Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 45

Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 45
 • 9 Haukur: „Við vorum gríðarlega ánægðir með tónleikana. Troðfullt hús á Nasa, sem er ótrúlega skemmti- legt. Tónleikarnir gengu líka alveg svakalega vel. Við ætlum að halda áfram að spila hérna heima, kynna plötuna.“ Jón: „Við byrjum ekkert að pæla í útlöndum fyrr en 2010 í fyrsta lagi. Það er allt óráðið. Við erum aðeins að anda núna. Það er búið að vera mikið að gera, koma þessari plötu út og halda útgáfutónleikana.“ Haukur: „Þetta er búið að vera svaka- leg keyrsla – að klára þessa plötu er búin að vera algjör geðveiki. Maður er búinn að vera í 300% vinnu í þrjá mánuði. Á fullu í vinnunni og svo öll kvöld og allar helgar í plötunni.“ Get it Together með Diktu er komin í verslanir. ALDREI BOÐIÐ Í POPPPUNKT Dikta er gríðarlega vel menntuð hljómsveit. Meðlimir neita að svara því hvort hljómsveitin sé sú gáfaðasta á landinu, en harma um leið að þeim hefur aldrei verið boðið að taka þátt í Popppunkti. „Dr. Gunni hefur aldrei boðið okkur að taka þátt í Popppunkti – samt var Skúli bassaleikari í Gettu betur,“ segir Haukur í laufléttum dúr. „Dr. Gunni er örugg- lega hræddur við okkur – hann veit að við myndum rústa þessu.“ Popppunktur snýr að öllum líkindum aftur á næsta ári og Dr. Gunni segir ekki loku fyrir það skotið að Diktu verði boðið að taka þátt. „Ef þeir haga sér vel,“ segir hann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.