Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 48
32 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
menning@frettabladid.is
> Ekki missa af
Ragnheiði Gröndal og hljómsveit
í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, í kvöld
kl. 20.30. Ragnheiður gaf út
geisladiskinn „Tregagás“ í byrjun
nóvember og vinnur hún þar með
íslensk þjóðlög sem eru útsett á
áhugaverðan hátt. Með Ragnheiði
leika Haukur Gröndal á klarínett,
Guðmundur Pétursson á gítar
og Birgir Baldursson og Matthías
Hemstock á slagverk. Þau verða
síðar á Akranesi í Sal Tónlistar-
skólans á morgun kl. 21 og loks í
Smiðjunni við Fiskislóð í Reykjavík
10. desember kl. 21.
Síðari flutningur Sinfóníuhljómsveitar áhuga-
manna og Kórs Neskirkju á stórvirkinu Messías
eftir Händel verður í kvöld í Neskirkju, en fyrri
flutningur var á laugardag. Einsöngvarar eru
Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórs-
dóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Ágúst
Ólafsson bassi. Steingrímur Þórhallsson
stjórnar en hann er organisti og kórstjóri
í kirkjunni. Miðasala er í Tólf tónum á
Skólavörðustíg, hjá félögum í hljóm-
sveit og kórnum og við innganginn,
en tónleikarnir hefjast kl. 20.
Messías samdi Händel 1742 og var
óratorían frumflutt í Dyflinni. Händel
hafði þá látið af óperusmíði en
snúið sér að gerð kórverka.
Óratorían er af mörgum
talin hans helsta verk. Vin-
sæl er hún og fastur liður
í starfi stærri kóra og þá
gjarnan flutt í námunda
við jólahátíðina. Handel stjórnaði flutningi á
henni margoft og hún var reyndar það síðasta
sem hann heyrði sjálfur flutt af eigin verkum en
Händel lést 1759, 74 ára að aldri. Útför hans var
sótt af þúsundum manna og hann var lagður til
hinstu hvílu í Westminster Abbey og hefur síðan
verið talinn með helstu sonum Bretlands,
þó að hann hafi verið Þjóðverji, fæddur í
Halle sem þá tilheyrði hertogadæminu
Saxlandi.
Messías hefur áður verið fluttur hér
á landi og er skemmst að minnast
flutnings á verkinu í ársbyrjun í
Hallgrímskirkju þegar óratorían var
flutt í fyrsta sinn hér á landi með
barokkhljóðfærum.
Óratorían Messías í Neskirkju
TÓNLIST Hallveig Rúnarsdóttir sópr-
an er í hópi einsöngvara sem flytja
Messías í Neskirkju í kvöld.
Leiklist ★★★★
Maríuhænan
Gestasýning í Þjóðleikhúsinu
Hugmynd og hreyfingar: Inger
Cecilie Bertrán de Lis Dansarar:
Inger Cecilie Bertrán de Lis og
Tinna Grétarsdóttir Tónlist: Karol-
ine Rising Næss
Í Kúlunni þar sem svo mörg börn
eru nú farin að kannast vel við sig,
Þjóðleikhúsi hinna alyngstu, gaf
að líta ævintýr um helgina.
Stúlka í grænum kjól með hár
eins og dúkka og bros eins og frost
stekkur um og dansar í landi án
lita. Allt í einu birtist rauð maríu-
hæna með sína stóru svörtu
punkta á bakinu. Hver litur sem
smám saman fær sitt hlutverk á
sviðinu er undurskýr og mætir til
leiks eins og um nýja persónu eða
nýja fléttu væri að ræða í öðrum
frásagnarmáta.
Hér var verið að sýna dansleik-
hús ætlað alyngstu áhorfendun-
um. Og þær settu svo sannarlega
markið hátt (hvað ungviði varðar)
því sýningin er ætluð áhorfendum
frá níu mánaða aldri. Þetta var
eins konar skynjunarverk frem-
ur en upplifunarleikrit. Agnarlít-
ill maður, ógurlega glaður, sat í
salnum miðjum og baðaði út öllum
öngum og lýsti ánægju sinni í hví-
vetna. Markmiðinu var náð. Þessi
ungi maður var sumsé tíu mánaða
gamall í sinni fyrstu leikhúsferð.
Myndrænt og hljóðrænt er sýn-
ingin svolítill konfektmoli. Þó
svo að börnin okkar séu vön því
að verið sé að garga og snúa upp á
raddböndin og helst hlæja og flissa
um leið og tekin eru heljarstökk
virtist enginn söknuður eftir slíku
sprelli á þessari þessari hugljúfu
sýningu þar sem litirnir og tón-
arnir fengu að laumast inn í vit-
undina bæði ofurhægt og með
mikilli varfærni. Tónlist Karoline
Rising Næss tekur þátt í að breyta
öllum litum skógarins og stundum
gætir örlítillar ógnunar eins og
verið sé að kalla úr myrkrinu.
Lítil maríuhæna nær tökum
á litlu laufblaði, sem auðvitað
var bæði stórt og fallegt í þess-
ari leikmynd og náði athygli.
Ekki var það til að skemma fyrir
mannskapnum að mega svo leika
sér í leikmyndinni að leikmunum
að sýningu lokinni. Smellin og vel
hugsuð sýning, skynjunarleikhús.
Eins og rannsóknarverkefni í því
hvernig við byrjum að taka eftir
umhverfinu í kringum okkur.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Konfektmoli
Svona verða þá litirnir til
MARÍUBJALLAN Norsk gestasýning hjá Þjóðleikhúsinu 2009.
kl. 20.30 á miðvikudagskvöld
mun Óskar Guðmundsson rithöfund-
ur lesa upp úr nýútkominni bók sinni
Snorri, ævisögu Snorra Sturluson-
ar í veitingahúsi Landnámsseturs
í Borgarnesi. Einnig munu Einar
Kárason og Óskar spjalla um efni
bókarinnar og efnistök. Ókeypis
aðgangur er og allir velkomnir.
Bókmenntir ★★★★★
Síðustu dagar móður minnar
Sölvi Björn Sigurðsson
Móðurtorrek
Síðustu dagar móður minnar er þriðja skáldsaga Sölva
Björns Sigurðssonar, sem á að auki metnaðarfull verk
að baki á borð við Gleðileikinn djöfullega, þar sem
sótt er í sarp Dantes, og þýðingu á Árstíðum í helvíti
eftir Arthur Rimbaud. Ferill Sölva Björns fram að þessu
ber bæði miklum hæfileikum og metnaði gott vitni.
Síðustu dagar móður minnar er hans slípaðasta verk
til þessa og frómt frá sagt líklega eitt besta íslenska
skáldverkið í ár.
Hér segir frá mæðginunum Evu og Dáta, sem búa
saman á Spítalastígnum; hann húkir þunglyndur uppi
á lofti meðan sú gamla gefur sig sápuóperum á vald.
Ógæfan ber dyra þegar mamman greinist með krabbamein. Eftir að hafa íhug-
að alla kosti ákveða mæðginin að leita óhefðbundinna lækninga í Amsterdam
og nota tækifærið í leiðinni til að kynna sér lystisemdir Rauða hverfisins, þar
sem íslenskir kaupsýslumenn eru í þann mund að gera strandhögg.
Þetta er framúrskarandi vel skrifuð bók. Sölvi nær að fanga ákveðinn tón
sem á augabragði sveiflast frá ískrandi fyndni yfir í djúpan harm þar sem
mæðginin reika um lastabælið og svolgra í sig „spesdrykki“ og reyna að horfa
framhjá forgengileikanum eins lengi og þau komast upp með.
Persónusköpunin er einkar vel heppnuð. Auðvelt væri að stimpla þau
mæðgin sem brjóstumkennanlegar örlagabyttur, textinn er svo gegnsósa
af áfengi að alkóhóllyktina nánast leggur af síðunum. Meira hangir þó á
spýtunni; þetta er hlýtt og manneskjulegt fólk og ekki annað hægt en að
þykja vænt um þessa gallagripi. Stíllinn er þróttmikill og liðugur. Persónu- og
atvikslýsingar eru oft kostulegar og samtölin rennandi skemmtileg, sér í lagi
fjölskrúðugt tungutak Evu, sem undirstrikar skáhallandi sjónarhorn henn-
ar á tilveruna. Siðferðilegar vangaveltur eru vandmeðfarnar en styrkja hér
frásögnina talsvert, enda ekki fluttar sem stólaræða.
Síðustu dagar móður minnar er meinfyndið verk en um leið afskaplega
sorglegt; barátta upp á líf og dauða, þar sem fögnuður lífsins og óttinn við
dauðann fljúgast á og oft er erfitt að greina hvor hefur undirtökin. Á heildina
litið er hér um firnasterkt skáldverk að ræða. Lokakaflinn er hreint út sagt
magnaður. Sölvi Björn hefur fest sig í sessi sem einn eftirtektarverðasti
rithöfundur landsins. Bergsteinn Sigurðsson
Niðurstaða: Frábærlega vel skrifuð bók; meinfyndin, tregafull og undur-
falleg.
Anna Ingólfsdóttir
aga um sprelllifandi
og skemmtilega
Köttur sem vekur athygli