Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 47

Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 47
Hljómsveitinni The Strokes hefur gengið erfiðlega að byrja á sinni fjórðu plötu. Aðallagahöfundurinn, söngvarinn Julian Casablancas, ákvað að bregðast við aðgerðar- leysinu og réðst í gerð þessarar fyrstu sólóplötu sinnar. Platan er frábrugðin The Strokes að því leyti að hún er meira í átt að poppi og danstónlist heldur en rokkinu sem New York-sveitin er þekktust fyrir. Stundum eru líkindin við The Strokes greinileg eins og í fyrsta laginu, hinu prýðilega Out of the Blue en annars staðar fetar Casablancas allt aðrar slóðir. Þar má nefna hina þrælgóðu sálarballöðu 4 Chords of the Apocolypse og hið kántrískotna Ludlow St., sem er stórundarlegt en venst bara vel. Casablancas sýnir að hann er langt í frá verri án félaga sinna og jafnvel enn betri, miðað við síðustu útgáfur The Strokes. Phrazes for the Young er uppfull af skemmtilegum tónpælingum og áhugaverðum textum og Casablanc- as sjálfur virðist njóta sín til hins ítrasta, orðinn sáttur fjölskyldufaðir og leiður á sukklíferninu. Lögin átta eru flest mjög góð, sérstaklega samt þau fjögur fyrstu. Hin vantar herslu- muninn til að halda manni gapandi spenntum. Niðurstaða, flott sólóplata frá forsprakka The Strokes. Fjölbreytt og áhugaverð. Freyr Bjarnason • 11 World Painted Blood er frábær plata. Sama hvað sjóaðir Slayer-aðdáend- ur sem biðu eftir annarri South of Heaven segja. Platan er stútfull af nístandi gítarriffum, brjálæðislegum trommuleik og söng sem beinlínis kallar á að Tom Araya verði lagður inn á stofnun. Hann er kominn á fimmtugsaldurinn og er ennþá að semja texta sem hefjast á orðunum: „Illness, infected born mutilated strain.“ Platan hefst á titillaginu, sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Slayer hafi verið á hápunkti ferils síns fyrir tuttugu árum. Fáir karlar á þessum aldri rokka eins hart með víagra-fyllta limina úti. Metallica reynir, en kemst ekki með vel snyrtar tærnar þar sem Slayer er með skítuga hælana. Lög eins og titillagið, Snuff og Public Display of Dismemberment eru hrikalega skemmtileg og hressandi, eins og reyndar platan öll. Hún er eins og blóðsletta í andlitið á boxbardaga – kemur skemmtilega á óvart þó að manni bregði fyrst. - afb POPPPLATA: GAMLIR KARLAR MEÐ LIMINA ÚTI POPPPLATA: FJÖLBREYTT OG ÁHUGAVERÐ AÐALSTROKAN MEÐ ALLT Á TÆRU JULIAN CASABLANCAS PHRAZES FOR THE YOUNG DÁNLÓDAÐU: 11th Dimension, 4 Chords of the Apocalypse, Out of the Blue SLAYER MÁLAR BÆINN RAUÐANN SLAYER WORLD PAINTED BLOOD DÁNLÓDAÐU: Snuff, World Painted Blood ÓSKAGJÖF útivistarfólksins Mótorhjóla- og vélsleðagallar Nolan hjálmar Töskur á hjól og sleða Hanskar í miklu úrvali Gleraugu og hlífðarbúnaður Mótorhjóla- og sleðaskór Bolir, peysur og jakkar Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Loftdælur og aukabúnaður Sætaáklæði sem     Talstöðvar og GSP tæki Spil í ýmsum stærðum Álkassar margar stærðir Lambhúshettur og undirfatnaður færðu hjá Arctic Trucks Hverfisgötu 82, s. 551 1195 Topp 5 Jazz Labels Opið frá kl.11–19 virka daga Lau. frá kl. 11–18 1. 3. 4. 5. 2. Lucky Records er með mikið úrval af jazz á vínil og geisladiskum og reynir alltaf að vera með plötur frá þessum útgáfufyrirtækum. Mikið úrval er af nýpressum af klassískum jazz titlum sem væru flottar undir jólatréið. Hallur: „Jájá, við getum alveg farið niður í 1982 sko, án þess að eitthvað myndi klikka. Það voru trommuheilar þá og allt þetta sem við erum að nota.“ Er ógæfa á ykkur samhliða spila- mennskunni? Eruð þið ógæfufólk? Hallur: „Nei, það er eiginlega leið- inlega lítið um ógæfu.“ Lilja: „Það er mismikil ógæfa á okkur.“ Hallur: „Já, á milli aðila þá?“ Lilja: „Já, sumir eru meira ógæfufólk en aðrir. En við fáum okkur alveg bjór þegar við erum að spila.“ Eru útgáfutónleikar fyrirhugaðir? Hallur: „Já, við ætlum að reyna að gera það í janúar.“ Nú spyr Lilja hvort ég sé ekki með útúrflippaða spurningu í lokin. Ég var því miður ekki með slíka spurningu á reiðum höndum en ákvað þó að spyrja þau hvort þau væru aldrei í „beef-i“. Systkinin horfðu hlæjandi á blaðamann eins og hann væri fá- ráður (réttilega) og ég umorðaði spurninguna og spurði þau hvort þau ættu óvinahljómsveitir. Lilja: „Nei, ég lít ekki þannig á að við eigum óvinahljómsveitir. Það er enginn óvinur okkar. Við höfum lent í veseni við aðrar hljómsveitir en það þýðir ekkert að vera í fýlu.“ Hallur: „Maður grefur sína gröf með því.“ Ég var ekki með fleiri spurningar að þessu sinni fyrir systkinin geð- þekku og var viðtalinu því formlega slitið. Dry Land kemur út 2. desember og það er Record Records sem gefur út. Platan verður fáanleg í forsölu á gogoyoko.com frá og með föstudeginum 27. nóv, það er frítt að skrá sig þar og notendur geta hlustað ókeypis á plötuna. Bloodgroup spilar ásamt Kimono annað kvöld á Sódóma Reykjavík. ÓLK HVAÐ SEGIRÐU? Sendu okkur sms í síma 696 7677 eða póst á popp@ frettabladid.is og segðu okkur hvað þér finnst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.