Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 18
18 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Nokkuð hefur gustað um
ríkisstjórnina og stundum
hefur legið við að upp úr
hafi slitnað. Það er þó mál
manna að fyrst stjórnin
stóð Icesave-brælu sum-
arsins af sér sé hún komin
í var. Það sé vissulega ekki
nema tímabundið, sjálf Evr-
ópa bíður og áherslumunur
í umhverfis- og orkumálum.
Trauðla verður það þó jafn-
slæm ágjöf og í sumar.
Ríkisstjórnin stóð tæpt í sumar.
Raunar svo tæpt að ýmsir innan-
búðarmenn litu á það sem tíma-
spursmál hvenær hún spryngi.
Og þó að vissulega hafi verið sagt
frá deilunum í fréttum kemur
kannski ekki í ljós fyrr en í end-
urminningabókum framtíðarinn-
ar hve tæpt hún stóð í raun.
Fyrst og fremst var það deilan
um Icesave sem olli titringnum.
Á tímabili leit út fyrir að ríkis-
stjórnin, sem hefur traustan þing-
meirihluta, hefði ekki þingstyrk
til að koma eigin frumvarpi um
úrlausn þess máls í gegnum þing-
ið. Ögmundur Jónasson leiddi and-
stöðuna og hafði hóp þingmanna
Vinstri grænna á bak við sig. Eftir
langar umræður var frumvarpið
samþykkt og greiddu allir stjórn-
arþingmenn atkvæði með því.
Aftur skaut málið síðan upp koll-
inum í haust sem lauk með afsögn
Ögmundar. Með því telja margir
að hann hafi í raun bjargað ríkis-
stjórninni.
Evrópa bíður
Þó að Icesave hafi verið stóra
málið í sumar má ekki gleyma
því að Evrópumálin skóku stjórn-
ina einnig. Í stjórnarsáttmála var
kveðið á um að sótt yrði um aðild
að Evrópusambandinu. Flokk-
unum væri síðan frjálst að tala
hvorum fyrir sinni skoðun þegar
kæmi að afstöðu til inngöngu. Það
var Vinstri grænum ekki auðveld
ákvörðun. Steingrímur J. Sigfús-
son hefur til að mynda sagt hana
mun erfiðari en að samþykkja
Icesave. Ákveðið var að samn-
ingur yrði lagður fyrir þjóðina og
allir stjórnarliðar væru óbundnir
þegar að því kæmi.
Það kom hins vegar sumum
Samfylkingarmönnum á óvart
að ráðherra í ríkisstjórninni, Jón
Bjarnason, skyldi leggjast gegn
aðildarumsókninni sjálfri og töldu
hann þar með brjóta í bága við
stjórnarsáttmálann. Þrátt fyrir
að afstaða Jóns gagnvart Evrópu-
sambandinu hafi verið öllum ljós,
töldu menn hann hafa skuldbind-
ið sig, með setu á ráðherrastóli, til
að styðja umsókn.
Það mál var útkljáð en öllum er
ljóst að Evrópa bíður. Ólík afstaða
flokkanna til sambandsins mun
koma upp og getur valdið usla.
Nýjasta dæmið var kjör þing-
manns Vinstri grænna, Ásmundar
Einars Daðasonar, sem formanns
Heimssýnar, samtaka andstæð-
inga Evrópusambandsins.
Samfylkingarfólki mislíkaði
sum ummæli Ásmundar eftir
kjörið, sérstaklega að hann ætlaði
að berjast gegn Samfylkingunni
í málinu. Vinstri grænum fannst
sumum sem þetta væri óþarfa við-
kvæmni í samstarfsflokknum;
staða Ásmundar væri öllum ljós.
Aðrir flokksmenn, sem Frétta-
blaðið hafði samband við, sögð-
ust skilja afstöðu Samfylkingar-
manna; árásin á þá hefði verið of
beinskeytt.
Ljóst er að Samfylkingarfólk
mun engan afslátt gefa þegar
kemur að Evrópu. Fyrir þeim er
aðild að Evrópusambandinu leið
Íslendinga til hagsældar og fólk
eins og Árni Páll Árnason félags-
málaráðherra mun ekki sætta sig
við hálfkák í þeim efnum.
Umhverfismálin
Ráðherrar og þingmenn sem
Fréttablaðið ræddi við voru sam-
mála um það að stjórnin stæði
sterkari eftir deilur sumarsins.
Fyrst hún lifði þær væru líkur
á að hún yrði langlíf. Vissulega
væri skoðanamunur, en komin
væri upp sú hefð að ræða hann og
koma sér saman um niðurstöðu.
Það væri í raun til marks um
styrk; ágreiningurinn væri ekki
falinn. Samfylkingarþingmaður
sagði engu minni ágreining hafa
verið í samstarfi við Sjálfstæðis-
flokk, hann hefði hins vegar verið
barinn niður.
Ekki hefur vantað erfiðu málin
fyrir ríkisstjórnina og nægir þar
að nefna fjárlagafrumvarpið.
Menn eru sammála um að í raun
hafi gengið furðanlega vel að
koma því saman. Ólíkar áherslur
flokkanna hefðu getað gert mönn-
um erfitt fyrir. Raunar finnst
sumum Samfylkingarmönnum
full mikill Vinstri grænn bragur
á því, en menn styðja það engu að
síður.
Áherslumunurinn sést einna
helst í umhverfismálum. Ummæli
Jóhönnu Sigurðardóttur, um að
ryðja hindrunum úr vegi fyrir
suðvesturlínu, og ósk Svandís-
ar Svavarsdóttur um útskýringu
er gott dæmi um það. Mörgum
Vinstri grænum mislíkaði það
orðalag og fannst sumum við-
mælendum blaðsins í þeim full-
mikill samhljómur við stóriðju-
stefnu Framsóknarflokksins.
Aðrir spurðu sig hví forsætisráð-
herra seildist inn á starfsvið eins
ráðherra með jafn beinskeyttum
hætti.
Ljóst er að mörg Vinstri græn
eiga erfitt með að sætta sig við
ýmsar ákvarðanir sem þegar hafa
verið teknar í stóriðjumálum, svo
sem álver í Helguvík. Rannsókn-
ir í orkumálum munu færast frá
iðnaðarráðuneytinu til umhverf-
isráðuneytisins um áramót og
spurning hvort slær við nýjan tón
við það.
Samhugur
Viðmælendur blaðsins eru sam-
mála um að engan skugga beri á
samstarf forkólfa ríkisstjórnar-
innar. Jóhanna og Steingrímur
J. Sigfússon eru einhuga og þeim
gengur vel að vinna saman. Ötulli
stuðningsmann stjórnarinnar en
Össur Skarphéðinsson er erfitt að
finna og ungs fólkið í flokkunum
nær vel saman.
Ólíkar áherslur flokkanna hafa
hins vegar ekki horfið. Einn Sam-
fylkingarmaður orðaði það á þann
hátt að mikill farangur væri í
skottinu sem ekki yrði losnað svo
auðveldlega við. Menn væru hins
vegar áfram um að semja um hlut-
ina.
Staða Ögmundar Jónassonar
er spurningarmerki. Hann var
mikið í fjölmiðlum eftir afsögn-
ina og háværar raddir heyrðust
um að hann ætti að snúa aftur í
ríkisstjórn. Ögmundur hefur hald-
ið sig til hlés undanfarið, raunar
svo mikið að margir undrast hve
lítið hann tekur til máls á þingi.
Hann hefur lýst því yfir að hann
styðji ríkisstjórnina.
Ljóst er að stjórnin komst
klakklaust í gegnum hættulegasta
skerjagarðinn, þó að vissulega
hafi maður fallið útbyrðis. Fram
undan er erfið sigling, en stjórn-
arliðar virðast ákveðnir í að koma
fleyinu heilu í höfn. Hvert ættum
við að annað að líta eftir sam-
starfi, spurði einn viðmælenda.
FRÉTTASKÝRING: Stjórnarsamstarfið
FRÉTTASKÝRING
KOLBEINN
ÓTTARSSON PROPPÉ
kolbeinn@frettabladid.is
Stjórnin í vari en brátt gefur á
JÓN BJARNASON ATLI GÍSLASON GUÐFRÍÐUR LILJA
GRÉTARSDÓTTIR
LILJA MÓSESDÓTTIR ÁSMUNDUR EINAR
DAÐASON
ÁRNI PÁLL ÁRNASON
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
Dúnúlpur frá
The North Face
á jólatilboði