Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 16
16 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Allt það besta
„ÍNN er sjónvarpsstöð,
sem Ingvi Hrafn Jónsson
stofnaði og heldur úti. Hún
er einstæður og merkilegur
fjölmiðill.“
BJÖRN BJARNASON, SPJALLÞÁTTA-
STJÓRNANDI Á ÍNN
bjorn.is 25. nóvember
Að brjóta heilann
„Er Ólafur Ragnar Grímsson
forseti þjóðarinnar eða
tilræðismaður gegn þjóðar-
hagsmunum?“
PÁLL VILHJÁLMSSON, FYRRVERANDI
BLAÐAMAÐUR
mbl.is 26. nóvember
SÖNGVASEIÐUR:
VIÐ SLYSI LÁ VIÐ TÖKUR
■ Hér var Söngvaseiður nýverið
sýndur í leikhúsi við góðar undir-
tektir. Margir þekkja
líka kvikmyndina,
Sound of Music,
frá árinu 1965 með
Julie Andrews í
einu aðalhlutverka.
Verkið er töluvert
eldra, var uppi á
sviði á Broadway
í nóvember árið 1959 og því á
sýningin 50 ára afmæli.
Færri vita hins vegar að við slysi
lá við tökur á myndinni, en Julie
Andrews hefur lýst því sjálf hvernig
í opnunarsenu myndarinnar lá við
að hún dytti niður fjallshlíð vegna
blástursins frá hreyflum þyrlunnar
með myndavélina.
„Ég er að framleiða Jórunnarhjörtu
á fullu fyrir Epal en nú fylgja
sitkagreni-fræ með þeim sem
geta orðið eitt eða fleiri sannköll-
uð jólatré,“ segir athafnakonan
Andrea Róbertsdóttir. Hún segir
Jórunnarhjörtun hafa verið gefin
bæði í gleði og sorg en nú sé
hægt að sá fræjunum og hlúa að
lífinu sem úr moldinni sprettur.
Andrea hóf að þróa hjörtun á
milli mjalta í fæðingarorlofi sínu í
fyrra. Þau hafa verið til sölu víða
um land um nokkurra mánaða
skeið.
„Síðan er ég að fara að afhenda
peninginn sem ég
safnaði um daginn á
Alþjóðlegri athafna-
viku. Þá seldi ég
átappaða kvenorku
í tóbakshornum eins
og það væri enginn
morgundagur. Allur
ágóðinn rann til iðju-
þjálfunar heimilismanna
á Grund og Hrafnistu.
Forréttindapíur eins og ég
eiga einmitt að láta gott af
sér leiða, vera með hressandi
framlag til plánetunnar,“ segir
Andrea.
Klifun er þekkt hugtak í stærð-
fræði og stílbragð í bókmennta-
fræði. Í málinu okkar er klifun
sá verknaður að þrá stagast á ein-
hverju, það er að tala mjög oft
um eitthvað, og er hún yfirleitt
talin heldur hvimleið nema afar
smekklega sé farið með.
Eftirfarandi málsgrein er ýkt
dæmi um klifun: „Landsliðs-
þjálfari landsliðsins undirbjó
liðið undir leikinn og aðlagaði
leik stílinn að andstæðingnum.“
Hér er landsliðið báðum megin
við þjálfarann, sem býr það ekki
aðeins undir leikinn og lagar
leikstílinn að andstæðingnum
heldur undirbýr undir og aðlagar
að. Vissulega er fágætt að rekast
á þrjár klifanir af þessu tagi í
sömu málsgrein en hver þeirra
um sig er hins vegar því miður
tiltölulega algeng bæði í talmáli
og ritmáli. Æskilegt er að forðast
slíka endurtekningu orðhluta
eins og kostur er, því annars
verður málið yfirleitt þvælt og
ljótt.
Orðasambandið „öll alþýða
manna“ kemur lesendum ef til
vill ekki jafn spánskt fyrir sjónir
og dæmið hér að ofan en er jafn-
vel klifunarkenndara ef eitthvað
er. Allir, menn og þjóðin eru þrjú
orð sem hvert um sig getur oftast
komið í stað orðasambandsins
alls. Í staðinn verður þjóðin að
allri þjóðinni (eða alþýðu), sem
verður að alþýðu manna, sem
verður að lokum að allri alþýðu
manna. Þar sem eitt orð hefði
dugað eru þannig komnir þrír
orðhlutar, einn þeirra tvítekinn.
Þetta er því ekki aðeins klifun,
heldur jafnvel síklifun með
endurtekningu. - mt
Tungutak
Síklifun með endurtekningu
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ANDREA RÓBERTSDÓTTIR
Framleiðir Jórunnarhjörtu á færibandi
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
FÐ
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 515 7170
Hjálpaðu umhverfinu með
Blaðberanum
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Á sunnudag verða jólaljós-
in á Óslóartrénu tendruð á
Austurvelli. Fyrir marga
markar það upphafið að
jólaundirbúningnum að
fylgjast með þegar ljósin
eru tendruð undir þýðri
rödd Gerðar G. Bjarklind.
Það eru tæplega 60 ár liðin síðan
sú hefð komst á að Norðmenn
færðu Íslendingum veglegt jólatré
til að skreyta miðborg Reykjavík-
ur á aðventu og vitaskuld verður
sá siður hafður í heiðri ár.
Tréð var höggvið skammt fyrir
utan Ósló hinn 16. nóvember við
hátíðlega athöfn. Meðal viðstaddra
voru Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir, sendiherra Íslands í Nor-
egi, og Fabian Stang, borgarstjóri
í Ósló.
Tréð kom til Íslands í vikunni
og var reist á Austurvelli í gær.
Ekki var laust við að Skúli Gauta-
son, viðburðastjóri hjá Höfuðborg-
arstofu, væri kominn í jólaskap
þegar hann fylgdist með fram-
kvæmdunum í gær. „Þessu fylgir
alltaf mikil stemning,“ segir hann.
„Tréð setur svo sterkan svip á mið-
bæinn, sérstaklega eftir að ljósin
hafa verið tendruð.“
Venju samkvæmt verður fjöl-
breytt dagskrá á Austurvelli á
sunnudag þegar ljósin verða tendr-
uð. Lúðrasveit Reykjavíkur ríður
á vaðið klukkan 15.30 og leikur
jólalög undir stjórn Lárusar H.
Grímssonar. Klukkan 16 hefst svo
sjálf athöfnin með því að Dómkór-
inn syngur nokkur lög undir stjórn
Marteins Hungers Friðrikssonar.
Að loknu ávarpi norska sendi-
herrans, Margit F. Tveiten, tekur
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
formlega við jólatrénu af Aud
Kvalbein, varaborgarstjóra Ósló-
ar. Það kemur svo í hlut átta ára
gamallar norsk-íslenskrar stúlku,
Hrafnhildar Sifjar Ingólfsdóttir,
að tendra jólaljósin á trénu.
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra hefur undanfarin ár látið
gera jólaóróa til fjáröflunar starf-
semi sinni. Ketkrókur jólasveinn
er viðfangsefnið í ár og Hrafnkell
Birgisson hefur hannað óróann, en
Gerður Kristný flytur frumsamið
ljóð um Ketkrók.
Þá koma Bangsi litli úr Dýr-
unum í Hálsaskógi og Ljónið úr
Galdrakarlinum í Oz í heimsókn
og fá viðstadda til að hugsa um
hvað það er sem skiptir máli, áður
en hressir jólasveinar heilsa upp á
krakkana á Austurvelli. Sem fyrr
verður Gerður G. Bjarklind kynnir
og dagskráin er öll túlkuð á tákn-
mál.
Frá Ósló til Austurvallar
Skúli og Oslóartréð Tréð var sett upp á
Austurvelli í gær. Viðburðastjóri Höfuð-
borgarstofu er þegar kominn í jólaskap.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
OSLÓARTRÉÐ Á HEIMAVELLI Tréð var höggvið í Noregi 16. nóvember og flutt til Íslands. Ljósin á því verða tendruð á sunnudag.
MYND/ANB, VIDAR RUUD