Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 41
• 5
„Við erum búin að fylla tvö nám-
skeið,“ segir Sindri Már Heimisson,
framkvæmdastjóri Hljóðfærahúss-
ins-Tónabúðarinnar, um DJ-nám-
skeið sem hefur göngu sína þar í
næstu viku. Námskeiðið er ætlað
þeim sem eru að stíga sín fyrstu
skref í plötusnúðafaginu og verður
farið ítarlega yfir öll mikilvægustu
atriði DJ-tækninnar ásamt græjum
og tilheyrandi búnaði.
„Það komast ekki nema sex til
átta manns að í hverjum hópi því
þetta á að vera nokkuð „hands
on“ námskeið. Við erum búnir að
útbúa svið með græjum og góðu
hljóðkerfi. Þátttakendur verða
svo skikkaðir upp á svið og látnir
spreyta sig, svo menn fara ekki út
af þessu námskeiði án þess að hafa
lært eitthvað,“ segir Sindri Már.
Hvert námskeið er þrjú kvöld og
tveir tímar í senn, en kennslan er
í höndum Guðna Impulze. „Guðni
er nýbúinn að klára hljóðupptöku-
nám í Amsterdam, en hann hefur
verið að plötusnúðast mikið hérna
heima og gefa út eigið efni á vínyl.
Hann er ungur og upprennandi og
hefur lagt mikla vinnu í að undirbúa
námskeiðið,“ segir Sindri.
Aðspurður segir hann bæði
stelpur og stráka hafa skráð sig á
námskeiðið. „Það er meira komið
af strákum, en við viljum endilega
hvetja stelpurnar til að mæta líka
og það eru nokkrar komnar. Fólk er
svolítið að spyrja út í aldurinn, en
það þarf ekki að hafa áhyggjur því
þetta er stílað inn á byrjendur og
þeir eru að koma úr öllum áttum.
- ag
DJ-NÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR
BYRJENDUR SPREYTA SIG Sindri Már segir
mikla eftirspurn hafa verið eftir DJ-námskeiði
og býst við að halda fleiri námskeið á kom-
andi ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNUppselt er á útgáfutónleika
karlakórsins Fjallabræðra í
Háskólabíói á sunnudaginn.
Bræðrunum hefur sem sagt
tekist að fylla 970 manna við-
hafnarsal bíósins, sem hlýtur
að teljast frábær árangur
miðað við stuttan líftíma
kórsins og þá staðreynd að
hann hefur ekki eytt pening-
um í dýrar auglýsingar. Einnig
er merkilegt að stórtenórnum
Kristjáni Jóhannssyni hefur
ekki tekist að fylla salinn,
hvorki fyrir tónleika sína á
föstudag né laugardag, sem
gerir árangur Fjallabræðra
ennþá merkilegri.
Fjallabræður eru samt ekki
þeir einu sem fylla stóra
salinn í Háskólabíói, því upp-
selt er á tónleika
Emilíönu Torrini í
febrúar. Auka-
tónleikum hefur
þegar verið bætt
við og þegar
þetta er
skrifað eru
miðar
eftir,
en fólk
ætti að hafa hraðar hendur til
að ná miðum því Emilíana er
gríðarlega vinsæl. Emilíana er
stödd í Þýskalandi þessa dag-
ana þar sem hún kemur fram
á fernum útvarpstónleikum
frammi fyrir áhorfendum og
annað kvöld kemur hún fram
í vinsælasta sjónvarpsþætti
landsins.
Ný plata frá
hljómsveit-
inni Kimono
er loksins
væntanleg
í næstu
viku. Platan
hefur hlotið
nafnið Easy
Music for
Diffic-
ult People og er sú þriðja í
röðinni. Fjögur ár eru liðin frá
því að Kimono sendi frá sér
hina frábæru Arctic Death
Ship svo að aðdáendur mega
kætast.
Og meira um góða tónlist.
Morðingjarnir hafa sent frá
sér plötuna Flóttinn mikli.
Morðingjarnir spila gríðarlega
skemmtilega poppskotna
pönktónlist og miðað við
lögin sem hljómsveitin hefur
sett á netið lofar platan virki-
lega góðu. - afb