Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 74
42 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Mynddiskur ★★★ Atvinnumennirnir okkar Leikstjóri: Hannes Þór Halldórsson Áhugaverðir Atvinnumenn Sjónvarpsþættirnir Atvinnumennirnir okkar sem voru sýndir á Stöð 2 Sport fyrr á árinu eru komnir á mynddisk. Í þáttunum skyggnist Auðunn Blöndal á bak við tjöldin hjá sex af okkar þekktustu atvinnumönnum í útlöndum. Hann spyr þá út í lífið og tilveruna og talar við æfingafélaga þeirra og maka til að fá betri mynd af þeim sem persónum. Í bland við samtölin eru þættirnir kryddaðir með Innlits útlits-pælingum þar sem stjörnurnar leiða Audda um glæsileg híbýli sín og sýna honum rándýr leikföng sín. Kannski ekki eitthvað sem allir hafa áhuga á að sjá í miðri kreppu. Auddi stendur sig ágætlega sem spyrill. Er hress og skemmtilegur þótt stundum hefði hann mátt kafa dýpra ofan í persónuleika atvinnumannanna. Hvað drífur þá áfram? Hvaðan kemur íþróttaáhuginn? Trúa þeir á æðri mátt? Gaman hefði líka verið að fá viðbrögð frá foreldrum þeirra en líklega var bara ekki pláss fyrir þetta allt saman. Þátturinn um Ólaf Stefánsson stelur senunni sem sá fyndnasti. Allir eru þættirnir samt áhugaverðir og veita manni góða innsýn inn í líf þessara miklu afreksmanna. Þar spilar tónlistarvalið og myndatakan einnig stóra rullu. Aukaefnið er síðan af ýmsum toga og nokkuð misjafnt eins og gengur og gerist. Neyðarlegt er að sjá hverja fótboltastjörnuna á fætur annarri neita Audda um viðtal og þátturinn um Pétur Jóhann var ekkert sérlega fyndinn. Annars eru Atvinnumennirnir okkar fyrst og fremst vandaðir þættir sem flestir íþróttaáhugamenn ættu að hafa gaman af. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Vandaðir þættir sem flestir íþróttaáhugamenn ættu að hafa gaman af. Sigríður Dögg Arnardóttir hefur stundað meistaranám í kynfræði við Curtin-há- skólann í Perth í Ástralíu undanfarið ár. Samhliða náminu hefur hún haldið úti bloggsíðu um námsefnið þar sem hún fjallar um kynlíf og tengd mál á hispurslaus- an hátt. Sigríður Dögg flutti heim fyrir stuttu og mun dvelja hér á meðan hún skrifar lokaritgerð sína, auk þess sem hún tekur meðal annars að sér kynfræðslu í skólum. Meist- araritgerð Sigríðar Daggar mun fjalla um áhrif ófrjósemi á íslenska karlmenn, sem hefur að hennar sögn lítið verið fjallað um. „Flestar rannsóknir einblína á áhrif ófrjó- semi á konur, en áhrif þess á karl- menn hafa lítið verið rannsökuð. Ég hef verið að ráðfæra mig bæði við sálfræðinga og lækna hér heima auk þess sem ég er með leiðbein- anda úti í skólanum í Perth.“ Samhliða ritgerðarskrifum mun hún taka að sér að halda fyrir- lestra um kynlíf og tengd málefni og nýverið hélt hún slíkan fyrirlest- ur fyrir stúlkur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Mér fannst þetta ótrúlega gaman og það er magn- að að sjá hversu ólíka sýn þessar stúlkur höfðu á kynlíf. Þær hugs- uðu meira um hvernig ætti að full- nægja karlmanni en hvernig þær ættu að fullnægja sjálfri sér. Við spjölluðum einnig mikið um saflát kvenna og G-blettinn, en það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið,“ segir Sigríður Dögg og bætir við að hún hafi orðið vör við mikinn áhuga fólks á efnum tengd- um kynlífi. Hún segist vera bókuð til að koma fram á karlakvöldi á næst- unni auk þess sem hún mun vera með innlegg í sjónvarpsþætti. „Það er augljóst að það vantar ekki áhug- ann hjá landanum og það er mjög fjölbreyttur hópur fólks sem deil- ir þessum áhuga,“ segir Sigríður Dögg að lokum. Áhugasamir geta nálgast Sig- ríði Dögg í gegnum vefsíðu hennar www.siggadogg.is. sara@frettabladid.is Skoðar ófrjósemi karla KOMIN HEIM Sigríður Dögg Arnardóttir stundaði meistaranám í kynfræði í Perth. Hún segir ekki algilt að konur séu með G-blett og að lítið hafi verið fjallað um áhrif ófrjósemi á íslenska karlmenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.