Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. desember 2009 11 SAMGÖNGUR Ríkið hyggst styrkja færri ferðir en áður með ferjum, flugvélum og áætlunarbíl- um. Vegagerðin áætlar að spara með þessu á bilinu 130 til 140 milljónir króna á næsta ári. Ætlun Vegagerðarinnar er að styrkja viku- lega tólf ferðir Herjólfs til Vestmannaeyja í stað fjórtán eins og verið hefur á þessu ári. Ríkisstyrktar ferðir með Breiðafjarðarferj- unni Baldri verði sex í stað sjö. Tvær ferðir verða með Grímseyjarferjunni Sæfara í stað þriggja. Hríseyjarferjan Sævar fær greitt með 38 ferðum á viku í vetur í stað 44 áður. Að sum- arlagi verða 63 ferðir styrktar í stað 77 ferða. Þá verður hætt að styrkja Mjóafjarðarferj- una að sumarlagi og í skoðun er að hætta að styrkja þær tvær ferðir sem nú eru styrktar til Vigurs og Æðeyjar. Í áætlunarflugi verða áfram styrktar fjórtán ferðir vikulega milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja fram til 1. ágúst en þá verður styrkjunum hætt. Tvær ferðir verða áfram til Gjögurs fyrir utan að á tímabilinu júní til september verður aðeins ein ferð styrkt. Í stað sex ferða á viku til Sauðárkróks verða fimm ferðir styrktar og átta ferðir á Höfn í Hornafirði í stað níu áður. Þá verður dregið saman í styrkjum á ýmsum sérleyfisleiðum áætlunarbíla. „Rétt er að minna á að rekstraraðilum er að sjálfsögðu heimilt að fara fleiri ferðir þótt Vegagerðin styrki þær ekki,“ bendir Vegagerðin á. - gar Spara á 140 milljónir króna með lækkun styrkja til almenningssamgangna: Ríkið veitir minna fé í rútur, ferjur og áætlunarflug GRÍMSEYJARFERJAN SÆFARI Niðurskurður Vegagerðarinnar bitnar meðal annars á þeim sem sigla með Grímseyjar- ferjunni því styrktar ferðir verða aðeins tvær á viku í stað þriggja. MYND/FREYR ANTONSSON Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.* Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans eða í síma 800 7000. Sex vinir alveg óháð kerfi Sími Netið SjónvarpÞað er800 7000 • siminn.is Hengjum okkur ekki í smáatriði! Vinátta – alveg óháð kerfi. ÍRAK, AP Kosningum sem halda átti í Írak 16. janúar næstkomandi verður að líkindum frestað um 45 daga, til 27. febrúar. Kjörnefnd landsins lagði til að kosningunum yrði frestað til að frambjóðendur fengju betri tíma til að aðlagast nýjum kosn- ingareglum sem samþykktar voru nýverið. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að tillögur nefndarinnar um kjördag verði samþykktar. Sérfræðingar óttast að breyt- ingin verði til að seinka því að bandarísk stjórnvöld dragi her- afla sinn frá landinu. Áformað hafði verið að hefja brottflutning þeirra 120 þúsund hermanna sem nú eru í Írak um miðjan mars. Þau áform gætu nú verið í uppnámi, en ekki hafði verið tilkynnt um frestun brottflutningsins í gær. - bj Kosningum í Írak frestað: Líklega kosið í lok febrúar SVEITARFÉLÖG Hugmyndir sveitarfé- laganna um styttingu kennslutíma í grunnskólum munu í fyrsta lagi ná fram að ganga næsta haust. Að sögn Hall- dórs Halldórs- sonar, formanns Sambands íslenskra sveit- arfélaga, hefur menntamálaráð- herra ekki gefið sveitarfélögun- um endanlegt svar um hvort hún ætli að koma til móts við hugmyndir þeirra um að breyta lögum til að stytta lág- markskennslutíma í grunnskóla um 3-4 kennslustundir á viku. Halldór segir þó ljóst að breyt- ingarnar muni í fyrsta lagi taka gildi í byrjun nýs skólaárs næsta haust. Sveitarfélögin eru nú að ljúka við að afgreiða fjárhagsáætl- anir sínar vegna 2010 og miðast þær við óbreytt lágmark kennslu- stunda fram á vorið. Halldór segir að ef verði muni sveitarfélögin nýta sér heimild til að draga úr kennslu í mismiklum mæli. Sum sveitarfélög geti látið nægja að hagræða í rekstri grunn- skóla með því að hætta að ráða nýja starfsmenn í stað þeirra sem hætti. Þar sem fjárhagsstaðan sé verst geti hins vegar þurft að draga úr kennslutíma til að ná nauðsynlegri hagræðingu. - pg Ráðherra hefur ekki svarað sveitarfélögum um lágmarkskennslu í grunnskólum: Breytingar í fyrsta lagi í haust HALLDÓR HALLDÓRSSON Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir breytingarnar taka gildi næsta haust. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR STJÓRNMÁL Fjórir stærstu raforku- notendur landsins, Járnblendifé- lagið, Norðurál, Rio Tinto Alcan og Alcoa, ætla að greiða hluta af sköttum sínum fyrir fram og stuðla þannig að auknum fjárfest- ingum í atvinnulífinu. Greiða þau samtals 1,2 millj- arða króna árlega á næstu þremur árum upp í væntanlega álagningu á árunum 2013-2018. Samkomulag um þetta var undirritað í gær. Í framhaldi þessa mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga um íviln- anir vegna fjárfestinga á Íslandi sem ætlað er að örva fjárfestingu í atvinnurekstri. - bþs Stórnotendur raforku: Borga skatta fram í tímann ORKUMÁL Heildsöluverð raforku frá Landsvirkjun mun hækka um 4,4 prósent um áramótin. Hækkunin byggir á ákvæðum í langtímasamningum um breyt- ingar í samræmi við hækkandi verðlag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Á grundvelli sömu ákvæða hækkaði Landsvirkjun raforku- verð um 7,5 prósent í júlí síð- astliðnum. Þá hafði vísitala neysluverðs hækkað um 11,9 prósent, og er því Landsvirkjun nú að hækka um það sem upp á vantaði í 11,9 prósenta hækk- unina, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. - bj Gjaldskrá Landsvirkjunar: 4,4% hækkun um áramótin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.