Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 18
18 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR ÍSBIRNIR ATAST Það var heldur betur leikur í þessum tveimur ísbjörnum í dýragarði í Gelsenkirchen í Þýskalandi nú í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Íslenskur stóll eftir Erlu Sól- veigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem lofts- lagsráðstefna Sameinuðu þjóð- anna fer fram í Kaupmanna- höfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center- ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Banda- ríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðend- ur fengu að bjóða í þetta. Stóll- inn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráð- stefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svo- lítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnis- vali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusal- inn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú lofts- lagsráðstefna – að hann væri umhverfis- vænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitt- hvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-hús- gögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla. stigur@frettabladid.id Ráðstefnan á íslenskum stól Gestir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn verma allir íslenska stólinn Bessa á meðan þeir karpa um framtíð jarðarinnar. Samkeppnin um að fá húsgögn í ráðstefnuhöllina var mjög hörð. ERLA SÓLVEIG ÓSKARSDÓTTIR BESSI Í MASSAVÍS Hönnunargripurinn íslenski stendur í röðum í ráðstefnusalnum. Hann var valinn með tilliti til útlits, þæginda, verðs og þess hve umhverfisvænn hann þykir. NORDICPHOTOS / AFP UPPLÝSINGATÆKNI Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vin- sælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að vel- flestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagn- virka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikj- anna, neðst í vinstra horni. Með inn- leiðingu kerfisins í Evrópu var ætlun- in að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að mynd- efni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings fram- leiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStat- ion, Xbox og Nintendo, sem og útgef- endur og fyrirtæki sem þróa gagn- virkra leiki og myndefni um alla Evrópu. - óká SAFT, samtök um örugga tækninotkun barna, huga að merkingum tölvuleikja: Vekja athygli á flokkunarkerfi OFBELDISLEIKUR PEGI-merkið neðst í vinstra horni þessa tölvu- leiks gefur til kynna að hann sé ekki ætlaður ungmennum undir átján ára aldri. UMHVERFISMÁL Árnefnd Andakíls ár í Borgarfirði hefur verulegar áhyggjur af uppgangi flatfisks- ins flundru í ánni, að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavík- ur. Talsvert hafi verið af flundru í ánni á hrygningarsvæði í haust. „Virðist flundran eiga mun auð- veldara um vik að nálgast hrygn- ingarsvæðin enda engir fossar eða flúðir í Andakílsá. Er slíkt mikið áhyggjuefni því álitið er að flundra geti herjað á hreiður lax- fiska“, segir á svfr.is. Þar kemur einnig fram að veiðin í sumar hafi verið sú næstbesta í 40 ár, 706 laxar. Besta árið var 2008. Þá veiddust 839 laxar. - gar Árnefnd Andakílsár: Flundra truflar hrygningu laxa BANDARÍKIN, AP Bandaríkin verja nærri helmingi meira fé til heil- brigðismála á mann en sem nemur meðaltalsútgjöldum iðn- væddra ríkja til þessa mála- flokks. Þrátt fyrir það eru lífs- líkur Bandaríkjamanna minni en íbúa flestra annarra ríkja iðn- vædda heimsins. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Efnahagssamvinnu- og þróunar- stofnuninni OECD mega Banda- ríkjamenn búast við því að lifa í 78,1 ár að meðaltali, sem er örlít- ið lengur en íbúar Tékklands, Póllands og Mexíkó geta vonast eftir. Heilbrigðisútgjöld Bandaríkj- anna árið 2007 voru 7.290 dalir á mann, en meðaltal 30 aðildar- ríkja stofnunarinnar nam 2.894 dölum á mann. - gb Heilbrigðisútgjöld iðnríkja: Bandaríkin greiða tvöfalt VINNUMARKAÐUR Sjö kjaradeilur eru nú hjá ríkissáttasemjara, fimm þeirra tengjast flugrekstri. Deilu Icelandair og Flugfreyju- félags Íslands var vísað til sátta- semjara 20. maí. Deilu Félags íslenskra atvinnu- flugmanna og Icelandair þann 22. október. Þá fór deila Flugstoða, Kefla- víkurflugvallar ohf. og Félags íslenskra flugumferðarstjóra til sáttasemjara 23. nóvember. Flugvirkjafélag Íslands deilir við Icelandair og Air Atlanta og var þeim ágreiningi vísað í karp- húsið 1. desember. Samtök atvinnulífsins aðstoða atvinnurekendur í flestum ef ekki öllum þessum deilum. Aðrar yfirstandandi kjaradeil- ur, sem ekki tengjast fluginu, eru deila Landssambands lögreglu- manna og ríkissjóðs og Sjómanna- félags Íslands. - kóþ Átta kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara: Deilt um kjör í flugi Á UPPLEIÐ Flugfreyjur og flugmenn, flugvirkjar og flugumferðarstjórar deila nú allir um kjör sín við atvinnurekendur. MYND/ÚR SAFNI AÐVENTUHÁTIÐ | 410 4000 | landsbankinn.is Aðventuhátíð eldri borgara Landsbankinn býður eldri borgurum til aðventuhátíðar í Aðalbanka í Austurstræti laugardaginn 12. desember frá kl. 13.30–15.30. • Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona syngur við undirleik Elísabetar Waage hörpuleikara. • Vilborg Davíðsdóttir les upp úr sögulegri skáldsögu sinni Auði og segir frá sögusviði hennar. • Graduale futuri, barnakór Langholtskirkju, syngur jólalög. Veitingar í boði og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þeir sem hafa áhuga á að koma á aðventuhátíðina eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.