Fréttablaðið - 08.12.2009, Page 35

Fréttablaðið - 08.12.2009, Page 35
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2009 ● EFTIRMINNI- LEG STUND Alltaf vekur lukku að gefa gjöf sem er ávísun á ánægju- lega stund og skilur eftir sig skemmtilegar minn- ingar. Ferð í leikhús fell- ur í þann flokk en mörg leikhúsanna selja gjafa- , áskriftar- eða afsláttar- kort sem hægt er fá nán- ari upplýsingar um á heimasíðum leikhúsanna eða með því að hafa sím- leiðis samband við miða- sölu. Til að auðvelda leit- ina má benda á að vef- síðan www.leikhus. is er með tengla á öll helstu at- vinnu- og áhuga- mannaleikhús á landinu, sömuleiðis fréttir úr leikhúslíf- inu, upplýsingar um helstu sýningar sem eru í gangi og þær sem eru væntanlegar á næstunni. Allir hafa þörf fyrir endurnær- ingu, slökun og dekur stöku sinn- um og hvað er þá betra en nudd og gufa? Aðgangur að slíkum þægind- um er hlýleg gjöf sem öllum kemur vel. Að láta þreytuna líða úr lík- ama og sál, finna vöðvana slakna og áhyggjurnar dvína er eftirsókn- arverð upplifun. Víða er völ á þannig munaði og því ætti að vera vandalaust að finna stað sem hentar þeim sem gjöf- in er ætluð. Einn af ákjósanlegum stöðum er Alsæla/Spa á Álftanesi þar sem boðið er upp á taílenskt nudd og gufu og einnig heitan sjó- pott uppi á svölum með útsýni yfir Skerjafjörðinn og borgina. - gun Slökun, nudd og dekur Í Alsælu/Spa á Álftanesi eru taílenskir nuddarar en áður en þeir taka til starfa er gestum gefið angandi engiferte að sötra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● BÍTLAR FYRIR ALLA Fyrr á árinu voru allar hljóðversplötur Bítlanna, auk safns laga sem ekki náðu inn á plöturnar og heyrðust einungis á smáskífum, endurunnar og gefnar út í glæsilegri geisladiskaöskju með gnótt af upplýsingum, heimildarmyndum og fleira góðgæti fyrir aðdáendur fjórmenninganna frá Liverpool. Í raun er erfitt að mæla á móti því að þessi Bítlakassi sé jólagjöfin í ár fyrir alla, konur sem karla, gamla sem unga, mennska sem ómennska og þar fram eftir götunum. Bítlarnir gerðu bestu plötur sem heyrst hafa og þær hafa aldrei hljómað betur. Að vísu kosta herlegheitin skildinginn, en aurnum þeim er vel varið. fyrir herrana Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. Ein gjöf sem hentar öllum GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 N B I h f. (L an ds ba nk in n) , k t. 47 10 0 8 -0 28 0 . EN N EM M / SÍ A / N M 39 89 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.