Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 8
8 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
1. Hvað skekur loftslagsráð-
stefnuna í Kaupmannahöfn?
2. Hvert er umfang gjaldeyris-
svika sem nú eru til rannsókn-
ar?
3. Hvar er Icesave til umfjöll-
unar fram að þriðju umræðu á
Alþingi?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 82
Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði
til að hafa samband við 160 þúsund vini innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að ringja í fólk í öðrum kerfum.
Skráðu þig á ring.is, fylltu á fyrir 1.990 kr. á mánuði og þá eignastu 160 þúsund vini
innan GSM kerfis Símans og færð 990 kr. til að ringja í fólk í öðrum kerfum.
3G sími,
snertiskjár,
24 þúsund
í inneign, 160
þúsund vinir.
Skelltu þér á ring.is eða í sölubása okkar í Kringlunni
og Smáralind og gakktu frá kaupunum.
Tæknilegi
síminn frá LG
með snertiskjá
Stór snertiskjár, flott
myndavél, spilar DivX og færir
auðveldlega myndbönd beint
yfir á YouTube.
LG Viewty
Eftirstöðvum dreift
á 12 mánuði.*
2.000 kr. inneign á
mán. í 12 mán. fylgir.
*Greiðsludreifingargjald 250 kr. á mánuði.
0 kr.
Útborgun24 þús
und
í inneig
n
yfir 12
mán. EN
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
19
2
Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn
KAUPMANNAHÖFN, AP Fulltrúi
Kyrrahafsríkisins Tuvalu hafði
ekki erindi sem erfiði á loftslags-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
í Kaupmannahöfn. Tillaga hans
um að ríki heims setji sér strang-
ari markmið varðandi samdrátt í
losun gróðurhúsalofttegunda fékk
lítinn hljómgrunn.
„Framtíð okkar ræðst af nið-
urstöðu þessa fundar,“ sagði Ian
Fray, fulltrúi Tuvalu, á ráðstefn-
unni í gær. Hlýnun jarðar með
bráðnun jökla hefur líklega það í
för með sér að eyríkið Tuvalu fer
á kaf, rétt eins og fleiri eyjar á
Kyrrahafinu.
Hann lagði til að ríki heims
setji sér það markmið að hitastig
jarðar hækki ekki um meira en
1,5 gráður frá því sem var fyrir
iðnvæðingu. Á ráðstefnunni í
Kaupmannahöfn er reynt að ná
samkomulagi um að hitastigið
hækki ekki meira en 2 gráður.
Connie Hedegaard, forseti ráð-
stefnunnar, sá ekki ástæðu til
þess að tillagan yrði tekin fyrir,
þar sem hún mætti strax andstöðu
margra ríkja, meðal annars olíu-
framleiðsluríkja sem ættu erfitt
með að standa undir ströngum
takmörkunum á brennslu jarð-
efnaeldsneytis.
Aðaldeilumálið á ráðstefnunni
snýst um fjárhagsaðstoð til fátæk-
ari ríkja til að auðvelda þeim að
draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda.
- gb
Smáríkið Tuvalu fer fram á að iðnríki setji sér enn strangari markmið í loftslagsmálum:
Tilvist eyjanna ræðst á ráðstefnunni
JAPAN Ríkisstjórn Japans sam-
þykkti í gær að veita 7.200 millj-
örðum jena inn í hagkerfið til að
hvetja til neyslu og koma í veg
fyrir að landið lendi aftur í kruml-
um kreppunnar. Þetta jafngildir
tíu þúsund milljörðum króna.
Hagvöxtur í Japan var neikvæð-
ur í fyrra og fram á annan árs-
fjórðung á þessu ári þegar hann
var jákvæður um 0,9 prósent.
Ríkisstjórnin hafði vænting-
ar um að setja hvatann inn í hag-
kerfið í síðustu viku. Þingheimur
taldi hann hins vegar of stóran og
frestaðist málið.
Þetta er önnur stóra efnahags-
innspýtingin en fyrri ríkisstjórn
Japans setti 15,4 þúsund milljarða
jena inn í hagkerfið í apríl.
Stefnt er að því að fjármagnið
nýtist til að auka atvinnuþátttöku,
blása lífi í framleiðslu og hvetja til
lántöku lítilla og meðalstórra fyr-
irtækja.
Breska ríkisútvarpið, BBC,
segir japanska hagfræðinga hafa
efasemdir um ágæti efnahagshvat-
ans. Meiru skipti að gengi jensins
hefur ekki verið sterkara gagnvart
Bandaríkjadal í fjórtán ár. Það
snertir mjög við útflutningsfyrir-
tækjum. Því verði að beita öðrum
aðferðum, líkt og BBC hefur eftir
Seiji Shiraishi, sérfræðingi hjá
alþjóðabankanum HSBC. - jab
Ríkisstjórn Japans samþykkir björgunarpakka til að blása lífi í efnahagslífið:
Vilja snúa kreppudraug niður
JAPANIR Í JÓLAÖS Stjórnvöld í Japan
gera hvað þau geta til að draga úr líkum
á nýrri kreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNSÝSLA Stjórn Landssam-
bands smábátaeigenda mótmæl-
ir því harðlega að sérstaklega
tilgreint sjávarútvegsráðuneyti
verði ekki lengur til staðar í
íslenskri stjórnsýslu eftir sam-
einingu ráðuneyta undir heitinu
atvinnuvegaráðuneyti.
Sameiningin mun draga úr vægi
sjávarútvegsins í huga Íslend-
inga sem og alþjóðasamfélags-
ins.
Með fyrirhugaðar aðildarvið-
ræður Íslands að Evrópusam-
bandinu í huga telur stjórn smá-
bátaeigenda nauðsynlegra en
nokkru sinni fyrr að Ísland haldi
þeirri sérstöðu að sérstakt sjáv-
arútvegsráðuneyti sé til staðar
og sé tilgreint í stjórnsýslunni.
Stjórnin skorar því á stjórnvöld
að falla frá fyrirhuguðum breyt-
ingum. - shá
Eitt atvinnuvegaráðuneyti:
Sameiningu
alfarið hafnað
STJÓRNMÁL Væntanlegir fulltrú-
ar nýrra eigenda í bankaráðum
Arion og Íslandsbanka hafa fengið
upplýsingar um áformaðar breyt-
ingar á lögum um fjármálafyrir-
tæki.
Gylfi Magnússon, efnahags- og
viðskiptaráðherra, segir þá ekki
hafa gert athugasemdir við áform-
in. Hann óttast því ekki að nýir
eigendur bankanna fyrtist við.
Hann bendir á að hagsmunir
þeirra felist í að traust á íslenska
fjármálakerfinu verði endurvak-
ið; aukið verðmæti eigna þeirra
hér sé háð því. Greint var frá
frumvarpinu um breytingarnar í
Fréttablaðinu í gær. - bþs
Vinnsla nýs bankafrumvarps:
Fulltrúar eig-
enda upplýstir
KRÖFUGERÐ Í KAUPMANNA-
HÖFN Samhliða loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna
er í Kaupmannahöfn efnt til
loftslagsvettvangs þar sem
almenningur fær tækifæri til
að tjá viðhorf sín til lofts-
lagsmála. Þar mátti sjá þessi
kröfuspjöld í gær.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/A
FP
VEISTU SVARIÐ?