Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 36
6 föstudagur 27. nóvember Söngkonan Dísella Lárusdóttir hefur fengið lof fyrir frammi- stöðu sína í gamanóp- erunni Ástardrykknum. Í viðtali við Föstudag segir hún frá því hvernig örlögin hafa leitt hana inn í sönginn, út í hinn stóra heim og alla leið inn í Metropolitan-óper- una. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Anton Brink V iðtökur á gamanóp- erunni Ástardrykkn- um í Íslensku óper- unni hafa farið fram úr öllum vonum að- standenda. Gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um sýn- inguna og almenningi líkar hún sömuleiðis, enda hefur verið upp- selt á allar sýningar og nokkrum aukasýningum verið bætt við. Ekki síst hefur Dísella Lárusdótt- ir vakið verðskuldaða athygli fyrir söng sinn og leik í óperunni. APÓTEKARINN DÍSELLA Dísella er með tónlistina í blóð- inu. Hún er dóttir trompetleikar- ans Lárusar Sveinssonar og leik- konunnar Sigríðar Þorvaldsdóttur og eyddi mörgum æskustund- um á æfingum með þeim, ýmist í Sinfóníunni eða í Þjóðleikhús- inu. Sjálf ætlaði hún sér hins vegar ekki að fara sömu braut og alls ekki í tónlistina. „Pabbi sagði alltaf við mig: „Hvað sem þú gerir Dísella skaltu ekki verða tónlist- armaður, það er svo mikil vinna.“ Þannig að ég ætlaði að verða ap- ótekari þegar ég var lítil og síðan ætlaði ég í heimspeki og sálfræði í Háskólanum,“ segir Dísella. Það var þó einmitt pabbi henn- ar sem kveikti neistann í söng- áhuganum. „Ég var undirleikari í kór sem hann stjórnaði, Reykja- lundarkórnum. Oft söng ég með kórnum og þá sagði hann mér oft að ég hefði fína söngrödd og ég ætti að fara í söngskóla. Í lok árs 1998 skráði hún sig því í sinn fyrsta söngtíma í Söngskól- anum í Reykjavík. „Pabbi var svo ánægður með hvað mér gekk vel og hengdi einkunnirnar mínar stoltur upp á ísskápinn. Ég held hann hafi innst inni viljað að ég yrði söngkona. Hann sagði oft að hann dáðist að söngvurum, því þeir bæru alltaf hljóðfærin með sér hvert sem þeir færu.“ KOMIN Á BROADWAY Hún ætlaði nú samt ekki að taka Söngskólann neitt of alvarlega og hugsaði fyrst og fremst um að læra að syngja fyrir sjálfa sig. En þegar hún var nýbyrjuð að læra sá hún auglýsingu í Mogganum sem kitl- aði áhugann. Gunnar Þórðarson auglýsti eftir söngvurum fyrir sýn- ingu á Broadway. „Ég hugsaði með mér að það yrði draumur að fá að vinna með honum. Svo komst ég inn í sýninguna og uppgötvaði hvað það var rosalega gaman að syngja.“ Síðan hefur hún verið á kafi í söngnum. „Ég var bara allt í einu farin að vinna sem söngv- ari, nýbyrjuð í Söng skólanum. Á þessum tíma var ég samt alltaf að vinna sem poppsöngkona og ekki farin að hugsa um klassísk- an söng. En í kringum árið 2000 fór ég að gæla við þá hugsun að kannski gæti ég orðið óperusöng- kona.“ ÖRLÖGIN GRÍPA INN Eftir að hafa fengið smjörþef- inn af söngnum og sýningunum komst ekki annað en söngur að hjá Dísellu. Úr varð að hún flutti til Princeton í New Jersey, þar sem hún lærði óperusöng. Fyrst reyndi hún hins vegar við söngskóla í Austurríki, þar sem hana langaði að læra í Evrópu. Örlögin gripu hins vegar í taumana að morgni inntökuprófsins. „Ég byrjaði á að hitta kennara um leið og ég kom út. Sá sagði mér að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa, ég myndi fljúga í gegn. Þegar ég vaknaði um morg- uninn var ég alveg raddlaus. Ég held ég hafi fengið einhvers konar bráða frjókornaofnæmi, sem ég hef aldrei fundið fyrir, hvorki fyrr né síðar. Ég staulaðist í gegnum áheyrnarprufuna. Hún var alveg hræðileg og pínleg að hlusta á og auðvitað komst ég ekki inn.“ Hún var því heldur leið þegar hún sneri aftur frá Austurríki. En stuttu seinna bárust henni boð um að mæta á námskeið til banda- ríska söngkennarans Lauru Brooks Rice sem hér var stödd. Hún sló til og leist svona vel á að hún fylgdi henni alla leið til Bandaríkjanna, þar sem nýtt inntökupróf beið við Westminster Choir College í Rider University. Í þetta sinn mætti hún með upptöku af sjálfri sér, ef ske kynni að röddin færi aftur. En hún gat vel sungið og flaug inn í skól- ann. Þaðan útskrifaðist hún árið 2005. VILL BÚA Á ÍSLANDI „Ég er bæði hjátrúarfull og örlaga- trúar og er viss um að það hafi ekki verið nein tilviljun að ég fór til Bandaríkjanna,“ segir Dísella. Þar kynntist hún líka manninum sínum, píanóleikaranum Teddy Kernizan. Saman búa þau nú úti í Washington og eiga von á sínu fyrsta barni. Dísella er þó alltaf með annan fótinn heima á Íslandi HJÁTRÚARFULL OG ÖRLAGATR Dísella Fyrst ætlaði hún að verða apótekari þegar hún yrði stór. Örlítið eldri stefndi hún á heimspeki og sálfræði í Háskólanum. Ör- lögin höguðu því hins vegar þannig að hún lagði listina fyrir sig og fetaði þannig í fótspor foreldra sinna. ✽ ba k v ið tjö ldi n Uppáhaldslandið þitt: Íslandið mitt góða. Borg sem þig langar að heim- sækja: Auckland í Nýja-Sjálandi. Hverjar eru fyrirmyndir þínar: Elsku pabbi minn og mamma. Og svo lít ég mikið upp til systra minna! Eftirlætis tónlistarmaður: Úff, þeir eru nú marg- ir. En það er nú samt einn sem stend- ur upp úr og hann er reyndar ekki úr klassíska tón- listargeiran- um; Bono! Hann er algjört æði! Skemmtilegast að gera: Leika við hundana mína, fara út að borða með góðum vinum, fara á hestbak, lesa spennandi bók... En leiðinlegast: Að vakna við vekjaraklukku! Uppskrift að ljúfum laugar- degi: Vakna frekar snemma eftir góðan nætursvefn, fara út með hundana að hlaupa og leika sér, fara svo kannski á kaffihús og svo heim að elda til veislu fyrir góða vini. Svo væri ekkert verra að vinna í lottoinu líka?!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.