Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 76

Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 76
48 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Hvers vegna heitir Hljómsveitin Ourlives? Af því að okkur fannst þetta flott nafn. Hvenær voruð þið hamingju- samastir? Við vorum klárlega hamingju- samastir fimmtudaginn 12. nóv- ember, Þá spiluðum við á útgáfu- tónleikunum okkar og diskurinn fór í búðir. Hvað gerið þið annað en að vera tónlistarmenn? Við vinnum og vinnum og lærum. Hverjir eru áhrifavaldar ykkar í tónlistinni? Þeir eru margir, við hlustum mikið á íslenska tónlist eins og: Ensími, Leaves, Sigur rós, Bang Gang, Dikta og nefnum við þetta sem okkar helstu áhrifavalda. Einna mest verðum við þó fyrir áhrifum hver frá öðrum. Af hverju er þessi plata tvö- föld? Hljómsveitin hefur breyst mikið um árin og vildum við gefa fólki tækifæri til að heyra nokkur af þeim lögum sem rötuðu ekki á plötuna. Þeir sem kaupa diskinn geta sótt aukalögin á vef tonlist.is. Eins geta þeir sem kaupa diskinn beint á Netinu fengið aukalögin. Hvernig kom til að þið fóruð að vinna með David Bottrill og hvernig var það ferli? Leiðir okkar lágu saman í gegn- um þáverandi umboðsskrifstofu okkar og leist honum vel á það sem við vorum að gera. Eftir nokkur samtöl ákváðum við að fara og taka nokkur lög saman og sjá hvað kæmi út úr því. Afraksturinn er að finna á b-hlið plötunnar. Nú hafið þið spilað mikið í Bret- landi … hvernig gerðist það og hver er sagan á bak við það? Við einfaldlega bókuðum tón- leikaferðalag sjálfir fyrir sirka fjórum árum, og út frá því tón- leikaferðalagi stóðum við uppi með umboðsskrifstofu og lögfræð- ing og þannig í raun hófst þetta ævintýri okkar. Við spiluðum gríð- arlega mikið af tónleikum í UK á tveimur árum og fórum víða. Þetta ferli var okkur mjög góður skóli og höfum við tvímælalaust mótast sem hljómsveit af þess- ari reynslu. Við spiluðum suma tónleikana fyrir framan tuttugu manns og aðra fyrir framan 300 manns þannig að við upplifðum mikið af há- og lágpunktum. En að sjálfsögðu þá sjáum við ekki eftir neinu. Hvers vegna eruð þið búnir að spila á fleiri tónleikum erlendis en á Íslandi ? Það eiginlega bara æxlaðist þannig, við vorum með annan fót- inn erlendis, í Bret- landi og Kanada, og því vildum við nota tímann á Íslandi til þess að hvíla okkur og semja tónlist. Af hverju var fyrsta platan svona lengi í smíðum? Við höfum eytt mikl- um tíma í að leita að okkar rétta hljómi og sáum við ekki tilgang í því að gefa út plötu sem er ekki heildstæð. Þar sem við höfum þróast mikið síðan við byrjuðum hefði þetta verið samsuða af alls konar tilraunum sem hefði ekki gengið upp á heilli plötu. Lögin ykkar hafa verið spiluð á Xinu, FM, Bylgjunni og Rás 2 þannig að tónlist ykkar virðist höfða til mismunandi hlustenda- hópa, var það ætlunin? Nei, við setjum okkur ekki fyr- irfram ákveðnar stefnur og við ákveðum aldrei hvernig lagið á að hljóma fyrirfram. Hjá okkur ræður lagið alltaf ferlinu, ef lagið hljómar betur með eða án ákveðins hljóðfæris þá ræður lagið för, við gætum aldrei hengt okkur í fyrirfram mótaðar hug- myndir. Svo má einnig segja að tónlistarsmekkur okkar innan bandsins er mjög mismunandi og þessar stöðvar sem þú nefnd- ir eru stöðvar sem einhver okkar hlustar á. Nú fenguð þið mikla athygli frá erlendum útgáfufyrirtækjum fyrir stuttu. Hvernig var sú upplifun og af hverju sögðuð þið nei við tilboði frá Columbia records? Við fengum tilboð í svokallaðan „product- ion deal“ sem er þannig að ákveðinn erlendur upptökustjóri myndi taka okkur að sér og sjá um að þróa tónlistina og gefa svo út í gegn- um Columbia records. Þetta var ekki það sem við vorum að leita eftir og sögðum við því nei. Þetta var allt saman sérstök reynsla en við lærðum mikið á þessu. Hver er sagan á bak við nafnið We Lost The Race? Hún er mjög ein- föld, við komum saman og ræddum hvað nafn myndi lýsa seinustu árum í lífum okkar. Þetta var svarið. Hvar mynduð þið vilja búa ef þið fengjuð að ráða? Í kastala eða á einhverjum heit- um stað. Hvaða áratugur höfðar mest til ykkar tónlistarlega séð? Allir áratugir hafa sína snilld- ina en við höfum alltaf verið svo- lítið mikið fyrir núið, það er alltaf eitthvað nýtt og ferskt að gerast sem maður vill ekki missa af. Eigið þið ykkur einhverja leynda nautn? Já, og við skulum bara halda því þannig. Hvað er næst á dagskrá? Við ætlum að kynna plötuna án afláts. Hlökkum mikið til þess. VORU MEÐ ANNAN FÓTINN ERLENDIS Ourlives hefur spilað á fjölda tónleika erlendis en notar tímann á Íslandi til að semja tónlist. MYND/LIZA ROSE Hlustum mikið á íslenska tónlist Hljómsveitin Ourlives hefur notið mikilla vinsælda í útvarpi undanfarið með útgáfu sinni af laginu Þúsund sinnum segðu já. Nú um helgina gefur hljómsveitin út sína fyrstu plötu undir merkjum Kölska. Anna Margrét Björnsson fékk að vita meira. Við komum saman og ræddum hvað nafn á plötu myndi lýsa seinustu árum í lífum okkar. Þetta var svarið. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.