Fréttablaðið - 08.12.2009, Page 30

Fréttablaðið - 08.12.2009, Page 30
 8. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hans Mjúkir pakkar eru vísir með að hitta í mark en þó er gullna reglan sú að þekkja vel smekk viðkomandi áður en fest eru kaup á gjöfinni. Fréttablaðið fékk tvö pör til að fara í verslun- arleiðangur, þar sem dömurnar fengu fyrst að klæða herrana upp og svo fundu herrarnir á sig fatnað að eigin vali. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum geta pör haft ólíkar hug- myndir um hvað klæðir herrann best. Afslappað eða uppstrílað Erna Björk Sigurgeirsdóttir, viðskiptafræðingur og sambýliskona Valgeirs, valdi á hann alklæðnað úr versluninni Kultur Menn. Skórnir eru úr smiðju Paul Smith, peysan frá Matinque, buxurnar frá Tiger og jakkinn frá Private Label. Erna þekkir augljóslega smekk síns manns, sem vill látlausan fatnað og forð- ast sterka liti. Valgeir var því að vonum ánægður með útkomuna. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi og sambýliskona Freys, valdi á hann fatnað úr verslun inni Andersen & Lauth. „Mér finnst hann flottur í James Bond stíl og hafði það til hliðsjónar þegar ég valdi fatn- aðinn, sem er hannaður undir merkjum Andersen & Lauth,“ segir Anna og bætir við að bindið og jakkinn hafi fengið að ráða ferðinni. Þess má geta að svo vel líkaði Frey útkoman að hann keypti fatnaðinn. Freyr Eyjólfsson fréttamaður segist ekki hafa neinn fast- mótaðan smekk, helst ráðist stílinn af tilefninu hverju sinni. Við þetta tilefni valdi hann sér föt í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, þar með talið gamlan breskan líf- varðafrakka, pípuhatt og svartan staf. „Mér finnst þetta bara rosalega jólaleg föt,“ segir Freyr. „Tignarlegt, hugsaði ég líka með mér, þótt ég líkist sjálfsagt Jóakim aðalönd, svona eftir á að hyggja,“ segir hann hlæjandi og bætir við að aðeins hafi tekið hann fimm mínútur að velja gallann meðan hans heittelskaða þurfti heilar 45 mínútur til þess. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður var ekkert að flækja hlutina þegar hann valdi á sig föt. Manchester United treyja í Útilífi varð fyrir valinu. „Áður en við Erna konan mín byrjuðum saman keypti ég árlega svona treyju, en það var áður en hún kenndi mér betur á tískuna,“ segir Valgeir og bætir við að fótboltatreyjur séu ekki bara flottar heldur þægilegar. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N ÓVISSUTÍMI FYRIR ÁST- FANGNA Rómantískur óvissutími er frábær jólagjöf fyrir hinn heitt elskaða, hvort sem sambandið er nýhafið eða hjónabandið hefur enst í fjörutíu ár. Það er að sjálfsögðu val hverrar og einnar hversu löngum óvissutíma hún vill eyða með sínum heittelskaða en sex tímar eru nú lágmark og sólar- hringur eða heil rómantísk helgi frá- bært. Þá er bara að nota hugmynda- flugið, það þarf hvorki að vera dýrt né umfangsmikið. Ástina er þó fallegast að sýna í verki með því að taka mið af því sem honum finnst gaman, hvort sem það er fótbolti, golf, sagnfræði eða myndlist. Það er svo aldrei að vita nema áhugi vakni á áhugamálum hins heittelskaða ef hún hefur ekki áhugann fyrir, fari hún að kynna sér þau með opnum huga. Sameiginleg áhugamál fá ástina til að blómstra. - uhj HEITAR LAUGAR læsileg bók um eitt lsta undrið í náttúru Íslands. allað er um á annað ndrað laugar um allt nd, náttúrulaugar og manngerðar laugar. auðsynleg handbók yrir alla sem ferðast um Ísland. SKRUDDA ★★★★

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.