Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 6
6 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
DÓMSMÁL Gunnar Viðar Árnason
hefur verið dæmdur til að sæta
þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir
að hafa staðið að innflutningi á 6,1
kílói af amfetamíni 21. apríl. Efnið
kom frá Hollandi með hraðsending-
arfyrirtækinu UPS á Keflavíkur-
flugvelli og tók lögregla amfetam-
ínið samdægurs. Það var í áldósum
sem ætlaðar voru undir viðarolíu.
Gunnar Viðar lagði á ráðin um
innflutninginn og var í samráði
við aðila í Hollandi um tilhögun
sendingar fíkniefnanna hingað
til lands. Maður að nafni Roelof
Knopper kom pakkanum í send-
ingu hjá UPS.
Daginn áður en sendingin var
tekin bárust upplýsingar til lög-
regluyfirvalda hér að von væri á
pakka með fíkniefnum til lands-
ins. Jafnframt að hollenskur karl-
maður hefði verið í sambandi við
símanúmer hér á landi sem var
óskráð. Þar hefði verið rætt um
skipulag sendingarinnar. Var talið
að notandi íslenska númersins væri
Gunnar Viðar, en hann var í sam-
bandi við símanúmer í eigu Hol-
lendings að nafni Johns Dieliessen
og fleiri.
Til að sanna notkun Gunnars Við-
ars á símanúmerinu var meðal ann-
ars aflað raddgreiningar hjá banda-
rísku alríkislögreglunni FBI. Þá
var unnin staðsetningargreining
hjá embætti lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu sem sýndi að
óskráði síminn var alltaf í notkun
mjög nærri öðrum síma sem Gunn-
ar Viðar kannaðist við að nota. Lík-
urnar á að það væri tilviljun væru
0,05 prósent.
Sjálfur sagðist hann fyrir dómi
ekki vilja fullyrða að hann not-
aði óskráða símann nema þá til að
„bulla í kellingum“. Varðandi millj-
ónaupphæðir, nefndar í símtölum,
kvaðst Gunnar Viðar hafa lent í
illdeilum út af fasteignaviðskipt-
um og sér hefði verið hótað með
„Munda morðingja“.
Í maí sáu lögreglumenn Gunnar
Viðar hitta þrjá menn, alla útlend-
inga, í Smáralind, þar sem hann
afhenti þeim þykkt umslag. Þeir
eru grunaðir um þátt í stórfelldum
fíkniefnabrotum.
Skömmu síðar var Gunnar Viðar
handtekinn. Heima hjá honum
fannst marijúana og 1,2 milljón-
ir króna í peningum. Á vinnustað
hans voru haldlagðar tæpar 700
þúsund krónur.
Því var haldið á lofti að símtöl
milli Hollands og Íslands sem lutu
að sendingunni og lögregluyfir-
völd hleruðu snerust um að útvega
til Hollands bíla á góðu verði til að
selja með ágóða ytra.
Hvað varðar skýringar Gunnars
Viðars á símtölum og fleiru segir
dómurinn þær „fánýtan fyrirslátt
og að engu hafandi“. Allt sé á sömu
bókina lært og svör hans og skýr-
ingar „út í hött“. Hann eigi sér
engar málsbætur.
jss@frettabladid.is
Amfetamínsmyglari
fékk þrjú og hálft ár
Gunnar Viðar Árnason hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir
innflutning á 6,1 kílói af amfetamíni. Héraðsdómur Reykjaness fer hörðum
orðum um framburð hans og segir Gunnar ekki eiga sér neinar málsbætur.
LITLA-HRAUN Gunnar Viðar Árnason hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá
því í maí.
HEITAR LAUGAR
læsileg bók um eitt
lsta undrið í náttúru
Íslands.
allað er um á annað
ndrað laugar um allt
nd, náttúrulaugar og
manngerðar laugar.
auðsynleg handbók
yrir alla sem ferðast
um Ísland.
SKRUDDA
Ekta Egils Malt og Appelsín
blandað að hætti íslenskra heimila
FÆREYSKUR DANSUR EFTIR HULDAR BREIÐFJÖRÐ
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍKUngur Íslendingur tekur sér ferð á hendur til
að hitta þjóðina sem virðist ekki geta hætt að
bjarga okkur. Hvað er það með Færeyinga?
Eru þeir svona ofboðslega gott fólk?
★★★
„SKEMMTILEG
OG EINLÆG,“
–IFV, DV
„ FALLEG BÓK.
OG Á ÓVÆNTAN HÁTT
KANNSKI EIN BESTA
BÓKIN UM HRUNIÐ.“
– HALLGRÍMUR HELGASON,
FACEBOOK
Telur þú réttmætt að fjölmiðlar
fái stuðning frá ríkinu?
Já 13,9%
Nei 86,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eru stjórnvöld að ganga of
langt í skerðingu á fæðingar-
orlofi?
Segðu þína skoðun á visir.is
VIÐSKIPTI Ekkert mælir gegn því að
bankarnir brjóti upp fyrirtækja-
samstæður sem þeir taka yfir eða
aðstoða við endurskipulagningu
telji þeir fyrirtækin hafa markaðs-
ráðandi stöðu. Slíkt kann að skila
sér til neytenda.
Þetta sagði Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlitsins,
á morgunverðarfundi Viðskipta-
ráðs um áhrif banka á rekstrar-
umhverfi fyrirtækja í gær.
„Við endurskipulagningu fyr-
irtækja verður að horfa til sam-
keppnissjónarmiða. Bankarnir
eiga að passa upp á að fyrirtæki
í höndum þeirra brjóti ekki í bága
við samkeppnislög. Þeir eiga því
að brjóta þau upp,“ sagði Páll.
Fleiri tóku undir með forstjór-
anum, ekki síst Þórður Sverris-
son, forstjóri Nýherja. Hann sagði
pláss fyrir færri fyrirtæki hér
eftir efnahagshrunið og því sé
eðlilegt að þau hverfi af markaði
sem rekin hafi verið illa eða standi
höllum fæti. Ekki eigi að halda lífi
í illa stöddum fyrirtækjum.
Linda B. Gunnlaugsdóttir, for-
stjóri A. Karlsson, sagði hátterni
bankanna óþolandi, ekki síst þegar
fyrirtækin sem komin séu í hend-
ur bankanna leiti fyrir sér á nýjum
markaði. Vísaði hún til þess að rit-
fanga- og skrifstofuvöruverslunin
A4 tók að marka sér spor í ræsti-
vörugeiranum eftir að viðskipta-
bankinn tók fyrirtækið yfir. - jab
Bankarnir eiga að brjóta upp fyrirtækjakeðjur sem drottna yfir markaðnum:
Of mörg fyrirtæki í landinu
FRÁ FUNDINUM Fulltrúar atvinnulífsins
í pallborði á morgunverðarfundi Við-
skiptaráðs í gær sögðu óþolandi þegar
bankarnir haldi lífi í illa stöndugum
fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest
fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúr-
skurð yfir manni sem réðist á íbúa
í Breiðholti aðfaranótt 15. nóvember
og hleypti af haglaskotum á útidyra-
hurð íbúðarhúss. Að óbreyttu verð-
ur maðurinn í gæsluvarðhaldi til 18.
desember.
Fram hefur komið að íbúi húss-
ins kom til dyra um nóttina eftir
að bankað hafði verið en mætti þá
grímuklæddum manni með hagla-
byssu. Sá barði íbúann í andlitið
með byssunni, en hinn náði að loka.
Íbúinn lýsti fyrir lögreglu hvernig
hann hafi verið hálfum metra fyrir
innan dyrnar þegar skot riðu af og
ryk, drasl og glerbrot þyrluðust upp.
Fimm tóm skothylki fundust fyrir
utan.
Árásarmaðurinn hvarf af vett-
vangi, en nágranni og félagi þess
sem ráðist var á kom hinum til
aðstoðar. Sá hafði heyrt skothvelli
og í kjölfarið fengið upphringingu
frá hinum sem sagði að skotið hefði
verið á sig. Nágranninn hafði með
sér hlaðna byssu.
Fram kemur í málskjölum að kær-
asta árásarmannsins hafði áður lagt
fram kæru á þann sem ráðist var á
vegna kynferðisbrots, en fallið hefði
verið frá rannsókn. Félagi þess sem
ráðist var á ber að hún hafi hringt
fyrr um kvöldið og viljað vita hvar
þeir væru. Vitað hafi verið að kæran
og þau mál hefðu lagst illa í unnust-
ann.
Árásarmaðurinn hefur játað árás-
ina, en kveðst bara hafa ætlað að
hræða. Hann segist hafa verið full-
ur og reiður, auk þess sem hann hafi
í tvo mánuði sprautað sig með ster-
um. Lögregla segir manninn grun-
aðan um tilraun til manndráps og
„óforsvaranlegt“ að hann gangi laus
þegar grunur leiki á um svo alvar-
legt brot. - óká
Fjögurra vikna gæsluvarðhald staðfest í Hæstarétti:
Fimm skothylki fundust við dyrnar
Á VETTVANGI Brot manns sem skaut
með haglabyssu á dyr íbúðarhúss í
Breiðholti 15. nóvember er sagt varða
allt að 16 ára fangelsi í gæsluvarðhalds-
úrskurði héraðsdóms frá því fyrir helgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SVEITARSTJÓRNIR Byggðarráð
Skagafjarðar mótmælir áform-
um Kaupþings um að loka útibúi
bankans á Hofsósi.
„Lýsir ráðið undrun á að gripið
sé til þessara aðgerða hjá ríkis-
banka stuttu áður en nýir eigend-
ur taki við rekstri hans. Þjónusta
bankans hefur haft mikla þýðingu
fyrir íbúa svæðisins og bent er á
að langt er í næstu bankastofn-
anir. Byggðarráð skorar á stjórn
bankans að endurskoða þessi
áform þar sem þau munu án efa
leiða til fækkunar viðskiptavina
og ólíklegt að þau skili bankanum
þeim fjárhagslega ávinningi sem
stefnt er að,“ segir ráðið. - gar
Byggðarráð Skagafjarðar:
Andvíg lokun
útibús á Hofsósi
KJÖRKASSINN