Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 28
28 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Einar Skúlason skrifar um prófkjör Framsókn- arflokksins Í upphafi ársins vorum við framsóknarmenn sam- ankomnir á fjölmennasta og glæsilegasta flokks- þingi Framsóknarflokksins fyrr og síðar. Þar var kjörin ný forysta og margar breytingar gerðar á stefnu flokksins. Í kjölfarið sóttum við fram í kosningum til Alþingis og það skilaði sér í því að tveir þing- menn koma nú úr röðum framsókn- armanna í Reykjavík. Ekki mátti miklu muna að undirritaður yrði sá þriðji. Við höfum tækifæri til þess, framsóknarmenn, að sækja fram í málefnum borgar- innar í vor og fylgja eftir þeim árangri sem náðist í alþingiskosningum á liðnu vori. Við höfum tækifæri til þess að snúa vörn í sókn með því að gera afgerandi breytingar á framboðslist- anum á Hótel Loftleiðum á morgun. Við eigum að sækja fram með málefnin okkar í forgrunni í borgarstjórnarkosning- unum 29. maí 2010. Ég vil leggja áherslu á málefni fólksins í borginni, börn, unglinga, aldraða og aðra viðkvæma hópa. Þá vil ég skapa umhverfisvænt og öruggt umhverfi fyrir íbúana, auk þess að efla enn frekar skil- yrði fyrir vexti í nýsköpunar- og sprotagreinum, eins og orkugeira, líftækniiðnaði og hugbúnaðarfram- leiðslu. Þá vil ég reka aðhaldssama fjármálastefnu, án þess að grunn- þjónustu sé raskað, en skilgreina jafnframt betur hvað skuli felast í henni. Um þá skilgreiningu þarf að ríkja sátt. Á morgun verður ákveðið hvort Framsóknarflokkurinn ætlar að vera í sókn eða vörn í borgarmál- unum. Með þá sannfæringu mína að leiðarljósi að sókndjörf og ábyrg velferðar- og umbótastefna Fram- sóknarflokksins eigi brýnt erindi við borgarbúa býð ég mig fram til að leiða lista Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Einar Skúlason býður sig fram í 1. sæti framboðslista Framsóknar- flokksins vegna borgarstjórnar- kosninganna 2010. Úr vörn í sókn EINAR SKÚLASON UMRÆÐAN Barbara Jean Kristvinsson skrifar um málefni innflytjenda Eins og forfeður okkar sem fóru frá land-inu sínu fór ég líka frá landinu mínu í leit að nýjum tækifærum. Alveg eins og þeir skapaði ég mér líf hér á Íslandi. Og alveg eins og þeir fannst mér stundum að mér tækist það ekki. Að skapa sér líf hér var ekki auðvelt en það er það sjaldan þegar maður flytur á nýjan stað langt í burtu. Það var erfitt og ég viðurkenni að nokkr- um sinnum var ég næstum því búin að gefast upp. Að ég myndi aldrei geta talað, skrifað, lesið og skilið íslensku. Stundum hélt ég að ég myndi aldrei eignast vin sem var ekki líka innflytjandi, að ég myndi aldrei finna mína hillu á íslenska vinnumarkaðnum og að ég myndi aldrei verða hluti af hversdagslífinu á Íslandi. Stundum var ég tilbúin að gefast upp og fara heim. En ég gerði það ekki. Ég bretti upp ermar og lagði hönd á plóg. Smám saman varð útlitið betra og auð- veldara. Ég byrjaði að hugsa um mig sem Íslending. Vissulega er ég bæði Íslendingur og dóttir heimalands míns, Bandaríkjanna. Það er ekki erfitt að ímynda sér að fyrstu Íslendingunum hafi liðið eins. Fæðingar- landið verður alltaf hluti af mér en það mun Ísland líka vera. Ég hef oft verið spurð af Íslendingum hve- nær ég ætli heim. Ég hef lagt grunn að mínu lífi á Íslandi, með íslenskum eiginmanni mínum og börnunum okkar. Ísland er heim- ili mitt núna. Ég er hér til að vera. Vandamál Íslands eru mín vandamál og framtíð Íslands er mín framtíð og framtíð barna minna. Ísland er mér mikil- vægt en skipti ég máli fyrir Ísland? Ég vona það því ég er tilbúin að leita lausna og vinna það verk sem er nauðsynlegt til að endurbyggja Ísland. Ég er viss um að fleirum líði eins og mér. Vinnum saman. Munum að við skiptum öll máli, við erum öll landnemar. Höfundur er nýkjörinn formaður Landnemans, félags Samfylkingarinnar um málefni innflytjenda. Ég nam land á Íslandi UMRÆÐAN Þórólfur Matthíasson skrifar um sjómanna- afslátt Frá því er greint í frétt-um Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiði- skipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfs- manna á fjölveiðiskipi geta þá rokk- að á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfir- mann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherra- laun og yfir í það að losa laun for- sætisráðherra og 2ja óbreyttra þing- manna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómanna- afsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýs- ir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsvið- tali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vista- skipti við fjölveiðiskips- hásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjó- mannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabæt- ur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætis- ráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhug- aðri skerðingu á greiðslum úr fæð- ingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hag- fræðideild Háskóla Íslands. Tekjutengjum sjó- mannaafsláttinn UMRÆÐAN Aðalsteinn Ingólfsson, Eiríkur Tómasson, Einar Valur Kristj- ánsson, Gunnþór Ingvason og Kristján Vilhelmsson skrifa um sjávarútveg Rangfærslur í umræðu um afkomu íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja keyra um þverbak um þessar mundir. Í umræðunni tog- ast á miklar mótsagnir, m.a. í nýleg- um yfirlýsingum fyrrum ráðherra og staðhæfingum háskólaprófess- ors. Ráðherrann fyrrverandi segir sjávarútvegsfyrirtækin meira og minna gjaldþrota en háskólaprófess- orinn staðhæfir að hagnaður þeirra sé svo mikill að skattleggja beri þau umfram önnur! Vegna þessa er nauð- synlegt að þetta komi fram: ■ Sú fullyrðing að sjávarút- vegsfyrirtæki séu meira og minna gjaldþrota er röng. Í nýlegri ræðu Ásmundar Stefánssonar, banka- stjóra Nýja Landsbankans, kom fram að 70% allra sjávarútvegsfyr- irtækja í viðskiptum við bankann gætu staðið undir skuldbindingum sínum með engri eða lítilli aðstoð bankans. Þetta hlutfall er enn hærra hjá hinum viðskiptabönkunum. ■ Vegna gengishruns íslensku krónunnar hækkuðu skuldir sjávar- útvegsins mjög á stuttum tíma. Hinu má ekki gleyma að tekjur hækk- uðu í sama hlutfalli vegna gengis- falls krónunnar. Þó verður að hafa í huga að verð á afurðum, m.a. þorski, lækkaði mikið í erlendri mynt um tíma. Verð er tekið að hækka á ný. ■ Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki munu á yfirstandandi fiskveiðiári greiða 3,5 milljarða króna í nýja skatta og viðbótargjöld. Þessa hækk- un má rekja til álagningar olíuskatts og hækkunar á tryggingargjaldi og veiðigjaldi. ■ Verði fyrningarleiðin hins vegar farin munu fyrirtækin ekki geta staðið við skuldbindingar sínar né heldur risið undir skattaálögum. Höfundar eru útgerðarmenn. Mótsagnir um sjávarútveg BARBARA JEAN KRISTVINSSON ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON UMRÆÐAN Oddný Sturludóttir skrifar um uppeldis- mál Fyrir frumkvæði Sam-fylkingar og VG í borg- arstjórn voru tveir starfs- hópar settir á laggirnar árið 2007. Báðir áttu að grandskoða hvernig efla mætti list- og menningaruppeldi í leik- og grunnskólum borgarinnar. Margar góðar tillögur eru afrakstur vinn- unnar auk mikilvægrar upplýs- inga um stöðu listgreinakennslu og menningaruppeldis í skólum borg- arinnar. Eins fór fram mikilvæg úttekt á samstarfi skóla við menn- ingarstofnanir og kröftug, þverfag- leg umræða átti sér stað. Nú þegar er hafið spennandi tilraunaverkefni um menningartengilið milli skóla- sviðanna og menningar- og ferða- málasviðs sem miklar vonir eru bundnar við. Fjölmargar aðrar til- lögur liggja fyrir og bíða þess að komast til framkvæmda. Menning geymir sjálfsmynd þjóðar. Seint verður ítrekað nægi- lega mikilvægi þess að börn og ungmenni fái ríkuleg tækifæri til að kynnast menningu og list- um. Það eflir sjálfstraust þeirra og skilning, víkk- ar sjóndeildarhringinn og reynir á ólíka hæfileika. Nú þegar öllum skólum er gert að hagræða er brýnt að hafa í höndunum vand- aða úttekt á stöðu list- og menningaruppeldis í skólum. Við vitum nú hvað vel er gert, hvar við getum gert betur og hvað við vilj- um standa vörð um. Á Þjóðfundi Íslendinga kom fram eindreginn vilji til að efla menntun og menn- ingu. Nú gefst dýrmætt tækifæri til að endurskoða áherslur skólakerfis- ins og undirstrika gildi menningar- innar í menntun barna og unglinga. Samræmdar mælingar á bóklegum fögum eru mikilvægar en segja ein- ungis hálfa söguna. Ábyrgð okkar sem förum með stefnumótun er að styðja við skapandi skólasamfélag, fjölbreytt nám og námsmat. Það er skóli framtíðarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sam- fylkingar. Menningaruppeldi ODDNÝ STURLUDÓTTIR UPPBOÐ á lausafjármunum verður haldið í Vörumiðstöð Samskipa Kjalarvogi 7 - 15, hliði 33, laugardaginn 28. nóvember kl. 12.00 Um er að ræða ótollafgreidda vöru þar sem aðflutningsgjöld eru fallin í gjalddaga. Meðal vara sem boðnar verða upp eru bílar, útilegubúnaður, veiðigræjur, skór, marmari, prófílar, boltar, efnavörur, gluggar, gler, innréttingar, húsbúnaður, dekk, kerrur, skrúfur, málningarsprey, myndarammar, timbur, varahlutir í hjólhýsi, varahlutir í bíla, hurðar og margt fleira. Tollstjórinn í Reykjavík tilkynnir: Skútuv ogur Kjalarvogur Sæbra ut B rúarvogur K leppsm ýrarvegur H oltavegurBarkarvo gur Uppboð hlið 33 vorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem eiðsla, einungis debetkort eða peningar. eiðsla við hamarshögg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.