Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 33

Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 33
jólagjöfi n hans ● fréttablaðið ● ● SÉRVALDAR HÚFUR OG HANSKAR Í desember er veðrið óútreiknanlegt og reyndar alveg fram í mars. Það sem við Frónbúar vitum er að það verður kalt, hvort sem það verður snjór, slydda, rign- ing eða frost. Hver vill að ást- inni sinni verði kalt við slíkar aðstæður? Ekki einni einustu konu! Þær vilja allar verja sinn mann kuldanum, helst sjálfar, en vitaskuld geta þær ekki öllum stundum verið til staðar til þess að hlýja ástinni sinni. Konum er samt ekki sama hvernig ástin þeirra er til fara í þeim veðurham sem guðunum hugn- ast að senda okkur hverju sinni. Það verður að vera smart, engir leppar af pabba duga. Í jóla- pakkann er því tilvalið að setja sérvaldan sixpensara eða der- húfu og fallega leðurhanska. Þá getur parið spókað sig hönd í hönd hvar sem er eftir jólin í hvaða veðri sem er. ● LÝSANDI GJÖF Góður lampi af einhverju tagi, annað hvort á borð eða gólf, er gjöf sem lýsir og ljómar. Hún hent- ar líka hverjum sem er, því allir þurfa á birtu að halda í lífinu. Þegar litið er í bók getur verið nauðsynlegt að bregða upp ljósi og handlagnir hafa sterk not af hvers kyns lömpum er þeir nostra við sín áhugamál. Hvarvetna í ljósabúðum eru eigulegir lampar og auðvelt ætti að vera að hitta á einhvern sem hentar viðtakandan- um. ● Á PERSÓNULEGU NÓTUNUM Þau eru áreiðanlega orðin fá ástarbréfin sem fara á milli fólks eftir að nútímatæknin hóf inn- reið sína. Fallegt ástarbréf er gjöf sem er sérstök, persónu- leg og ódýr. Finnið fallegt bréfsefnið og skrifið bréf til ykkar heittelskaða beint frá hjartanu með fallegum sjálfblekungi eða penna. Þá er virkilega voldugt að innsigla bréfin eins og gert var við mikilvæg bréf í gamla daga en áhöld til þess má fá í flest- um ritfangaverslunum. Einnig geta konur sett á sig rauðan vara- lit og einfaldlega innsiglað bréfið með kossi. Vel skrifað ástarbréf er gjöf sem aldrei gleymist og má endurnýja kynn- in við aftur og aftur, sérstaklega þegar í hversdagsleikanum gleymist oft að hlúa að rómantíkinni í sambandinu. Þá má finna aftur hlýja strauma í hjartanu og minn- ast góðra stunda og hlúa að ástinni. Og jafnvel skrifa annað bréf. Veðrið getur verið óútreiknanlegt á Íslandi á veturna. Eitt er þó víst, það verður kalt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 7 Ástarbréf er persónuleg gjöf sem gleður. vellíðan slökun streitulosun dekur hvíld afslöp – gefðu vellíðan Opið Mánud.–fimmtd. 6:00–21:00 Föstudaga 6:00–20:00 Laugardaga 9:00–18:00 Sunnudaga 10:00–16:00 Hilton Reykjavik Nordica Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf handa þeim sem þú vilt gleðja. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af nudd- og snyrtimeðferðum fyrir bæði konur og karla. Í heilsulindinni eru tvær ilmgufur, tveir heitir pottar þar sem boðið er upp á herðanudd, slökunarlaug og úti á veröndinni er heitur pottur og sauna. Hægt er að kaup gjafakort fyrir ákveðna upphæð í tiltekna nudd- eða snyrtimeðferð og ýmsa spa pakka. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í heilsuræktina – meðlimakort eða á hin ýmsu námskeið. Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan og er NordicaSpa heimur út af fyrir sig. gjafakort Gefðu ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.