Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 78
46 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse
Berlin, segir að Rúnar Kárason hafi staðið sig vel það sem af er
fyrsta tímabili hans í Þýskalandi. Dagur er einnig á sínu fyrsta ári
hjá félaginu en hann er einnig þjálfari austurríska landsliðsins.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu hefur honum verið boðið að
halda áfram því starfi eftir að EM í handbolta lýkur þar í landi í
lok janúar næstkomandi.
Dagur segir að það hafi því verið nóg að gera hjá sér
en að vel gangi að sameina þessi tvö störf.
„Füchse Berlin er á því róli sem reiknað var með. Við
erum núna í tíunda sæti en liðið endaði í því sæti á síðasta
tímabili. Við erum nokkurn veginn á pari,“ segir Dagur.
„Við höfum mætt sterkustu liðum deildarinnar á heima-
velli, sem hefur verið nokkuð strembið, en við erum búnir
að spila vel á útivelli og vinna nokkra góða útisigra.“
Rúnar hefur fengið þó nokkuð að spila með liðinu og
segir Dagur að hann hafi staðist þær væntingar sem gerðar
hafi verið til hans.
„Hann ber þess merki að vera ungur og óreyndur í
svona sterkri deild og frammistaða hans verið nokkuð ójöfn.
Hann hefur átt þrælfína innkomu í sumum leikjum en stundum
ekki fundið taktinn. En hann á eftir að vaxa enda duglegur að
æfa og er áhugasamur,“ segir Dagur.
Rúnar er sem stendur annar kostur í stöðu skyttunnar hægra
megin hjá Degi en hollenski landsliðsmaðurinn Mark
Bult hefur verið byrjunarliðsmaður til þessa. „Hann
hefur verið lengi í deildinni og er ágætlega sterkur
varnarmaður – hann græðir á því. En þegar það
kemur hjá Rúnari mun hann veita Bult verðuga
samkeppni. Það er ekki nokkur spurning um
að Rúnar sé á réttri leið.“
Dagur segir að heilt yfir sé hann nokkuð
sáttur við gengi liðsins til þessa. „Markahæsti
maður liðsins á síðustu leiktíð, Pólverjinn Michal
Kubisztal, missti af upphafi tímabilsins vegna brjós-
kloss og hefur enn ekki náð sér almennilega á strik.
Það hefur verið erfitt að fylla hans skarð en þetta
hefur þó gengið ágætlega heilt yfir.“
DAGUR SIGURÐSSON: ENGIN SPURNING UM AÐ RÚNAR KÁRASON ER Á RÉTTRI LEIÐ
Rúnar hefur staðið sig vel hjá Füchse Berlin
> Fundaði með stjóra Reading
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Reading, fundaði í
gær með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni þar sem fram
kom að hann vill fá Eyjamanninn til félagsins. Gunn-
ar Heiðar er þó samningsbundinn Esbjerg til loka
tímabilsins 2011 og þurfa félögin því að komast
að samkomulagi sín á milli. „Það kemur til
greina að ég verði lánaður en þetta er nú
orðið að máli umboðsmannsins míns,“
sagði Gunnar Heiðar. „En ég var afar
ánægður hjá Reading og þetta er
fótbolti sem hentar mér mjög vel.“
FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson hafn-
aði í fyrradag nýju samningstil-
boði frá enska B-deildarliðinu
Reading. Þetta staðfesti Ólafur
Garðarsson, umboðsmaður hans.
Samkvæmt Ólafi hafa þó nokk-
ur félög á Englandi áhuga á að fá
Ívar í sínar raðir en hann hefur
verið lykilmaður hjá Reading
síðan 2003.
Ívar er nú á sínu síðasta samn-
ingsári hjá félaginu en liðið hefur
átt erfitt uppdráttar í deildinni í
ár og er nú rétt fyrir ofan falls-
væðið.
Alls eru þrír Íslendingar á mála
hjá Reading og einn til viðbótar –
Gunnar Heiðar Þorvaldsson – var
nýverið til reynslu hjá félaginu.
Gylfi Þór Sigurðsson sagði í
viðtali við Fréttablaðið að hann
myndi sennilega skrifa undir
nýjan langtímasamning við
félagið nú í vikunni en Brynjar
Björn Gunnarsson samdi við
félagið í sumar til eins árs.
„Mín mál hafa í sjálfu sér
ekkert breyst og verða samn-
ingsmálin ekkert skoðuð að
nýju fyrr en með vorinu,“ sagði
Brynjar Björn við Fréttablað-
ið.
Hann segist þó ekki sátt-
ur við hversu lítið hann hafi
fengið að spila að undan-
förnu. „Nei, vissulega ekki,
en þetta getur komið fyrir.
Liðið hefur þó verið að
spila ágætlega og maður
getur ekki kvartað
mikið á meðan svo
er. En auðvitað
vill maður fá að
spila meira.“ - esá
Ívar Ingimarsson mögulega á leið til annars félags í Englandi:
Ívar hafnaði tilboði Reading
ÍVAR INGIMARSSON
Hefur verið einn af lykil-
mönnum Reading undan-
farin ár en gæti nú verið á
leið frá félaginu.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Veig-
ar Páll Gunnarsson bindur vonir
við að tæplega árs löng þrauta-
ganga hjá franska félaginu Nancy
sé senn á enda en útlit er fyrir að
hann snúi aftur á fornar slóðir til
norska félagsins Stabæk. Viðræð-
ur á milli Nancy og Stabæk standa
nú yfir og Veigar Páll á jafnvel von
á því að gengið verði frá málum á
allra næstu dögum.
„Þetta er ekki hundrað prósent
gengið í gegn enn þá en viðræð-
urnar eru langt komnar og ég bind
vonir við að gengið verði frá þessu
um helgina eða strax eftir helgi,“
segir Veigar Páll.
Talið er að Nancy hafi þurft að
punga út tæpum fimmtán milljón-
um norskra króna fyrir Veigar Pál
og hann skrifaði undir þriggja og
hálfs árs samning við félagið en
hefur síðan lítið fengið að spreyta
sig.
Ekki hefur verið staðfest hvort
Stabæk sé að borga mikið fyrir að
fá Veigar Pál aftur í sínar raðir
en ljóst þykir að Nancy leggur
áherslu á að losna við Veigar Pál
af launaskrá hjá sér og hann hefur
fengið leyfi til að hætta að æfa
með franska félaginu til að ganga
frá sínum málum.
Leiðinlegt að fá ekki að vinna
vinnuna sína
„Stabæk sýndi áhuga á að fá mig
aftur og Nancy tók vel í það þar
sem félagið hefur greinilega ekki
not fyrir mig og ég er ekki einu
sinni að æfa með liðinu núna.
Nancy er því í raun og veru bara
að reyna að losna við mig af launa-
skrá hjá sér. Ég veit ekkert hvort
Stabæk sé tilbúið að borga ein-
hvern pening fyrir mig en ef svo
er þá er það ekkert í líkingu við
það sem Nancy greiddi fyrir mig
fyrir tæpu ári. Það er annars ljóst
eins og staðan er núna að Nancy
er bara að henda peningum með
því að borga mér laun og nota mig
ekki einu sinni.
Ég sjálfur er vissulega búinn
að koma vel út úr þessu fjárhags-
lega séð en ekki fótboltalega og
ég hugsa að í heildina sé ég búinn
að spila kannski svona tíu leiki á
þessu tæpa ári. Þá er ég að tala
um leiki í öllum keppnum með
bæði aðal- og varaliði félagsins.
Fótboltinn er náttúrlega vinn-
an mín og það er leiðinlegt ef
maður fær ekki að vinna vinnuna
sína. Ég var alveg búinn að sjá
að það skipti engu máli hvort ég
hefði verið bestur á æfingum með
félaginu í tvo mánuði samfleytt;
ég fengi hvort sem er ekki tæki-
færi til þess að spila,“ segir Veig-
ar Páll.
Þarf að finna neistann aftur
„Það er því nauðsynlegt að ég
komist eitthvert annað og það er
náttúrlega frábært að Stabæk vilji
fá mig aftur því þar þekki ég allt
og alla og veit nákvæmlega hvað
ég er að fara út í.
Ég þarf að komast á stað þar
sem ég get byggt upp sjálfstraust-
ið og fundið neistann og fótbolta-
gleðina aftur og Stabæk er auðvit-
að tilvalinn staður til þess,“ segir
Veigar Páll að lokum.
Hann lék í fimm ár með Stabæk
og kvaddi liðið með meistaratitli í
fyrra en það var fyrsti meistara-
titill í sögu félagsins.
omar@frettabladid.is
Vongóður um
að þetta gangi
Veigar Páll Gunnarsson er mjög líklega að snúa aft-
ur til liðs við Stabæk eftir dapra ársdvöl hjá Nancy.
VEIGAR PÁLL Sést hér á æfingu með franska félaginu Nancy. NORDIC PHOTOS/AFP