Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 68

Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 68
 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Þriðja breiðskífa Morðingjanna, Flóttinn mikli, kemur í búðir í dag. Til að fagna þessum mikla áfanga í sínu lífi ætla Morð- ingjarnir að spila nokkur lög í versluninni Havarí (Austurstræti 6) og mun útgefandi bjóða upp á léttar veigar við það tækifæri. Þessi gjörningur hefst kl. 17. Að sjálfsögðu verður platan á bjánalega góðu verði sem og eldri plötur snillinganna. Einnig verða þar frægir morðingja- bolir til sölu. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Svörtuloft Arnaldur Indriðason Vigdís Páll Valsson Karlsvagninn Kristín Marja Baldursdóttir Brauð og kökubók Hagkaups Jói Fel Hjartsláttur Sr. Hjálmar Jónsson Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Umsátrið Styrmir Gunnarsson Snorri Óskar Guðmundsson Söknuður Jón Ólafsson Jólasveinarnir 13 Brian Pilkington METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 18.11.09 – 24.11.09 Ath. kl. 17 á morgun Tónleikar til styrktar Mæðra- styrksnefnd Hafnarfjarðar fara fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun kl. 17.00. Söngkonurnar sem fram koma á þessum tónleik- um eru meðal annarra Sigrún „Diddú“ Hjálmtýsdóttir. Gunnar Sverrisson ljós- myndari á 23 ára feril að baki og opnar í dag sína fyrstu ljósmyndasýningu. „Mig langaði til að sýna ljósmynd- ir í heimilislegu umhverfi,“ segir Gunnar Sverrisson ljósmyndari. Í dag opnar hann ljósmyndasýn- ingu í húsbúnaðarversluninni Heimili og hugmyndir á Suð- urlandsbraut 8. Sýningin er sú fyrsta sem Gunnar heldur á löng- um ferli, en hann hóf störf sem íþróttaljósmyndari hjá Dagblað- inu árið 1986, þá sextán ára gam- all. Síðan þá hefur hann meðal annars gefið út tímaritið Lifun, Veggfóður og bækurnar Einbýl- ishús, Heimilisbragur, Árstíðir og Bústaðir ásamt eiginkonu sinni, Höllu Báru Gestsdóttur. „Þetta hefur meira og minna verið mitt aðalstarf í 20 ár. Mér fannst svolítið hégómagjarnt að halda svona sýningu, en ég lét undan pressu frá konunni,“ segir Gunnar og brosir. „Mig langaði að leyfa myndunum að njóta sín í heimilislegu umhverfi því mér finnst fólk ekki sjá þennan mögu- lega nógu mikið á Íslandi, að nota ljósmyndir sem veggskraut. Sjálf- ur hef ég búið erlendis og þar sér maður listaverk og ljósmyndir svolítið í bland. Við höfum allt- af verið mjög upptekin af mál- verkum, enda eigum við marga góða listmálara, en mig langar til að sýna fallegar ljósmyndir og hvetja fólk til að kaupa verk eftir íslenska samtímaljósmyndara,“ útskýrir Gunnar. Á sýningu hans má sjá lands- lagsmyndir, abstrakt og „still life“-myndir sem spanna nokk- ur ár. „Ég hef mikinn áhuga á að mynda arkitektúr einhverra hluta vegna, og svo er það íslensk nátt- úra,“ segir hann. Sýning Gunn- ars verður opin í Heimili og hugmyndum fram að jólum og hugsanlega lengur, en áhugasam- ir geta haft samband við Gunnar í gegnum heimasíðu hans, gunn- arimage.com. alma@frettabladid.is Í heimilislegu umhverfi LJÓSMYNDIR SEM VEGGSKRAUT Gunnar opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á morgun og langar til að fólk sjái möguleikann í því að nota ljósmyndir sem veggskraut í auknum mæli. MYND/GUNNAR SVERRISSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.