Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 94
74 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI Antonio Cassano lenti
upp á kant við reiða stuðnings-
menn félagsins sem fjölmenntu á
æfingasvæði liðsins eftir að það
steinlá gegn AC Milan um helgina.
Stuðningsmennirnir voru afar
reiðir og létu Antonio Cassano og
félaga fá það óþvegið.
Köll þeirra reyndu á þolrif leik-
manna sem allir héldu út nema
Cassano. Honum ofbauð, öskraði
á áhorfendurna og gaf þeim putt-
ann áður en hann rauk inn í klefa
til þess að róa sig niður.
Framkvæmdastjóri Sampdor-
ia brá sér í gervi Georgs Bjarn-
freðarsonar er hann útskýrði
atvikið. Sagði að málið væri einn
stór misskilningur. Cassano hefði
misheyrst hvað einn áhorfandi
sagði og hefði þess vegna brugð-
ist illa við.
Verður áhugavert að sjá hvern-
ig stuðningsmenn félagsins taka
í þessa nýjustu uppákomu fram-
herjans en það líður varla vika án
þess að hann sé ekki í blöðunum
út af vafasamri hegðun utan vall-
ar. - hbg
Antonio Cassano:
Reifst við
stuðningsmenn
FÓTBOLTI Það kom verulega á
óvart að Slóvenía skyldi slá Rússa
út í umspilinu fyrir HM. Ef upp-
lýsingar rússneskrar sjónvarps-
stöðvar eru réttar þá er ástæðan
drykkjuskapur leikmanna liðs-
ins en sjónvarpsstöðin heldur því
fram að leikmenn hafi verið vel
við skál langt fram undir morgun
daginn fyrir leik.
Rússneska knattspyrnusam-
bandið lítur þessar ásakanir afar
alvarlegum augum og hefur beðið
stöðina um upplýsingar vegna
málsins svo hægt sé að kanna
sannleiksgildi fréttarinnar.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
er með einn besta leikmann rúss-
neska liðsins, Andrey Arshavin, í
sínu liði og hann trúir ekki slíkri
hegðun upp á sinn mann.
„Hann er alvörugefinn leik-
maður og ég hef aldrei efast um
hann. Ég trúi ekki orði af þessum
fréttaflutningi. Miðað við hvern-
ig hann undirbýr sig fyrir leiki er
hann öðrum leikmönnum til fyr-
irmyndar,” sagði Wenger. - hbg
Ástæða taps Rússa fundin?
Drukknir dag-
inn fyrir leik?
DATT HANN Í ´ÐA? Andrey Arshavin á að
hafa verið við skál kvöldið fyrir Slóvena-
leikinn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Mörgum knattspyrnu-
áhugamanninum brá í brún í gær-
morgun þegar Sol Campbell var
orðaður við Man. Utd. Hugmynd-
in er kannski ekki svo vitlaus enda
eru nánast allir varnarmenn Man.
Utd meiddir.
Á móti kemur að Campbell gæti
ekki spilað með United fyrr en
eftir áramót þó svo að hann sé
samningslaus. Þá verða líklega
flestir af meiddu mönnunum komn-
ir til baka og því lítið að gera fyrir
hinn 35 ára gamla Campbell.
Campbell hætti eins og kunn-
ugt er hjá Notts County eftir afar
skamma viðdvöl. Hann hefur síðan
haldið sér í formi með því að æfa
hjá Arsenal með það fyrir augum
að fá samning í janúar.
Hann viðurkenndi í viðtölum í
gær að vera spenntur fyrir United
en sagðist þó ekkert hafa heyrt frá
forráðamönnum félagsins.
„Það hefur ekki komið nein
formleg fyrirspurn frá Man. Utd
en þetta hefur aðeins verið í loft-
inu. Að sjálfsögðu væri það frá-
bært fyrir mig að komast til félags
eins og Man. Utd,“ sagði Campbell
við fréttastofu ESPN.
„Ég verð bara að bíða og sjá
hvort það komi símtal í gegnum
réttar leiðir. Augljóslega myndi ég
stökkva á tækifærið en ég er samt
ekki að gera mér miklar vonir
um að þetta gerist. Ég mun bara
halda áfram að æfa með Arsenal.
Ef mér stendur til boða að æfa með
Manchester United þá mun ég að
sjálfsögðu gera það,“ sagði hinn
reynslumikli Campbell.
Lítið hefur heyrst úr herbúðum
Manchester United vegna málsins
en það yrði óneitanlega áhugavert
ef gamli Arsenal-maðurinn myndi
spila með United. - hbg
Óvæntar fréttir þegar Sol Campbell var orðaður við Manchester United:
Frábært væri að fara til United
LÍTIÐ AÐ GERA Campbell hefur lítið
gert síðustu mánuði. Hann brá sér þó á
NBA-leik í Chicago þar sem hann hitti
landa sinn, Luol Deng, sem spilar með
Bulls. NORDICPHOTOS/GETTY