Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 12
12 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR ÖRYGGISMÁL Neyðarsendir úr grænlenska togaranum Qavak frá Grænlandi fannst undir bryggju á Ægisgarði þar sem skipið liggur. Merki bárust frá sendinum á laug- ardag og Stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar ræsti út félaga í Flug- björgunarsveitinni í kjölfarið. Qavak varð vélarvana 200 sjó- mílur suð-vestur af Reykjanesi í október og var dregið til hafnar í Reykjavík. Nýlega var svo brotist um borð í skipið. Þá var rifinn upp björgunarbátur og er talið líklegt að á sama tíma hafi neyðarsend- irinn verið fjarlægður og hent á milli skips og bryggju. Miðanir bentu strax til að send- irinn væri undir bryggjunni og fannst hann eftir að togarinn hafði verið færður til, en að því verki kom færeyski dráttarbátur- inn Thor Goliath sem mun draga togarann til viðgerðar í Dan- mörku. Félagar úr Flugbjörgunarsveit- inni tóku við sendinum og slökktu á útsendingum hans. Neyðarsend- ar af þessari gerð senda frá sér merki sem kemur upp á öllum vaktstöðvum sem fylgjast með merkjum frá slíkum sendum. Því var nauðsynlegt að finna send- inn tafarlaust og slökkva á neyð- arsendingunni með ærinni fyrir- höfn og tilkostnaði. - shá Brotist var inn í grænlenskan togara og öryggisbúnaður skemmdur: Neyðarsendir undir bryggju VÉLARVANA Á MIÐUNUM Varðskipið Ægir dró togarann til hafnar í október. MYND/LANDHELGISGÆSLAN FJÁRMÁL Tekjuhalli hins opinbera á þriðja ársfjórðungi 2009 var 33 milljarðar króna. Hann hafði lækkað um átta milljarða frá öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Á fyrstu níu mánuðum ársins var tekjuafkoma ríkissjóðs og almannatrygginga neikvæð um 85,7 milljarða króna. Það er mik- ill viðsnúningur frá fyrra ári, en þá var afkoman jákvæð um rúma 16 milljarða fyrstu níu mánuðina. Sveitarfélög skiluðu neikvæðri afkomu á þriðja ársfjórðungi í ár um 4,1 milljarð króna, hitt, 28,5 milljarðar, skrifast á ríkissjóð og almannatryggingar. - kóp Fjármál hins opinbera: Tekjuhalli fer minnkandi MP Sjóðir hf. hefur útvistað hluta af verkefnum sínum til MP Banka hf. á grundvelli 18. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. MP Sjóðir hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. 3.gr. og 1.-3. tölul. 1.mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfið tekur til reksturs verðbréfa- og fjárfestingarsjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. 7. tölul. 1.mgr. 3.gr. laga nr. 161/2002 og til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu skv. 1.-3. tölul. 27. gr. laga nr. 161/2002. Nánari upplýsingar um verðbréfasjóði og fagfjárfestasjóði MP Sjóða hf. má finna á www.mp.is/mp-sjodir. Vinsamlega hafið í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Kynntu þér Ríkisskuldabréfasjóð MP á www.mp.is, í síma 540 3200 eða hjá viðskiptastjórum í Skipholti 50d eða Borgartúni 26. Eignasamsetning Ríkisskuldabréfasjóðs MP 30.11.2009 ÖRUGGARI STAÐUR FYRIR PENINGANA ÞÍNA Hversu stór hluti af þínum sparnaði er í ríkistryggðum bréfum? Við bjóðum þér einfalda leið til að tryggja fjármunina þína með kaupum í Ríkisskuldabréfasjóði MP. 10,2% ávöxtun sl. 12 mánuði 85% verðtryggð ríkisskuldabréf Íbúðabréf 72% Húsbréf 13% Ríkisbréf 8% Innlán 7% Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VIKUGAMALL GÍRAFFI Sá litli hjúfrar sig upp að móður sinni í dýragarði í San Diego í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Alls níu lögreglu- menn munu krefjast skaðabóta vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í búsáhaldabyltingunni. Nokkur mál eru þegar frágeng- in. Þrír þessara níu hlutu varan- lega örorku í mótmælunum, að sögn Gylfa Thorlacius, lögmanns Landssambands lögreglumanna. Búið er að meta einn þessara þriggja með varanlega örorku. Sá var að störfum inni í Alþingishús- inu þegar ákveðið var að fjarlægja mótmælendur af þingpöllunum vegna óláta. Hann er með áverka á hné, handlegg og baki. Gylfi segir einsýnt að hinir tveir verði einnig metnir með varan- lega örorku, en læknisfræðileg- ar ástæður geri það að verkum að matið geti ekki farið fram strax. Annar þeirra slasaðist sýnu verst, en taug í hönd hans skadd- aðist þegar hann var bitinn fyrir utan Alþingishúsið. Hinn hlaut nokkuð alvarlega áverka á hné þegar mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á lögreglustöð- ina við Hverfisgötu til að frelsa handtekinn félaga sinn. Nefnt hefur verið að lögreglu- þjónn sem fékk gangstéttarhellu í höfuðið og var fluttur meðvit- undarlaus á slysadeild hafi slasast mest. Þetta segir Gylfi misskiln- ing. Sá lögregluþjónn hafi sloppið ótrúlega vel og ekki borið varan- legan skaða af árásinni. Það hafi þó bara verið millimetraspurs- mál. Fimm málum er lokið, nýbúið er að meta meiðsl eins og enn á eftir að meta þrjá. Áætlað er að nokkra mánuði taki að ljúka málunum. Allir eru mennirnir enn við störf þrátt fyrir meiðsl sín. Gylfi vill hvorki gefa upp hversu mikil örorka mannanna er, né hversu háar bætur mennirnir fara fram á eða þeim hafa verið dæmd- ar. Hann segir það einkamál lög- regluþjónanna sem um ræðir. Lögreglumenn fá bætur vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi greiddar úr ríkissjóði. Það er svo ríkissjóðs að sækja féð aftur til gerenda ef einhverjir eru. Að sögn Gylfa eru gerendur í þessum níu málum ekki þekktir í öllum tilvikum. Málin eru einnig hjá ákæru- valdinu sem tekur ákvörðun um það hvort gefin verður út ákæra á hendur meintum gerendum. Engin slík ákæra hefur enn litið dagsins ljós. stigur@frettabladid.is Þrír lögreglu- menn varan- lega skaðaðir Níu lögreglumenn munu krefjast bóta vegna áverka sem þeir hlutu í búsáhaldabyltingunni. Ekki er vitað hverjir gerendur voru í öllum tilvikum. Engin kæra hefur borist vegna aðfara lögreglu í mótmælunum. ÁTÖK Reglulega sló í brýnu á milli mótmælenda og lögreglu í búsáhaldabyltingunni svokölluðu. Níu lögreglumenn munu sækja sér bætur vegna áverka sem þeir hlutu. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Engin kæra hefur verið lögð fram gegn lögreglumönn- um vegna framgöngu þeirra í búsáhaldabyltunni. „Mér finnst það nú dálítið athyglisvert,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari, en embætti hans fer með rannsókn mála gegn lögreglumönnum. Töluverð gagnrýni kom fram á störf lögreglu í mótmælunum að þeim loknum, og var fullyrt að lögreglumenn hefðu farið offari, beitt miklu harðræði við handtökur og til dæmis sprautað piparúða í augu fólks af tilefnislausu. Þessar umkvartanir hafa ekki skilað sér í kærum. ENGINN HEFUR KÆRT LÖGREGLU VALTÝR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.