Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 86

Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 86
54 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Íslenska hönnunarmerkið E-label hefur verið til sölu í tískuverslun- inni Topshop í London undanfarn- ar vikur. Bandaríska söngkonan Beyoncé hefur nú bæst í hóp við- skiptavina merkisins. „Yfirmenn í Topshop hringdu í okkur og sögðu okkur frá því að Beyoncé væri stödd í versluninni og hefði keypt Heavy Metal legg- ings frá E-label. Við urðum auð- vitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þang- að með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáend- um. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, sem rekur E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur, en Ásgrímur Már Friðriksson hann- ar flíkurnar. Beyoncé er þó ekki eina erlenda stjarnan sem hefur versl- að við E-label því fyrrverandi samstarfskona hennar, söng- konan Michelle Williams, pant- aði nýverið sex flíkur frá fyrir- tækinu. „Við létum breyta þeim aðeins fyrir hana og mér skilst að hún ætli að klæðast fötunum á tónleikum. Það væri mjög gaman að rekast á myndir af þessum konum í fötum frá okkur í nánustu framtíð,“ segir Ásta og hlær. Beyoncé Knowles hefur verið ein vinsælasta söngkona heims síðastliðinn áratug, en hún sló fyrst í gegn árið 1997 með stúlknasveitinni Destiny‘s Child, en Michelle Williams var ein- mitt með henni í þeirri hljóm- sveit. Hún hefur ætíð vakið mikla athygli fyrir smekklegan klæðn- að og var meðal annars valin best klædda kona ársins 2009 af les- endum tímaritsins People. Auk þess rekur hún eigið hönnun- arfyrirtæki ásamt móður sinni undir nafninu House of Deréon. sara@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. dund, 6. samþykki, 8. þrí, 9. þrá, 11. hvort, 12. iðja, 14. geil, 16. nafn- orð, 17. nögl, 18. annríki, 20. tveir eins, 21. faðmur. LÓÐRÉTT 1. útihús, 3. innan, 4. hálsklútur, 5. tilvist, 7. frilla, 10. óvild, 13. segi upp, 15. lýð, 16. bjargbrún, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. dútl, 6. já, 8. trí, 9. ósk, 11. ef, 12. starf, 14. kleif, 16. no, 17. kló, 18. önn, 20. ll, 21. fang. LÓÐRÉTT: 1. fjós, 3. út, 4. trefill, 5. líf, 7. ástkona, 10. kal, 13. rek, 15. fólk, 16. nöf, 19. nn. „Nat King Cole, NOLO, Chet Baker og Nóra. Svona 50/50 blanda af Ísland/útlönd-gam- alt/nýtt. NOLO er mitt uppá- hald þessa dagana og Nóra er að gera það gott líka. Gömlu karlarnir fylgja svo með fyrir jarðtenginguna.“ Þorvaldur H. Gröndal, trommari og starfs- maður Hins hússins. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 300.000 krónur á mánuði. 2 935.000 krónur fyrir dagvinnu. 3 Einar Skúlason. Bækurnar Sökn- uður – Ævisaga Vilhjálms Vilhjálms- sonar og Sjúddirarí rei – Endurminningar Gylfa Ægissonar eru uppseldar hjá útgefand- anum Senu. Byrjað er að prenta ný upplög sem eru væntanleg í verslanir í lok næstu viku. Söknuði hefur nú þegar verið dreift í þrjú þúsund eintökum og Sjúddirarí rei í tvö þúsund eintök- um en aðeins eru tvær vikur síðan bækurnar komu út. Hin vandaða kaffiborðsbók 100 bestu plötur Íslandssögunnar fer einnig mjög vel af stað í sölu. Hún var prentuð í tvö þúsund eintökum og talið er að um 1.600 hafi þegar selst. Árlegur viðburður hjá RÚV er hin svokallaða leynivinavika en þar eignast starfsmenn Ríkissjónvarps- ins sannkallaðan leynivin sem fær það hlutverk að vera góður og hlaða á skjólstæðing sinn gjöfum. Eva María Jónsdóttir virðist hafa dottið í lukkupottinn með sinn leynivin því sá ku víst hafa laumað til hennar svörtu súkkulaði og ávaxtasafa úr líf- rænt ræktuðum afurðum með fögrum orð- sendingum. Það kemur síðan í ljós í dag hver þessi næmi leynivinur sjónvarpskon- unnar er. FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er bara búin að vera í búðum frá því að ég opnaði síð- una á mánudaginn,“ segir Elísa- bet Gunnarsdóttir. Hún hefur nú opnað vefsíðu þar sem hún gefur Íslendingum möguleika á að versla í öllum helstu tískuvöruverslun- um í Svíþjóð og sendir fólki vör- urnar heim. Þá getur fólk ýmist verslað sjálft í netverslunum búða sem senda ekki til Íslands í gegnum heimilisfang Elísabetar, eða beðið hana að kaupa tiltekn- ar vörur og senda sér gegn vægu þjónustugjaldi. „Ég held að það hafi tíu þúsund manns heimsótt síðuna fyrsta sólarhringinn og ég er búin að fá mjög margar pantanir. Ég er bara nýflutt hingað út, en kærastinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, er að spila handbolta með HK Drott. Ég er búin að vinna hjá NTC í mörg ár heima og verið mikið í kringum föt og tísku frá því að ég man eftir mér. Mér fannst þetta henta mjög vel fyrir mig núna þar sem ég er í fæðingarorlofi. Þetta hentar líka vel núna í ástandinu heima, því 2007 gátu allir skellt sér í verslunarferðir, en nú er það ekki lengur inni í myndinni,“ útskýrir Elísabet og segist mest hafa verið í skókaupum fyrir við- skiptavini síðustu daga. „Ég tek 2.500 krónur fyrir að kaupa flík eða vöru og svo bæt- ast við 1.000 krónur við fyrir hverja flík sem ég kaupi í viðbót auk sendingarkostnaðar, en tekn- ar eru 2.500 krónur ef verslað er í netverslun og sent á mitt heimil- isfang, óháð fjölda vara. Allir hafa verið mjög sáttir við þetta og mér finnst þetta rosalega gaman. Ég hef ekki efni á að kaupa allt sem mig langar í svo það er flott að geta gert það fyrir aðra,“ bætir hún við. Frekari upplýsingar má sjá á síðu Elísabetar, elisabet- gunnars.tk. - ag Hjálpar Íslendingum að versla VERSLAR OG SENDIR Elísabet gefur Íslendingum tækifæri á að versla í búðum á borð við H&M, Gina Tricot, Din sko, Acne og Monki og sendir þeim vöruna heim. „Bókin kemur út á mánudaginn,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir um væntanlega myndasögu- bók sína Alhæft um þjóðir. Bókin er gefin út af bókaforlaginu Okei bæ-kur og er hluti af bóka- flokki sem kallast Litlu sætu. Lóa er söngkona í hljómsveitinni FM Belfast og segir hugmyndina að Alhæft um þjóðir hafa fæðst á einu tónleikaferðalagi hljómsveitarinn- ar. „Einn í hópnum var alltaf að draga álykt- anir eftir að við vorum búin að vera korter í einhverri borg og út frá því spannst grín um hvernig fólk alhæfir oft um þjóðir. Fólk á það til að gera þetta alveg grimmt. Þetta er svolítið eins og ég hafi dregið ályktun út frá einhverjum einum atburði sem ég hef séð gerast,“ útskýrir Lóa. „Þetta eru bara skrítnir brandarar og von- andi eru einhverjir af þeim fyndnir fyrir aðra en mig og mömmu,“ bætir hún við og brosir. Lóa hefur í mörgu að snúast um þessar mund- ir því auk útgáfu bókarinnar er tónleikaferða- lag fram undan. „Við erum að fara til Þýska- lands í dag og Frakklands þarnæstu helgi. Við förum í þrjár styttri ferðir fyrir jól, en lengri tónleikaferðalög hefjast eftir áramót. Þá mun platan sem við gáfum út í fyrra koma út í Evr- ópu og Bandaríkjunum,“ segir hún. - ag Söngkona gefur út myndasögubók ALHÆFIR UM ÞJÓÐIR Myndasögubók Lóu Hjálmtýs- dóttur er góðlátlegt grín um hvernig fólk á það til að alhæfa um þjóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR: DESTINY‘S CHILD Í ÍSLENSKRI HÖNNUN Beyoncé klæðist E-label ÁNÆGÐAR Ásta Kristjánsdóttir segir fréttirnar af innkaupum Beyoncé mjög ánægjulegar en söngkonan hefur dvalið í Lond- on ásamt eiginmanni sínum, Jay-Z. Beyoncé þykir hafa einstaklega góðan fatasmekk og var valin best klædda kona ársins 2009 af lesendum People. Leggingsbuxurnar, Heavy Metal, sem Beyoncé keypti eru sérstaklega vinsælar í Bretlandi um þessar mundir. TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 990 XL Humar Túnfi skur Skelfl ettur humar Klaustursbleikja Þorskhnakkar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.