Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 52

Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 52
36 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Tvöfalda plata Óðmanna frá 1970 hefur verið endurútgefin á CD og 180 gramma vínylplötum af þýska endurútgáfufyrirtækinu Shadoks Music. Fyrirtækið sérhæfir sig í að bjarga menningarverðmætum frá glötun og koma þeim til áhuga- samra hlustenda. Aðallega verða fyrir valinu lítt þekktar en góðar plötur frá 7. og 8. áratugnum. „Það er mjög gott að skipta við Þjóðverja. Þeir eru mjög góðir í viðskiptum og það er búið að leggja inn á reikninginn minn fyrir minn hluta,“ segir Jóhann G. Jóhanns- son, kampakátur með framtakið. Hverju þakkar hann þessa líf- seiglu Óðmanna? „Þetta er bara góð músík. Í safn- arablöðum – er mér sagt, ég er ekki safnari – þykir þetta ein merki- legasta plata þessarar tegundar á Norðurlöndum. Það er gaman að fá svoleiðis hrós,“ segir Jóhann og bætir við: „Þó að hún hafi ekki komist á listann yfir 100 bestu íslensku plöturnar. Það er náttúr- lega þannig að þegar músíkin heyr- ist aldrei rofna tengslin við fólk í dag. Það eru helst einhverjir ungir framúrstefnurokkarar sem grafa þetta upp og kveikja á þessu.“ Óðmanna-platan er sú fyrsta íslenska sem Shadoks Music gefur út en útgáfan lætur ekki staðar numið þar því fram undan er sam- bærileg útgáfa á þremur plötum með Trúbroti og plötunni What’s Hidden There? með Svanfríði. - drg Óðmenn í Þýskalandi VIÐ TJARNARBÍÓ 1970 Óðmenn spiluðu þar í poppleiknum Óla og mikið af því efni endaði á tvöföldu plötunni sem nú er komin út í Þýskalandi. Bandaríski háskólapróf- essorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007 og segist hafa heillast af náttúru landsins, fólk- inu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is. Michael er fæddur og uppalinn í Ohio og stundaði nám í miðalda- sögu Evrópu við Harvard-háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith College í Norður- Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til lands- ins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online dag- lega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is. „Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfar- ið ákvað ég að gerast sauðfjáreig- andi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu, og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn,“ útskýrir Michael. Til gamans má geta þess að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eig- andinn einn til tvo skrokka á ári og ull, auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin. Í kjölfar Íslandsheimsóknarinn- ar kom Michael á samstarfsverk- efni milli Meredith College og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skál- holt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrrasumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurn- ir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kindur.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokk- inn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegn- ir þegar ég skreið inn í króna til kindanna, þannig að ætli megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjár- eigandi og Bandaríkjamaður getur orðið,“ segir Michael og hlær. Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heim- sókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til,“ segir Michael að lokum. sara@frettabladid.is Bandarískur prófessor ger- ist sauðfjárbóndi á Íslandi STOLTUR SAUÐFJÁRBÓNDI Hinn bandaríski Michael Novak á sex kindur hér á landi. Kindurnar eignaðist hann í gegnum Kindur.is. Hér sést hann ásamt kindinni Guð- rúnu. MYND/MICHAEL NOVAK Útibú skyndibitastaðarins Burger King hafa endurtekið orðið fyrir barðinu á ungum Twilight-aðdá- endum sem ræna plakötum af veitingastöðunum. Burger King býður upp á Edward og Jacob mál- tíðir þessa dagana og eru staðirnir prýddir stórum plakötum af vamp- írunni og varúlfinum. „Stúlkurn- ar koma inn á veitingastaðina og rífa plakötin niður og hlaupa því næst út. Við þurfum stanslaust að hengja ný upp, en stuttu síðar end- urtekur sagan sig,“ sagði starfs- maður veitingakeðjunnar. Kvikmyndin New Moon hefur notið gífurlegra vinsælda und- anfarið og hafa ungar stúlkur skipað sér í Edwards- og Jacobs- lið eftir því hvort þær séu hrifn- ari af vampírunni Edward eða varúlfinum Jacob. Þjófóttir aðdáendur Leikkonan Penelope Cruz segir að næstum hafi liðið yfir sig á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Cruz vann Óskarinn sem besta leikkonan í aukahlut- verki fyrir frammistöðu sína í myndinni Vicky Cristina Bar- celona. Hún segist ekkert muna eftir Óskarshátíðinni vegna þess hversu spennt hún var. „Mér finnst leiðinlegt að muna ekki neitt vegna þess að það er svo yndislegt þegar fjölskylda manns og vinir samgleðjast manni. Ég var alveg á mörkunum að falla í yfirlið vegna taugaspennu. Ég man vel eftir því,“ sagði Cruz. Næstum leið yfir Penelope HJARTAKNÚSARAR Verið er að ræna plakötum af Robert Pattinson og Taylor Lautner. LÚR - BETRI HVÍLD HLÍÐASMÁRI 1 201 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6969 FAX 554 3100 WWW.LUR.IS LUR@LUR.IS www.lur.is Úrval rúma, sófa og hvíldarstóla 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Margir litir í boði – Frábær verð í gangi Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Hot jóga Hatha Jóga Byrjendanámskeið Meðgöngujóga námskeið Stakur tími 1.500 kr. Mánaðarkort 9.265 kr. 3 mánaðakort 20.315 kr. 6 mánaðakort 30.600 kr. 15% afsláttur af öllum kortum Opnunartilboð Byrjendanámskeið 12.665 kr. Meðgöngujóga námskeið 9.265 kr. Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Ný og persónuleg jógastöð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.