Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 08.12.2009, Qupperneq 44
28 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is JIM MORRISON FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1943. „Hatur er mjög vanmetin tilfinning.“ Söngvarinn og ljóðskáldið Jim Morrison fæddist í Flórída í Bandaríkjunum árið 1943. Hann var söngvari hinnar goðsagna- kenndu hljómsveitar The Doors, sem naut mikilla vinsælda á síð- ari hluta sjöunda áratugarins og í upphafi þess áttunda. Morrison lést í París árið 1971. Björn Matthíasson, hagfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, hélt upp á sjötugsafmælið sitt í júlí með því að ganga upp á hið risavaxna fjall Kilimanjaro í Tansaníu. „Því fylgdi mikil sigur- og sælutilfinning að komast upp á gígbrúnina. Ég hafði lengi gengið með þetta í maganum og það er alltaf gaman að ná svona markmiði,“ segir Björn. Hann var eini Íslendingurinn í tólf manna hópi sem tókst á við fjallið, en hinir voru frá Bretlandi. „Þetta var ágætis fólk og okkur kom vel saman. Einn þeirra var frá Plymouth í Englandi, og hann sagði mér að meðlimur í borgarstjórn- inni þar hefði átt fimmtíu milljónir punda inni á Icesave- reikningi. Það þótti mér heilmiklir peningar, en það varð enginn óvinskapur úr þessu,“ segir Björn. Kilimanjaro er 5.892 metrar á hæð og Björn slapp við hæðarveiki þá sem algengt er að fólk fái ofarlega á fjallinu. „Þetta var átta daga gönguferð. Við byrjuðum öfugu megin við uppgöngustaðinn, gengum um þrjá fjórðu hluta í kringum fjallið og hækkuðum okkur smám saman á leiðinni þannig að við vöndumst hæðinni. Þannig höfðum við gengið um 4.600 metra áður en lokaatrennan tók við, en hún var nokkuð erfið. Þetta var nokkur þolraun, en ég hef nú lent í verri veðrum og meiri áreynslu á íslenskum fjöllum,“ segir Björn. Afmælisbarnið gengur reglulega á fjöll á suðvesturhorninu með fjallgönguhópnum Toppförum og hefur gengið þrisvar sinnum á Hvannadalshnúk. Björn kynntist fjallgöngu fyrst þegar hann starfaði með Hjálparsveit skáta í kringum tvítugsaldurinn, fyrir um hálfri öld. Björn útskrifaðist með meistaragráðu í hagfræði frá Yale- háskóla í Bandaríkjunum árið 1964. Eftir það starfaði hann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í ein fimm ár. „Þar vann ég meðal annars við að lána Íslandi peninga árið 1968. Svo ég viti til er ég eini Íslendingurinn sem starfaði af hálfu sjóðs- ins í því máli, en mótaðilar hér á landi voru þeir Jónas Har- alz og Jóhannes Nordal. Síðan hefur Ísland ekki fengið lán frá sjóðnum fyrr en nú,“ segir Björn. Síðar vann Björn hjá Seðlabanka Íslands og Fríverslun- arsamtökum Evrópu (EFTA), en hefur starfað í fjármála- ráðuneytinu síðustu tvo áratugina. Hann lætur af störfum í þessum mánuði vegna aldurs. Afmælisdeginum eyðir Björn ásamt eiginkonu sinni, Heiðrúnu Guðmundsdóttur, á skipi í Karíbahafinu. kjartan@frettabladid.is BJÖRN MATTHÍASSON: SJÖTUGUR Sælutilfinning HÁPUNKTUR Björn hafði íslenska fánann meðferðis. MYND/ÚR EINKASAFNI Ástkær eiginkona mín, móðir mín, dóttir okkar og systir, Elva Dögg Pedersen Mosarima 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 13.00. Haukur Sigurðsson Alexander Hauksson Palle Skals Pedersen Sæunn Elfa Pedersen Daníel Thor Skals Pedersen Arnór Ingi Ingvarsson Kær bróðir okkar, Karl Hreiðar Mikaelsson Reynihvammi 2, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 29. nóvember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. desember kl. 13.00. Jónína Michaelsdóttir Laila Michaelsdóttir Ásta Michaelsdóttir Linda Rós Michaelsdóttir Dóra Jóhannesdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, Andres Kristinsson Þórólfsgötu 21, Borgarnesi andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 5. desem- ber. Útför verður gerð frá Borgarneskirkju laugardag- inn 12. desember kl. 14.00. Ásta Kristjana Ragnarsdóttir Ragnar Ingimar Andresson Magnea Kristín Jakobsdóttir Sigríður Andresdóttir Ingólfur Friðjón Magnússon Kristinn Grétar Andresson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Pétur H. Ólafsson Lindargötu 61, lést á líknardeild Landakotsspítala, laugardaginn 5. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Hrefna S. Pétursdóttir Hugrún Pétursdóttir Marteinn E. Geirsson Pétur K. Pétursson Anna S. Einarsdóttir Ólína Björk Pétursdóttir afabörnin og systkin hins látna. Hjartkær eiginmaður, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Sigvaldi Egill Jónsson Jarðarsbraut 29, Akranesi, lést miðvikudaginn 25. nóvember 2009 á dvalarheimil- inu Höfða Akranesi. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vin- áttu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða. Ósk G. Halldórsdóttir Hilmar Sigvaldason Helga Dóra Sigvaldadóttir Áslaug Sigvaldadóttir Móeiður Sigvaldadóttir Lárus Vilhjálmsson afa- og langafabörn. Okkar kæra, Unnur Ólöf Andrésdóttir fyrrverandi bóndi Móum, Kjalarnesi, Espigerði 2, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti fimmtudag- inn 3. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Andrés Svavarsson Þóra Stephensen Teitur Gústafsson Katrín Guðjónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Þorbjarnardóttir Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist föstudaginn 27. nóvember. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í dag, þriðjudag kl. 13.00. Ásta Bára Jónsdóttir Einar Ingi Halldórsson Þórhildur Jónsdóttir Eggert Ágúst Sverrisson Kristín Jónsdóttir Sigurður Geir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Einar Magnússon Suðurhólum 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella og Hólakirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á SÍBS eða aðra minningarsjóði. Fyrir hönd aðstandenda, Petrína Einarsdóttir Hörður Kolbeinsson Elísabet Einarsdóttir Skarphéðinn H. Scheving Einarsson Pálína Magnúsdóttir 95 ára afmæli Í dag, 8. desember, er 95 ára Dýrmundur Ólafsson Dýrmundur fæddist þann 8. desember 1914 á Stóruborg í Víðidal, V-Húnavatnssýslu. Hann gegndi lengst af starfi sem póst- fulltrúi hjá Pósthúsinu í Reykjavík. Dýrmundur hefur alla tíð verið afar hagmæltur og söngelskur. Hann og eigin- kona hans, Guðrún Sveinbjörnsdóttir frá Hnausum í Þingi, A-Húnavatnssýslu, eiga 4 börn, 16 barnabörn og 22 barnabarnabörn. Dýrmundur og Guðrún eru búsett á Hrafnistu í Hafnarfirði. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes J. Björnsson Byggðavegi 90, Akureyri, lést þann 3. desember 2009. Fyrir hönd aðstandenda, Dagný Sigurgeirsdóttir. Elskuleg móðir okkar, amma og systir, Katrín Hlíf Felixdóttir Víðihlíð, Grindavík, lést föstudaginn 13. nóvember sl. Jarðsett var í kyrrþey. Eðvarð F. Vilhjálmsson Unnur Birna Þórhallsdóttir Róbert M. Vilhjálmsson barnabörn og systkini.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.