Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 72

Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 72
40 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is „Þetta er eiginlega blanda af sögunni okkar sem við erum að selja þarna svo við getum byrjað upp á nýtt,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardótt- ir í Nylon. Stúlknasveitin ætlar selja öll fötin sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin í Kolaportinu á laugardag- inn frá klukkan 11 til 17. Allur ágóðinn rennur í sjóð vegna ferðalags þeirra til Los Angeles í janúar. Þær gerðu nýver- ið útgáfusamning við fyrirtækið Holly- wood Records, sem hefur einnig Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snær- um, og þurfa því að flytja til stórborg- arinnar. Meðal annars verða til sölu sögufræg föt sem stúlkurnar klæddust á Brit- verðlaunahátíðinni í London árið 2006. Grár jakki sem Alma Guðmundsdótt- ir klæddist þar verður til sölu ásamt pilsinu sem Steinunn var í. „Joss Stone er sko búin að knúsa þennan jakka,“ segir Steinunn um gráa jakkann og hlær. „Þetta var mjög fyndið því Paris Hilton var við hliðina á okkur og Kanye West líka. Maður hugsaði bara hvað við vorum litlar eitthvað.“ Einnig ætlar Steinunn að selja kjól sem hún klædd- ist í Losing a Friend-myndbandinu og skyrtu sem hún notaði í Closer-mynd- bandinu. Hún er að sjálfsögðu mjög spennt fyrir Bandaríkjaförinni. „Þetta er svo fáránlega spennandi að það er eig- inlega bara rugl. Maður er búinn að vinna að þessu svo lengi. Þetta er sætur sigur en samt er þetta bara byrjunin. Þetta er bara fyrsta skrefið inn í brans- ann og svo þurfum við að halda okkur þar.“ - fb Nylon selur Brit-fötin í Kolaportinu HJÁ FÖTUNUM Steinunn Camilla innan um fötin sem Nylon ætlar að selja í Kolaportinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > HVERFIÐ FAGNAR Hótelerfinginn Paris Hilton og kær- asti hennar, Doug Reinhardt, hafa ákveðið að flytja, nágrönnum sínum til mikillar gleði. Ná- grannarnir hafa ítrekað kvart- að til lögreglunnar undan há- vaða sem berst frá heimili Hilton og eru því líklega fegn- ir að fá nú loksins frið og ró. Tónlistar- og samfélagssíðan Gogoyoko.com hefur hafið sam- starf við fimm alþjóðleg góð- gerðarsamtök. Þar á meðal eru samtökin Witn- ess sem tón- listarmaðurinn Peter Gabrel stofnaði árið 1992. Þau nota myndbands- upptökur og möguleika á netinu til að opna augu heimsins fyrir mannréttinda- brotum. Hin góðgerðarsamtök- in eru Refugees United, Læknar án landamæra í Sviss, Mænu- skaðastofnun Íslands og Unicef á Íslandi. Tónlistarmenn á Gogoyoko og útgáfufyrirtæki geta valið að láta tíu prósent eða meira af ágóðanum af tónlistarsölu renna til samtakanna, sem fá líka tíu prósent af auglýsingatekjum Gogoyoko árlega. Í samstarf með Gabriel PETER GABRIEL Plötur Kimono og Bloodgroup, Easy Music for Difficult Peop- le og Dry Land, eru með seinni skipunum í jólaplötuflóðinu í ár. Bloodgroup-platan kemur út annan desember en Kimono plat- an fjórða. Nú er þó strax hægt að hlusta á báðar plöturnar á Gog- oyoko. Sveitirnar tvær ætla að halda sameiginlega tónleika á Sódómu í kvöld. Prins Póló, sem er sólóverkefni Svavars Pétur Eysteinssonar úr Skakkamanage, spilar líka og ætlar að hefja tón- leikana kl. 23.45. Kimono-menn stíga á svið klukkan hálf eitt í nótt og Bloodgroup kveikir svo í kofanum frá og með kl. 1.30. Seinni skipin á Sódómu Rökkur Reykjavík er nýtt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í tónlistar- og tískuviðburðum. Markmið þess er að skapa betri vett- vang fyrir íslenska hönnuði. Rökkur Reykjavík er nýtt fram- leiðslufyrirtæki sem mun sérhæfa sig í tísku- og tónlistarviðburðum. Að fyrirtækinu standa fatahönnuð- urinn Bóas Kristjánsson og plötu- snúðurinn Nuno da Palma, auk þess sem Arna Sigrún Haraldsdóttir fatahönnuður og grafíski hönnuð- urinn Gunnar Þorvalds koma einn- ig að verkefninu. „Hugmyndin varð til á tískuvik- unni í París í sumar, þar sem ég var að sýna hönnun mína og Nuno var að spila. Okkur langaði til að skapa sambærilegan vettvang fyrir íslenska tísku og hönnun og ætlum að nota tónlistina sem eins konar aðdráttarafl til að laða fólk að,“ segir Bóas um tilurð Rökk- urs. „Það er kannski hægt að líta á þetta sem hjónaband milli hönn- unar og tónlistar,“ bætir Nuno við. Eitt af markmiðum Rökkurs er að standa að ýmsum tískutengd- um viðburðum auk þess sem hug- myndir eru um að koma á laggirn- ar árlegri tískuviku þar sem tónlist og tísku verður blandað saman og skapa þannig einstakan viðburð sem dregur að fjölda gesta. Bóas og Nuno segja engan sér- hæfðan hönnunarmiðil vera hér á landi og því vanti vettvang fyrir hönnuði til að koma sér á framfæri. „Íslensk tónlist hefur fengið að vaxa og dafna síðastliðinn áratug og okkur finnst hönnun eiga einn- ig að fá tækifæri til að þroskast og vaxa. Hér er mikið af hæfileikarík- um hönnuðum og hugmyndin er að reyna að skapa samstarf þar á milli og byggja upp þennan iðnað með sameiginlegu átaki,“ segir Bóas. Spurður hvort erfitt sé að laða erlenda aðila hingað til lands segir Nuno svo ekki vera. „Fólk er almennt mjög forvitið um Ísland. Í gegnum tíðina hef ég verið mikið í sambandi við erlenda tónlistar- menn og þeir hafa jafnvel verið til í að lækka launakröfur sínar til þess að geta tekið að sér verkefni hér. Þannig það ætti ekki að vera vandamál að lokka fólk hingað.“ Sérstakt kynningarteiti verð- ur á skemmtistaðnum Austur 12. desember ásamt ljósmyndasýningu sem ber yfirskriftina Fashion Ima- gery: Native Eye. Þar verða sýnd verk eftir íslenska tískuljósmynd- ara sem hafa verið að gera það gott á erlendri grundu. sara@frettabladid.is Rökkur lætur á sér kræla RÖKKUR Nuno da Palma og Bóas Kristjánsson hafa sett á laggirnar framleiðslufyrir- tækið Rökkur Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 20% afsláttur af Guinot snyrtivörum í dag og á morgun.* Frábær jólatilboð fyrir dömur og herra. Snyrtifræðingar okkar veita þér faglega ráðgjöf. Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 50d, s. 553-5044 * Gildir ekki af öðrum tilboðum. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 9 2 1 3 8 Höfðabakka 9 & Skipholti 19 Sími 577-1300 Í tilefni af „Thanksgiving“ Í tilefni af þakkargjörðarhátíðinni, Thanksgiving, sem haldin er hátíðleg í Ameríku, bjóðum við upp á ekta, klassíska kalkúnaveislu sem slær allt út. Grilluð kalkúnabringa kjöt- og brauðfylling, maís, eplasalat, trönuberjasulta og „gravy“. Verð 2.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.