Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 80

Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 80
 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR GÓÐAR FRÉTTIR Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur- horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg. Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði. Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Patreksfjörður Bakkafjörður Raufarhöfn Sauðárkrókur Víðigerði Stöðvarfjörður Skagaströnd Hrísey Grundarfjörður Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði: Nú er Fréttablaðið aðgengilegt hringinn í kringum landið. Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi Bakkafjörður Mónakó Baula Verslun Blönduós N1 Potturinn og pannan Dalvík N1 – Olís Egilsstaðir N1 Eskifjörður Shell skáli Kría veitingastaður Fellabær Olís Hella Olís Hellissandur Hraðbúð N1 Shell Húsavík N1 – Olís – Shell skáli Hvolsvöllur N1 – Söluskálinn Björk Höfn N1 – Olís Ísafjörður N1 Kópasker Búðin Kópasker Hrísey Eyjaljósið Neskaupstaður Olís Ólafsfjörður Olís Ólafsvík N1 – Olís Patreksfjörður Grillskálinn Patreksfirði N1 Raufarhöfn Verslunin Urð Reyðarfjörður N1 – Olís – N1 Rif Umboð Shell / Tandur Sauðárkrókur N1 – Shell skáli Hlíðarkaup Siglufjörður Olís Skagaströnd Olís Staðarskáli N1 Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður Víðigerði Verslunin Víðigerði Vík N1 Vopnafjörður N1 Þórshöfn N1 Allt sem þú þarft... Hægt er að fá Fréttablaðið sent frítt í tölvupósti á morgnana eða nálgast það á Visir.is. Grundarfjörður Hrannarbúð KÖRFUBOLTI Körfuknattleikssam- bandið bauð upp á nýbreytni þegar Stjörnuliðin voru valin fyrir Stjörnuleik KKÍ sem fram í Dal- húsum í Grafarvogi 12. desember næstkomandi. Þjálfarar tveggja efstu liða Iceland Express deild- anna völdu liðin í beinni útsend- ingu á Sporttv þar sem þeir skipt- ust á að velja og höfðu aðeins sex mínútur til umráða. Sigurður Ingimundarson stjórn- ar Iceland Express-liðinu og Guð- jón Skúlason stjórnar Shell-lið- inu í karlaleiknum. Hjá konunum stjórnar Benedikt Guðmundsson Iceland Express-liðinu en Ágúst Björgvinsson stjórnar Shell-lið- inu. Aðeins fimm erlendir leik- menn voru valdir í Stjörnuleik karla og athygli vakti að nokkrir sterkir leikmenn fengu ekki náð fyrir augum þjálfaranna Sigurð- ar Ingimundarsonar og Guðjóns Skúlasonar. Menn eins og Darrell Flake, Amani Daanish og Tommy Johnson voru ekki valdir en flest- ir sakna þó örugglega mest Kefl- víkingsins Rashon Clark sem er mikill tilþrifakóngur og þekktur fyrir glæsilegar troðslur sem eru einmitt vel þegnar í Stjörnuleikj- unum. Það skiptir bandarísku leik- mennina miklu máli að vera vald- ir í þennan leik því þeir nota það til að skreyta hjá sér ferilskrána. Þessir fjórir eru því örugglega ekkert allt of ánægðir með Sig- urð og Guðjón. - óój Lið Sigurðar Ingimundarsonar: Magnús Þór Gunnarsson, Justin Shouse, Semaj Inge, Ragnar Nat- hanielsson, Jóhann Árni Ólafsson, Nemanja Sovic, Marvin Valdi- marsson, Brynjar Þór Björnsson, Christopher Smith, Svavar Birgisson, Fannar Freyr Helgason, Þröstur Leó Jóhannsson. Lið Guðjóns Skúlasonar: Hörður Axel Vilhjálmsson, Andre Dab- ney, Ægir Þór Steinarsson, Hlynur Bæringsson, Páll Axel Vilbergsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Jón Ólafur Jónsson, Jovan Zdravevski, Tómas Heiðar Tómasson, Þorleifur Ólafsson, Guðmundur Jónsson, Hreggviður Magnússon. Lið Benedikts Guðmundssonar: Heather Ezell, Signý Hermannsdóttir, Margrét Kara Sturludóttir, Hildur Sigurðardóttir, Michelle DeVault, Bryndís Guðmundsdóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Helga Einarsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir. Lið Ágústs Björgvinssonar: Shantrell Moss, Sigrún Ámundadóttir, Kristi Smith, Koren Schram, Kristen Green, Unnur Tara Jónsdóttir, Birna Valgarðs- dóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Jenny Pfieffer-Finora, Hanna Hálfdan- ardóttir, Fanney Lind. Guðmunds- dóttir, Hafrún Hálfdánardóttir. Þjálfarar liðanna í Stjörnuleikjum KKÍ völdu stjörnuliðin sín í beinni í gær: Troðslukappinn ekki valinn TILÞRIFAKÓNGUR Rashon Clark hjá Keflavík er háloftafugl mikill. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Norska gull-liðið í kvennahandboltanum er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar. HM í Kína hefst eftir rúma viku og heima í Noregi ætlast allir til að Þórir fylgi eftir velgengni liðsins undir stjórn fyrirrennara síns. Þórir tók við liðinu í sumar af Marit Breivik sem hafði stýrt lið- inu til sigurs á sex stórmótum frá árinu 1994. Breivik kvaddi norsku stelpurnar með því að stýra liðinu til sigurs á bæði Ólympíuleikunum í Peking og á EM í Makedóníu á síðasta ári. Það er þó ekki eins og Þórir þekki ekki liðið eða stelpurn- ar hann því hann var aðstoðarmað- ur Breivik frá 2001 til 2008. Það var gott hljóð í Þóri þegar Fréttablaðið náði í skottið á honum í miðjum undirbúningnum fyrir Kínaförina. „Það er alltaf mik- ill spenningur fyrir svona mót. Miðað við síðasta ár þá hafa samt verið meiri truflanir í undirbún- ingi liðsins,“ segir Þórir og bætir við: „Það hefur verið erfitt að ná að safna saman liðinu til æfinga. Það hefur verið meira basl í ár en það hefur verið síðustu ár,“ segir Þórir og það er ljóst að hann er að setja saman nýtt lið þar sem marg- ir af bestu leikmönnum síðustu ára eru ekki með. „Það er svolít- ið spennandi hjá okkur því það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu,“ segir Þórir. Meðal þeirra sem eru ekki með er fyrirliðinn Gro Hammerseng og Katja Nyberg sem eru að margra mati taldar vera tvær af bestu handboltakonum heims. Þær eru í fríi frá landsliðinu og voru ekki heldur með þegar norska liðið varð Evrópumeistari fyrir einu ári. „Það er enginn sem kíkir á það hér hvort það vanti einhverja leik- menn. Þetta er eins og á Íslandi með karlaliðið. Það eru stórar væntingar, það eru margir sem fylgjast með liðinu og það eru margir sem eiga þetta lið. Þeir vilja og óska þess að árangur sé góður. Það gerir þetta líka spenn- andi,” segir Þórir. Unnu æfingamót Norska liðið vann æfingamót um síðustu helgi þar sem tóku Þátt Króatía, Rússland og Rúmenía. „Við unnum alla þrjár leikina og við vorum að spila svona þokka- lega. Við spiluðum illa á móti Kró- ötum, ágætlega á móti Rúmen- um og síðan þokkalega vel á móti Rússunum. Það er mjög gott fyrir okkur að fá stíganda í þetta áður en við förum austur,“ segir Þórir. Norska kvennalandsliðið hefur spilað til úrslita á fjórum síðustu stórmótum og Þórir gerir sér fylli- lega grein fyrir því að það er mikil pressa á liðinu að endurtaka leik- inn nú. „Þetta verður alltaf mælt hjá manni þegar stóru mótin koma. Ef við lítum á söguna hjá liðinu þá hefur þetta gengið mjög vel að miklu leyti en það hafa verið ár inni á milli sem hafa verið slakari,“ segir Þórir en bætir jafnframt við að norsku stelpurnar hafi náð að halda sér á toppnum síðustu ár og ekki að ástæðulausu. Þurfum kannski meiri tíma „Þetta er hópur sem hefur verið mikið saman, þjálfarateymið hafði verið lengi með liðið og sömu leik- mennirnir höfðu verið lengi í lið- inu. Það var mikil samfella í þessu síðustu árin. Það er búið að hrista svolítið upp í þessu og það er að mörgu leyti gott. Það getur alveg verið að við þurfum meiri tíma en það verður samt gaman að sjá hvar við stöndum,“ segir Þórir. Norska kvennalandsliðið fer til Kína í fyrramál- ið eða viku fyrir fyrsta leik. Liðið er með Ung- verjalandi, Rúmen- íu, Japan, Túnis og Chile í riðli. Þórir leynir því ekki að það sé í hans eðli að stefna á topp- inn. „Það er stór- kostlegur munur á því að spila úrslita- leikinn eða kom- ast ekki þangað. Ég þekki mig það vel að það verður ekkert gefið eftir. Markmiðið er að vera að berjast á toppnum. Það er markmið sem er niðurneglt í norskum hand- bolta. Maður er ekkert að fara í svona mót fyrir annað en að vera að berjast um toppsætið,“ segir Þórir en leggur jafnframt áherslu á það að til þess að norska liðið nái jafnlangt nú og síðustu ár þá þurfi ungir og reynsluminni leikmenn að standast prófið. „Þetta ár er svona ár sem við þurfum til að ná góðum stíganda og þessir nýju leikmenn þurfa helst að spila skrambi vel ef við ætlum að komast í toppsætið því það hafa orðið það miklar breyt- ingar hjá okkur. Það eru duglegir og reynslumiklir leikmenn inni á milli og ef við náum góðri stemn- ingu og stíganda í þetta þá getur allt gerst,“ segir Þórir að lokum. ooj@frettabladid.is Búið að hrista svolítið upp í norska gull-liðinu Þórir Hergeirsson er að fara með norska kvennalandsliðið á sitt fyrsta stórmót sem aðalþjálfari en HM í Kína hefst eftir aðeins rúma viku. ÁTTA ÁR Þórir Hergeirsson er búinn að vera í kringum norska liðið frá 2001. MYND/NORDIC
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.