- spár voru til dæmis uppi um árið 2000, en þar þóttust marg- ir sjá teikn um endalok heims- ins í spádómum Nostradamusar og í Biblíunni sjálfri. Ein helsta kenning um heimsendi tengist þó dagatali Majaþjóðarinnar sem var stærsta menningarþjóð Suður-Ameríku frá um tvö þús- und fyrir Krist þar til spænsku landnemarnir settust þar að. Borgir Majanna náðu hátindi sínum á tímabilinu 250-900 eftir Krist. Menning Majanna var að mörgu leyti lík menningu annarra fornmenningarþjóða í Suður-Ameríku, eins og Astek- anna og Inkanna, þar sem sam- göngur innan álfunnar voru miklar. Majarnir voru því ekki þeir fyrstu til að skapa ritmál sitt né hið forna dagatal en það voru þeir sem þróuðu það að fullu. Áhrif Majannana ná frá löndunum Hond- úras, Guatemala og El Salvador allt til Mexíkó sem liggur meira en þúsund kílómetra í norðri. Majaþjóðin hvarf aldrei að fullu. Marg- ir íbúar þessara landa eiga rætur að rekja til Maja og halda enn uppi trúarbrögðum og tungumálum þeirra, meðal annars Achi‘- tungunnar sem víða er töluð í dag. Er heimsendir í nánd? Bandaríska kvikmyndin 2012 kom í kvikmyndahús um helgina en hún byggir á sögusögnum sem tengjast spádómum hinnar fornu Majaþjóðar. Dagatal hennar endar árið 2012 og gæti því markað annaðhvort upphaf nýrra tíma eða heimsendi. Anna Margrét Björnsson grúskaði í fornum fræðum og nýjum samsæriskenningum. Hvað er Maja- dagatalið? Majarnir not- uðu mjög þróað og flók- ið dagatal sem byggði á 260 daga tímabil- um og voru reiknuð út frá gangi sólar, tungls og reikistjörn- unnar Venus- ar. Það sem þykir sérstak- lega fágað og merkilegt við dagatalið er að það byggir á hringlaga tímalínum og unnt var að sjá þar hvernig atburðir gátu haft línuleg tengsl sín á milli. Samkvæmt vísindavef Háskóla Íslands er dagatalið sem um ræðir kallað „langa talningin“ (e. Long Count). Það er sprott- ið út úr sameiningu tveggja eldri dagatala, auk þarf- arinnar til að geta skráð sögu þjóðar sem spannar nokkur hundruð ár. Dagsetningar eru táknaðar með fimm tölum sem sýna hversu langur tími er liðinn frá fyrir fram ákveðnum degi. Þessi upphafsdagur, sem var táknaður sem 0.0.0.0.0 í dagatali Maja, er 11. ágúst árið 3114 f.Kr. að okkar tímatali. Einn stór misskilningur? Eitt dagatal Majanna endar árið 2012, eða nánar til- tekið hinn 21. desember árið 2012. Undir lok 9. áratug- arins settu nokkrir nýaldarspekingar fram þá hug- mynd að daginn þegar þetta dagatal tæki enda væri von á miklum hörmungum. Þessar hugmyndir hlutu nokkurn hljómgrunn innan nýaldarhreyfingarinnar og hafa nú öðlast sjálfstætt líf. Hins vegar segja margir fræðimenn um siðmenningu Majanna að það sé mis- skilningur að túlka dagatalið þannig að það endi árið 2012. Majar lögðu enga merkingu sjálfir í árið 2012 og engar heimildir eru um hvað þetta ár kunni að tákna fyrir þeim. Þeir bæta við að vestræna hugmyndin um „heimsendi“ sé hugmynd sem hafi lítið sem ekkert haft að gera með trúarbrögð eða hugmyndir Majaþjóðarinn- ar. Mexíkóski fornleifafræðingurinn Guillermo Bernal segir að þessum skáldskap um heimsendi hafi verið klínt á Majanna vegna þess að vestrænar þjóðir höfðu ekkert lengur að sækja til eigin trúarbragða og sögu- sagna. Fornleifafræðingurinn Jose Huchm, sem hefur rannsakað Majana áratugum saman, segir: „Ef ég spyrði fólk sem enn talar tungu Majanna hvað myndi gerast árið 2012 myndi það ekki hafa minnstu hugmynd um það, né trúa því að heim- urinn myndi enda þá.“ Hvernig verða endalokin? Þrátt fyrir að varla sé fræðilegur möguleiki fyrir því að heimsendir geti orðið á nokkrum dögum eru kenn- ingarsmiðirnir um heimsendi árið 2012 með frjótt ímyndunarafl. Sumir segja að það verði tíunda plá- neta sólkerfisins, sem kölluð er Nibiru eða pláneta X, sem rekist á jörðina. Þessi kenning hefur verið til allt frá árinu 1995 og áreksturinn var fyrst áætlaður árið 2003. Þar sem heimildarmenn þessara kenninga eru geimverur sem tala í gegnum miðla er hæpið að þetta muni standast. Önnur tilgáta er að eins konar segulsvið myndist á milli sólarinnar okkar og svarthols í vetr- arbrautinni sem kallast Sgr A* þegar sólin er á ákveð- inni sporbraut við svartholið. Þetta segulsvið á svo að umturna öllu á plánetunni okkar og leggja hana í eyði. Vandamálið við þessa kenningu er að sólin var á þess- ari sporbraut árið 1993 en þá gerðist ekki neitt. Í okkar vestræna þjóðfélagi er það undarleg hugmynd að tengja saman endalok dagatals og heimsendi. Á hverju ári endurtaka sömu mánaðardagarnir sig í okkar dagatali; þannig getum við gengið að því vísu að 12. ágúst hafi verið á síðasta ári, sé á þessu ári, og verði aftur á næsta ári. Daga- talið okkar tekur enda hinn 31. desember, og á eftir honum kemur ein- faldlega 1. janúar, en ekki heimsendir. Á sama hátt er hæpið að ætla að heimsendir verði hinn 21. desember 2012 þrátt fyrir að þá taki dagatal Maja enda, og því engin ástæða fyrir landsmenn að sleppa jólaundirbún- ingnum það árið. Kenningar nýaldarsinna Þeir sem hafa gaman af að grúska í gömlum fræð- um og aðhyllast kenning- ar nýaldarsinna hallast að því að endalok Majadaga- talsins bendi ekki til þess að heimurinn muni enda árið 2012. Það sem muni gerast samkvæmt þeim sé einhvers konar „ný öld“, þar sem mannkynið breyt- ist á mikilvægan hátt. Þeir telja að andleg málefni muni verða allsráðandi í stað efnishyggjunnar og að menningarheimar muni færast nær hver öðrum og öðlast meiri samkennd. Sumar kenningar benda á rit Maja um endurkomu guðsins Quetzalcoatl sem var hinn „hvíti“ guð eða einhvers konar messías. Spár hafa einnig verið uppi meðal nýaldarsinna um algjört efnahagshrun árið 2012 sem kannski eru ekki svo fjarri lagi. Marg- ar bækur hafa verið skrif- aðar um þetta efni, meðal annars The Mystery of 2012: Predictions, Prophecies and Possibil- ities eftir Gregg Braden, The Return of Quetzal- coatl eftir Daniel Pinch- beck og The Orian Prop- hecy eftir Patrick Geryl og Gino Ratinck. Hollywood-mynd um heimsendi 2012 Stórmyndin 2012 er komin í bíóhús hérlendis og er þar á ferðinni stórslysamynd með leikurunum John Cus- ack, Danny Glover, Woody Harrelson og Thandie Newton í aðalhlutverkum. Auglýsing fyrir myndina vakti þó nokkra athygli en þar gaf að líta risaflóðöldu sem flæddi yfir Himalaja- fjöllin. Í kvikmyndinni er ýjað að því að stjórnvöld víðs vegar um heim hafi vitað að heimurinn ætti að enda árið 2012 vegna vísindalegra rannsókna en hafi ekki látið almenn- ing vita. Sumsé í anda allra vinsælustu samsær- iskenninga heims. Auglýs- ingar fyrir kvikmyndina hvöttu almenning einnig til að fara á veraldarvef- inn og „gúggla“ heimsendi árið 2012 til þess að „kom- ast að hinu sanna“. Breska dagblaðið The Guardian gagnrýndi þessa herferð harkalega og benti á að fólk myndi helst lenda á algjörri vitleysu með kenn- ingum um 2012 sem ættu sér engar vísindalegar stoðir. ÞJÓÐ SVEIPUÐ DULÚÐ Pýramídinn Kukulkan er einn af fjölmörgum fornleif- um Majaþjóðarinnar. Hann var byggður um 984 árum fyrir Krist. Til að fá hugmynd um hvernig dagatalið virkar er best að taka nokkur einföld dæmi: 0.0.0.0.1 táknar 1 dag, 0.0.0.1.0 táknar 20 daga, 0.0.1.0.0 táknar um það bil eitt ár, eða 360 daga, 0.1.0.0.0 táknar tæp 20 ár, eða 7200 daga, og 1.0.0.0.0 táknar tæp 400 ár, eða 144.000 daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.