Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 8
8 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sjö íslensk folöld eru á lang- ferðalagi um þessar mundir. Hver er áfangastaðurinn? 2 Hvar er fimmtánda loftslags- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem hófst í dag, haldin? 3 Hvað heitir söngvarinn í hljómsveitinni The Virgin Tongues sem slasaðist illa hér á landi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 KAUPMANNAHÖFN Niðrandi ummæli á bloggsíðu danskrar lögreglukonu um innflytjendur frá Mið-Austur- löndum urðu til þess að henni var sagt upp í gær. Áður hafði hún hlotið dóm fyrir að hafa brotið lög sem banna niðrandi ummæli um minnihluta- hópa á opinberum vettvangi. Konan taldi sér til málsbóta að hún hefði ekki vitað að allir gætu lesið bloggsíðuna hennar, sem hún sagði ætlaða vinum sínum. Forsaga málsins var sú að konan var kölluð til vinnu um helgi þegar hún átti að vera í fríi í febrúar í fyrra. Mikið var að gera hjá lög- reglunni í Kaupmannahöfn þá vegna innflytjenda, sem höfðu meðal annars kveikt í ruslatunn- um og bílum. Samkvæmt vefsíðu dagblaðsins Politiken íhugar konan að áfrýja máli sínu til hæstaréttar en hún hefur verið dæmd sek á tveimur neðri dómsstigum landsins. - sbt Dönsk lögreglukona talaði niður til innflytjenda: Rekinn vegna um- mæla á bloggsíðu ORKUMÁL Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa rúmlega fjórfaldast frá árslokum 2005, síðasta heila árinu sem Reykjavíkurlistinn var við völd, segir Sigrún Elsa Smáradóttir, full- trúi Samfylkingarinnar í stjórn OR. Sigrún segir útilokað að skýra þessa gríð- arlegu skuldaaukningu með hruni krónunnar einu. Nærtækara sé að líta til framkvæmda- hraða undanfarinna ára. Sigrún segir skuldir OR, uppreiknaðar á verðlag í júní 2009, hafa numið 55,1 milljarði króna í árslok 2005. Í dag standi þær í 231 milljarði króna, sem sé ríflega fjórföldun á fjórum árum. Í Markaðspunktum, sem greiningardeild Arion banka sendi frá sér í gær, kemur fram að skuldir OR hafi tvöfaldast vegna gengisfalls krónunnar eftir að kreppan skall á. Á móti komi að vaxtalækkanir erlendis hafi dregið úr vaxtakostnaði fyrirtækisins í erlendri mynt. Lánshæfi OR sé í ruslflokki, sem muni gera endurfjármögnun lána og nýjar lántökur dýr- ari og erfiðari en ella. Þessi erfiða staða OR mun sníða fyrirtæk- inu verulega þröngan stakk á næstu misserum nema nýtt eigið fé verði sett í fyrirtækið, eða krónan styrkist verulega. Hvorugt er líklegt á næstunni, að mati greiningardeildar Arion. Að mati greiningardeildarinnar er svig- rúm OR til nýrra fjárfestinga á næstunni afar þröngt, nema með aukinni lántöku. Það sé aftur óæskilegt hjá svo skuldsettu fyrir- tæki. Þá sé svigrúm fyrirtækisins til að greiða arð mjög takmarkað, og óeðlilegt væri ef til arðgreiðslna kæmi á sama tíma og skuldsett einkafyrirtæki séu að auka hlutafé sitt og vinna að frekari endurskipulagningu. Erlend lán námu samkvæmt síðasta árshlutareikningi 206 milljörðum króna. Af því eru um áttatíu milljarðar á gjalddaga næstu fimm árin, segir í Markaðspunktum Arion banka. - bj Ekki hægt að kenna hruni krónunnar um allan vanda OR segir fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn fyrirtækisins: Segir skuldir OR hafa fjórfaldast frá 2005 HELLISHEIÐI Svigrúm Orkuveitu Reykjavíkur til nýrra fjárfestinga á næstunni er afar þröngt að mati greining- ardeildar Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leiga í Soginu hækkar Stangaveiðifélag Reykjavíkur þarf að borga hærri leigu fyrir veiðiréttindi í Soginu í samræmi við áður gerða samninga. Vegna efnahagsþrenging- anna óskaði félagið eftir því að leigan vegna sumarsins 2010 myndi ekki hækka en sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps hafnaði þeirri ósk. SVEITARSTJÓRNIR Friðarsiglingum lýkur Síðasta friðarsigling ársins út í Viðey verður í kvöld. Siglingarnar eru farnar í tengslum við friðarsúlu Yoko Ono, og siglt hefur verið öll kvöld frá 9.okt- óber, þegar kveikt var á Friðarsúlunni. Lagt er af stað klukkan átta og siglt í land klukkan tíu. REYKJAVÍK VIÐSKIPTI Fjárhagsleg endurskipu- lagning sparisjóðsins Byrs er vel á veg komin og er nú beðið þess að eiginfjárframlagið sem óskað var eftir hjá ríkinu í vor skili sér. Það er lokahnykkurinn á endurskipulagn- ingu sparisjóðsins. Í framhaldinu verður eiginfjárhlutfall sparisjóðs- ins í samræmi við reglur Fjármála- eftirlitsins. Hlutfallið hljóðar upp á átta prósenta eiginfjárhlutfall. Jón Finnbogason sparisjóðsstjóri segir stjórnina hafa átt gott sam- starf við bæði Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið auk kröfuhafa. „Við bindum miklar vonir við að niðurstöður muni liggja fyrir innan nokkurra vikna,“ segir hann. Málið sé í eðlilegum farvegi. Fjármálaráðuneytið hnykkti á því sömuleiðis í gær. Í tilkynningu frá því sagði að ráðuneytið ynni með efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu að leiða endurskipulagningu spari- sjóðanna til lykta. Í ofanálag sagði Samband íslenskra sparisjóða auð- velt að sýna fram á að það kostaði þjóðfélagið 80 til 120 milljarða að leggja sparisjóðunum ekki til tut- tugu milljarða króna eiginfjár- framlag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kostnaður ríkisins við eiginfjárframlag til Byrs næmi tæpum ellefu milljörðum króna. Það er tveimur milljörðum meira en ríkið lagði í Arion banka og Íslands- banka samanlagt þegar upp var staðið. Björgun Byrs væri kostn- aðarsöm aðgerð og hagkvæmara kynni að vera að annað fjármála- fyrirtæki tæki yfir starfsemi spari- sjóðsins. Stofnfjáreigendur í Byr eru margir mótfallnir því að ríkið leggi honum til fé enda ljóst að stofnfjár- eign þeirra í sparisjóðnum muni verða að nær engu. Tveir þriðju hlutar stofnfjáreigenda þurfa að samþykkja ríkisleiðina. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja stöðu sparisjóðanna almennt sterka úti á landi og sinni þeir hlutverki sínu almennt vel. Hins vegar þurfi að sníða stakk eftir vexti. Fjármálakerfi landsins sé enn of stórt og því þurfi að finna hagkvæmar leiðir til að skera það niður. jonab@frettabladid.is BYR Þótt stjórn sparisjóðsins hafi óskað eftir eiginfjárframlagi frá ríkinu til að bæta stöðuna eru dæmi um að stofnfjáreigendur séu því mótfallnir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Byr segir allt tilbúið og rík- isfjárins beðið Stofnfjáreigendur eru ekki áfjáðir í að ríkið leggi fé í Byr. Endurskipulagning miðar við að féð skili sér. Samband íslenskra sparisjóða segir þjóðfélagið geta tapað 120 milljörðum hjálpi ríkið ekki sjóðnum. Við bindum miklar vonir við að niðurstöður muni liggja fyrir innan nokkurra vikna JÓN FINNBOGASON SPARISJÓÐSSTJÓRI VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.