Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 32
 8. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hans ● YLJANDI GJÖF Vönduð pressukanna, góður kaffipakki og tveir krúttlegir bollar er vinargjöf sem getur sannarlega komið sér vel og verið grundvöllur að notalegum og uppbyggilegum stund- um fyrir viðtakandann. Ekki spillir ef súkkulaði er látið fylgja með. Espresso-kanna sem hituð er á eldavél eða stungið er í samband við rafmagn gerir auðvitað sama gagn. Valið er algerlega frjálst af hálfu gefandans og úrvalið af bollum er slíkt í búðum að þar finnur hann pottþétt einhverja sem fellur fyrir. ● AÐ METAST UM TAPPATOGARA Áhugi á góðum vínum hefur aukist gríðarlega hér á landi á síð- ustu árum, ekki síst meðal karlmanna. Smökk- un og samanburður ólíkra vína er að verða að áhugamáli margra, sem og það hvers konar vín hentar með hvaða mat. Jóla- gjöfin hans í ár gæti því verið falleg tæki og tól, jafnvel hönnun sem hæfir þessu áhugamáli. Það er sama hvert áhugamálið er, að eiga bestu græjurnar, jafnvel þótt það sé bara tappatogari, fullkomnar nautnina sem viðkom- andi fær út úr áhugamálinu. Karlmenn hafa alltaf nett gaman af því að metast. ● DAÐRAÐ VIÐ LISTAGYÐJUNA Ef listamaður leynist innra með manninum þínum er tilvalið að gefa honum eitthvað sem leysir sköpunarkraftana úr læð- ingi. Blýantar og skissublokk, olíulitir, strigi, trönur, leir og tiltæk áhöld ættu að hitta beint í mark. Svo er í boði fjöldi sniðugra námskeiða í hinum ýmsu listgreinum fyrir byrjendur og lengra komna sem ættu að gleðja þinn heittelskaða, bæði á vegum einstaklinga sem og helstu listaskóla landsins. Það er ágætt að fara á Netið og kynna sér úrvalið. Matmaðurinn í lífi þínu elskar þig ef þú gefur honum eitt- hvað í jólagjöf sem þjónar ástríðum hans. Þú vilt vera réttu megin við mat- gæðinginn. Hann býður nefnilega oft í mat og eldar alveg dásamlega rétti sem hann ýmist tók úr ein- hverri stórkostlegri matreiðslubók eins og Silfurskeiðinni, stal frá Jóa Fel í sjónvarpinu og betrum- bætti „a la moi“ með trufflusvepp- um og koníaki, eða hreinlega sauð sjálfur saman úr úrvalshráefni, kryddum og hugmyndaflugi. Besta gjöfin, bæði frá þínum bæjardyrum og hans, er að við- halda þessari ástríðu með því að gefa honum eitthvað sem vekur nýjar og áður ókannaðar bragð- lendur í munni þessa lífsnautna- manns. Framandi krydd, úrval af framandi salti og óvenjulegar olíur renna ljúflega inn í hjarta matgæðingsins í lífi þínu. Matargerðaráhöld eru líka vel þegin. Íslenski leirpotturinn sem gerir himneskar kássur úr öllu mögulegu hráefni býður upp á endalausar samsetningar og möguleika og fallegt mortél er hagnýt heimilisprýði. Margir setja spurningarmerki við að gefa hnífa enda telja sumir það boða ógæfu en hægt er að bægja öllu slíku frá sér með því að gefa viðkomandi krónu um leið og þú afhendir pakkann og taka hana svo af honum aftur, án út- skýringa. Þá hefurðu strangt til tekið ekki gefið honum hnífinn heldur selt hann og því fylgir engin ógæfa. Áhöld til eftirréttagerðar slá líka í gegn, ísvélar og brennarar til að gera hinn vandasama eftirrétt Crème brûlée eiga eftir að gleðja þig ekki síður en hann á komandi árum. Svo má auðvitað ekki gleyma matreiðslubókunum. Bækur Nönnu Rögnvaldardóttur eru nauðsynleg eign hverjum mat- gæðingi og ekki má gleyma undir- stöðu íslenskrar eldamennsku, Matreiðslubók Helgu Sig sem er nýkomin aftur á markaðinn. Þú getur sem best gefið þér leið að hjarta matgæðingsins og þannig tryggt þér gott í gogginn allt næsta ár. - bb Leiðin að hjarta matgæðingsins Íslenskir lerkisveppir eru sannkölluð sælkerafæða. Fást í Búrinu og kosta 1.640 krónur. Íslenskur leir- pottur, frábær til hægeldunar á hverju sem er. Fæst í Kokku og kostar 25.900 krónur. Matgæðingurinn fær aldrei nóg af efni- við í sköpun sína. Helga Sig- urðardóttir – Matur og drykkur er grunnrit íslenskrar matargerðar. Unaðslegar og fram- andi hnetuolíur úr Búrinu. Þrjár í pakka kosta 2.950 krónur. Svart eða appelsínu- gult salt frá Hawaii. Svarta saltið kostar 2.250 krónur en það appelsínugula 1.950 krónur. Fæst í Búrinu, Nóatúni. Það er áfangi fyrir hvern áhugakokk að gera sitt fyrsta Crème brûlée. Brenn- arinn og fjögur form fást í Byggt og búið og kosta 5.990 krónur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.