Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 49

Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 49
A Crack in Time er nýjasta viðbótin í hina vinsælu Ratchet og Clank-seríu sem hefur fylgt Playstation-tölvunum síðastliðin átta ár. Það fyrsta sem vekur athygli varðandi leikinn er hversu ótrú- lega vel hann lítur út. Hér er ekki verið að eltast við raunveruleikann heldur er boðið upp á gagnvirka teiknimynd sem liggur við að sé í sama gæðaflokki og Pixar-myndirnar víðfrægu. Þeir sem hafa áður prófað Ratchet og Clank-leiki geta gengið að því vísu að það nákvæmlega sama bíður þeirra hér. Menn flakka á milli plánetna, safna peningum og skjóta allt sem hreyfist í tætlur með vopnum sem Amnesty International myndi flokka sem glæp gegn mannkyni. Helsti galli leiksins er að ekki er verið að bjóða upp á margar nýjungar og það nýja sem kynnt er til sögunnar stendur varla undir vænting- um. A Crack in Time er engu að síður ágætur leikur sem mun falla vel í kramið hjá aðdáendum fyrri leikja. - vij POPPLEIKUR: RATCHET AND CLANK: A CRACK IN TIME NIÐURSTAÐAGRAFÍK 5/5 SPILUN 4/5 HLJÓÐ 4/5 ENDING 3/5 EF PIXAR GERÐI MYND UM STRÍÐSGLÆPI … ÓTRÚLEGA FLOTTUR Ratchet and Clank eltist ekki við raunveru- leikann. Finndu þér málstað sem annaðhvort öllum þykir vænt um eða allir eru rosalega reiðir yfir. Stofnaðu svo Facebook- hóp og safnaðu að minnsta kosti 2.000 manns í hópinn. Reyndu svo að koma af stað umræðu um málefnið á tilfinn- ingalegum nótum. Gættu þess að síma- númerið þitt fylgi hópnum og vertu undirbúinn þegar fjölmiðlarnir hafa samband. Þegar þeir hringja og spyrja út í málefnið skaltu vera hress og tala mikið – svara öllum spurningum í löngu máli. Passaðu samt að verða ekki leiðinlegur. Ef fjölmiðlar senda ekki ljósmyndara er gott að vera búinn að láta taka af þér flotta mynd sem þú getur sent. Vertu brosandi á myndinni. Reyndu svo að fylgja málefninu eftir og vekja athygli á því í fjölmiðlum. Njóttu þess svo að komast fram fyrir í biðröðum. HVERNIG Á AÐ … Áður en Facebook kom til sögunnar var netleikurinn Bubbles mesti tímaþjófurinn á skrifstofum heimsins. Ekkert skrítið við það, enda er leikurinn gríðarlega ávanabindandi. Þúsundir Íslendinga festast daglega í Bubbles og einhverjir hljóta að hafa leitað sér hjálpar vegna Bubbles-fíknar – svo ávandabindandi er leikurinn. Grafíkin er ekki flókin, hún er í tvívídd – enda óþarfi að gera einfaldan leik flókinn með grafíkinni. Leikurinn er lit- ríkur, sem gerir upplifunina af spiluninni ánægjulegri og boltarnir hreyfast eðli- lega. Þá er spilunin fullkomin, kúlurnar fara í þá átt sem maður skýtur þeim og hnökrarnir eru fáir – ef nokkrir. Hljóðið er ekki flókið, en það er gott að það er hægt að slökkva á því þar sem það verður þreytandi til lengdar. Það er ekki skrítið að Bubbles sé einn vinsælasti netleikur heims. Við mælum þó ekki með að fólk ánetjist, því það er erfitt að hætta. - afb VINSÆLASTI NETLEIKUR HEIMS ER EKKI FLÓKINN POPPLEIKUR: BUBBLES VERÐA FRÆGUR Í 15 MÍNÚTUR # # # NIÐURSTAÐAGRAFÍK 2/5 SPILUN 5/5 HLJÓÐ 1/5 ENDING 5/5 EINFALT Bubbles gerir það sem þarf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.