Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 70
50 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
> Í SPILARANUM
Snorri Helgason - I‘m gonna put my name on your door
The Go-Go Darkness - The Go-Go Darkness
Ellen Kristjánsdóttir - Draumey
Jóhann G. Jóhannsson - Á langri leið
Fjallabræður - Fjallabræður
SNORRI HELGASON FJALLABRÆÐUR
> Plata vikunnar
Bloodgroup - Dry Land
Stórt stökk í þróunarferli Bloodgroup.
Hljóðgervla- og trommuheilaknúið
rosapopp nær hér áður óþekktum
hæðum á Íslandi. Önnur af tveimur
bestu íslensku plötum ársins.
- Dr. Gunni
Það er mikil gróska í tónlist víða í Afríku og útgáfa á afrískri tón-
list á Vesturlöndum hefur verið mjög öflug síðustu ár. Annars
vegar er um að ræða nýjar plötur með starfandi tónlistarmönn-
um. Í þeim flokki hefur tónlist frá Malí verið áberandi og árið 2009
er engin undantekning hvað það varðar. Nokkrar af bestu plötum
ársins koma þaðan. Fyrsta má nefna fjórðu plötu eyðimerkurgítar-
sveitarinnar Tinariwen,
Imidiwan: Compan-
ions. Algjörlega frábær
plata sem er á mörgum
listum yfir bestu plöt-
ur ársins, meðal ann-
ars í fimmta sæti hjá
Mojo. Af öðrum flottum
Malíplötum frá 2009
má nefna nýjustu plötu
Íslandsvinarins Oumou
Sangare, Seya og plöt-
una I Speak Fula með
Bassekou Kouyate &
Ngoni Ba. Loks verður
að geta políó-sjúkling-
anna og snillinganna í
Staff Benda Bilili sem
eru ekki frá Malí held-
ur Kongó, en platan
þeirra Tres Tres Fort
er sannkallað eyrna-
konfekt.
Hinn flokkurinn í afrísku útgáfunni er endurútgáfa á tónlist frá
sjöunda og áttunda áratugnum. Á þeim tíma voru miklar hræring-
ar víða í Afríku, nýlendurnar voru margar nýbúnar að fá sjálfstæði
og mikil gerjun í menningarlífinu. Afríska tónlistin hafði áhrif á
bandaríska fönkið og vestrænir straumar lituðu afrísku tónlistina.
Nokkur fyrirtæki eru öflug í útgáfu á tónlist frá þessum tíma og
þau eiga það sameiginlegt að vera rekin af ástríðufullum áhuga-
mönnum sem hafa eytt stórum hluta síðustu ára með hausinn ofan
í afrískum kassettu- og vínilplötukössum. Soundway-útgáfan er ein
þeirra. Hún er rekin af Miles Cleret og gefur bæði út tónlist frá
Suður-Ameríku og Afríku þar á meðal mikið af nígerísku fönki og
highlife. Nýjasta útgáfan er Ghana Special með tónlist frá 1968-
1981. Svo er það Analog Africa-útgáfan. Maðurinn á bak við hana
heitir Samy Ben Redjeb. Hann hefur sérhæft sig í tónlist frá Benín
undanfarið, gaf út safnplötuna Legends of Benin í mars og plötu
með Orchestre Poly-Rythmo de Cotonou fyrir skemmstu. Frábær
hljómsveit sem byrjaði sem skemmtisveit fyrir börn, en þróaðist út
í eina af mögnuðustu afró-beat, fönk og voodoo-sveitum síns tíma.
Upplýsingar og tóndæmi eru á http://analogafrica.blogspot.com/
Allt að gerast í Afríku
FÖNK FRÁ BENÍN Orchestre Poly-Rythmo de
Cotonou.
Platan Milljón mismunandi manns með tónlist-
armanninum Steve Sampling verður fáanleg á
Gogoyoko frá og með morgundeginum. Platan er
metnaðarfullur rappópus sem fjallar um dag í lífi
ónefnds aðila, eiginlega fyrsta íslenska „conc-
ept“-platan. Steve fékk íslenska rapplandsliðið
– menn eins og Didda Fel, Mezzias MC, Dabba T
og Steinar Fjeldsted – til að semja texta og flytja
á íslensku á plötunni. Planið er svo að koma verk-
inu út á CD og vínylplötu eftir kannski einn, tvo
mánuði.
Upphaflega stóð til að platan yrði höfð frítt á
síðunni Coxbutter.com en frá því var horfið. Sú
síða er hins vegar glæsileg veita fyrir íslenskt
gæðarapp og þar liggja ókeypis plötur í hrönnum.
Þar á meðal eru plöturnar Lögmál hafsins með
hinum dularfulla Vald Wegan, Ljósvaki EP með
Ljósvaka og Of góður dagur til að borga reikninga
með 7berg. - drg
Milljón mismunandi manns
STEVE SAMPLING Gefur út metnaðarfullan rappópus.
Áramótin nálgast svo hver sem vettlingi
getur valdið velur nú plötur ársins. Margir
marktækir hafa kveðið upp sinn dóm. Amer-
íska indí-rokkblaðið Spin segir að Merri-
weather Post Pavilion með tilraunasveitinni
Animal Collective sé besta plata ársins, en
andlegum bróður Spin í Bretlandi, vikublað-
inu NME, finnst platan Primary Colours
með The Horrors best. Platan Veckatimest
með Grizzly Bear er hins vegar best sam-
kvæmt hlustendum National Public Radio
í Ameríku. Breska gáfumannarokkbandið
Wild Beasts er að gera það gott með sinni
annarri plötu, Two Dancers. Netmiðillinn
Muso‘s Guide segir að platan sé besta plata
ársins og því mati er annar netmiðill, Gig-
wise, sammála.
Fjölmennt á toppnum
VILLIDÝR Önnur plata breska bandsins Wild
Beasts skorar víða hátt.
Easy Music for Difficult
People er þriðja stúdíóplata
Kimono. Lögin voru að
mestu spiluð beint inn. Með-
limirnir – Alex MacNeil,
Gylfi Blöndal og Kjartan
Bragi Bjarnason – kíktu á
Dr. Gunna.
Sé hlustað á glimrandi gott gítar-
rokkið á nýju plötu Kimono finnst
manni það minna á eitthvað, en
maður kemur bara ekki alveg fingri
á hvað það er. Það er lítil hjálp í
strákunum.
„Við hlustum á mjög mismun-
andi tónlist svo ég veit eiginlega
ekki hvaðan músíkin okkar kemur,“
segir Gylfa. „Ég hef verið að hlusta
á Lynyrd Skynyrd og Fleetwood
Mac.“
„Ég hef verið að hlusta mikið á
popp eins og Phoenix upp á síðkast-
ið,“ segir trommarinn Kjartan.
„Hjá mér er það aðallega einhver
seventísmúsík,“ segir Alex. „Kraut-
rokk og T-Rex og stöff.“
Þrír á eyðieyju
Þetta er fyrsta plata Kimono sem
tríós því bassaleikarinn Dóri Hall-
dórs er hættur.
„Hann hætti nú bara þegar við
vorum á byrjunarreit með þessa
plötu. Við reyndum að fá aðra
bassaleikara en fundum svo út að
besta leiðin væri að Gylfi færi að
spila á barítón-gítar [gítar með
þykkri strengjum en hefðbundinn
gítar]. Þannig gátum við haldið inni
samspili tveggja gítara og þurftum
ekki að draga grunlausar sálir inn í
hópinn,“ segir Alex.
„Okkur er umhugað um það
hvernig sambandið er í bandinu.
Svo virkar líka lýðræðið mjög vel
þegar það eru bara þrír,“ segir
Gylfi.
„Einum finnst eitt, öðrum finnst
annað, og þá er það sá þriðji sem
ræður,“ segir Kjartan. „Og það er
yfirleitt ég svo þetta er mjög gott
kerfi fyrir mig!“
Hvar er þessi auðvelda tónlist
sem titill plötunnar vitnar í?
„Mér finnst ég alltaf vera að
semja popp,“ segir Alex. „Ég hef
oft rætt þetta við Curver og honum
finnst hann alltaf vera að búa til
popp líka.“ „Ég held við höfum
alltaf viljað vera að búa til popp
en samt aldrei alveg detta fram af
brúninni,“ segir Gylfi.
„Við erum mjög meðvitaðir þegar
við erum að semja. Stundum kemur
eitthvað og við dæsum: Æ, þetta er
nú einum of 95,7-legt. Og þá snúum
við við og rétt sleppum.“
En væri það ekki áskorun: Að
komast á plei-listann hjá FM95,7?
„Við þokumst allavega nær og
nær, eða þannig líður okkur stund-
um,“ segir Alex.
„Oft er kannski eitt hljóðfæri að
spila eitthvað sem gæti gengið á 95,7
en þá bjarga hin tvö hljóðfærin mál-
unum. Við erum eins og þrír á eyði-
eyju. Þegar einn okkar er að klikk-
ast verða hinir tveir að reyna að
bjarga honum!“ segir Gylfi.
Fúl gamalmenni
Það eru þrjár stúdíóplötur komn-
ar frá bandinu en það er eiginlega í
sömu sporunum og þegar það byrj-
aði. Finnst ykkur ekki kominn tími
til að setja stefnuna „hærra“, eða að
minnsta kosti eitthvað annað? Kim-
ono í Eurovision?
Þessi tillaga fær fádæma lélegar
viðtökur. „Okkar markmið er nú eig-
inlega bara að byggja upp katalók.
Okkur finnst bara gaman að búa til
plötur,“ segir Alex.
„Já, við erum ægilega sjálfmiðað
band. Það sem við gerum gerum við
bara fyrir okkur sjálfa,“ staðfestir
Gylfi. „Ú je!“ segir Alex.
Og er alltaf jafn gaman í æfinga-
húsnæðinu? Er ekki fullorðins-stöff
sem þið þurfið að sinna? Konur og
börn?
„Jú jú, Alex á eina tveggja ára,
það er eitt á leiðinni hjá Kjartani,
en ég er ófrjór. Nei grín, ég er bara
ekkert að flýta mér,“ segir Gylfi.
„Það er lítið mál að setja til hlið-
ar þrjá tíma nokkrum sinnum í viku
fyrir eitthvað sem við höfum jafn
gaman af og þessu,“ segir Alex.
„Maður finnur fyrir því þegar við
æfum ekki í einhvern tíma. Maður
verður fúll og leiðinlegur. Konurnar
hvetja okkur þá eiginlega bara til að
fara að æfa aftur,“ segir Kjartan.
„Þetta er meðferðarmúsík fyrir
fúl gamalmenni!“ segir Alex og
hinir kinka glottandi kolli.
Kimonostrákarnir ætla að geyma
útgáfugigg fram yfir áramót, en það
má sjá þetta þétta og skemmtilega
rokkband á Paddy‘s í Keflavík nú á
föstudagskvöldið og svo á Sódómu á
laugardagskvöldið.
Þokast nær og nær FM95,7
MEÐFERÐARMÚSÍK Kimono. Alex, Kjartan og Gylfi – stjörnur framtíðarinnar á
FM95,7! FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM