Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 53

Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 53
27. nóvember föstudagur 7 RÚAR og vonast eftir að flytja hingað al- farið eftir nokkur ár. „Draumurinn minn er að búa hér, því Ísland er besta land í heimi. Mig langar að eiga heimili hér en ferðast til að syngja,“ segir Dísella, sem hefur ekki áhyggjur af því að mannin- um hennar eigi eftir að leiðast hér. „Nei, nei, hann er búinn að upplifa skammdegið og borða skötu á jól- unum. Hann veit alveg hvað Ísland getur boðið upp á.“ Hún segir þau bæði vilja að barnið þeirra alist upp á Íslandi. „Mér finnst ekki spennandi tilhugsun að barnið mitt geti ekki farið út að leika sér eftir skóla, án hræðslu við að ein- hver hætta bíði handan við horn- ið. Þar fyrir utan þykir mér óskap- lega vænt um íslenska tungu og mig langar að börnin mín verði í íslenskum skóla.“ Í METROPOLITAN-ÓPERUNNI Frá því að Dísella lauk námi hefur hún tekið að sér hin ýmsu söng- hlutverk. Hún segir pabba sinn hafa haft rétt fyrir sér. Það sé mikil vinna að vera tónlistarmaður. Þá séu ýmis atriði í lífi söngvara sér- stök. „Hversdagslegir hlutir, eins og að fá kvef eða vera þreyttur, geta skipt öllu máli í lífi söngvarans,“ segir hún. Hins vegar sé söngurinn hreinlega ávanabindandi og erfitt að slíta sig frá honum. „Þegar ég gaf mig söngnum á vald fann ég hvað ég þarf í raun mikið á því að halda að syngja og hvað það er mikil útrás. Hann gefur mér mikla lífsfyllingu.“ Hún hefur líka lifað þann draum sem margir söngvarar bera í brjósti – að vinna við Metropolitan-óper- una í New York. „Ég fékk póst frá einni af þeim sem sjá um allar ráðningar í Metropolitan, hvort ég væri ef til vill laus og hefði áhuga. Ég var nú ekki lengi að ákveða mig!“ Hún fékk því statistahlut- verk í nútímaóperunni Satyagraha. Ekki kom þó til þess að söngkon- an forfallaðist og Dísella fékk því ekki að stíga á sviðið frammi fyrir fjölda áhorfenda. Hún er engu að síður himinlifandi með reynsluna. „Þetta var stórkostleg reynsla. Ég mætti á allar æfingar og það var stórkostlegt að vinna í þessu um- hverfi og með þessu mikla fagfólki. Ég þurfti alltaf að vera til taks og mátti ekki vera nema í kortersfjar- lægð frá óperunni á meðan á sýn- ingum stóð. Yfirleitt sat ég hins vegar inni í græna herberginu, leysti sudoku og hlustaði á.“ SYSTURNAR KOMA SAMAN Dísella á tvær eldri systur, þær Þór- unni og Ingibjörgu. Allar eru fjöl- hæfar tónlistarkonur, syngja eins og englar og spila á ýmis hljóðfæri. Þær spila allar á trompet, eins og Lárus pabbi þeirra, og komu oft fram með honum á meðan hann lifði. Lárus lést árið 2000 og skildi eftir sig stórt skarð í kvennahópn- um sínum. „Hann var fullkom- lega heilsuhraustur, hann pabbi. Hann var bara að labba heim eftir kennslu einn daginn og datt niður. Ég man þegar ég kom að heim- sækja hann á spítalann. Hann lá þarna svo hraustlegur, sólbrúnn og flottur. Hann leit ekki út fyrir að vera að fara neitt. En hann dó fimm dögum seinna.“ Systurnar heiðra reglulega minningu föður síns og koma reglulega saman og spila. Þær hafa meðal annars verið með skemmti- sýningar á Nasa og gáfu út jóla- disk árið 2004. Nú hafa systurn- ar aftur verið beðnar um að koma saman en þær verða með jólatón- leika í Salnum í Kópavogi hinn 18. desember. Þar munu þær flytja fal- lega jólatónlist og sprella, eins og þeim einum er lagið. Draumurinn minn er að búa hér, því Ísland er besta land í heimi. Mig langar að eiga heimili hér en ferðast til að syngja. Elfa Gísla – og hinar sögurnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.