Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 80
60 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR Tónlist ★★★★ Snorri Helgason I‘m Gonna Put My Name On Your Door Fyrirtaks frumraun Snorri Helgason hefur sannað það með Sprengjuhöllinni að hann er fyrirtaks lagasmiður sem fer létt með að hrista fram úr erminni grípandi lög. Á fyrstu sólóplötu sinni fetar hann gamalgrónar þjóðlaga- og blússlóðir með áhugaverðum árangri. Þetta er heldur lágstemmdari tónlist en Sprengjuhöllin er þekkt fyrir en alls ekkert síðri. Lögin eru nær öll prýðisvel samin og Snorri virðist eiga alveg jafnauðvelt með að syngja hressilegt popp og angurværan sveitasöng. Annað lag plötunnar, Freeze-Out, er í fyrrnefnda flokknum en eins og farið er að tíðkast töluvert nú til dags heyrðist það í sjónvarpsauglýsingu áður en það fór að hljóma að ráði á öldum ljósvakans. Queen Street er á svipuðum slóðum og minnir stundum á hina ágætu írsku sveit The Thrills. Kassagítar- inn er plokkaður skemmtilega í She‘s a Meadow og hið fallega Misery er í sannkölluðum Beach Boys-anda. Snorri sannar á I‘m Gonna Put My Name On Your Door að hann er einn af okkar hæfileikaríkustu tónlistarmönnum. Flott frumraun. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Snorri er einn af okkar hæfileikaríkustu tónlistarmönnum. Flott frumraun. Rapparinn 50 Cent hefur lýst því yfir að hann vilji syngja dúett með Britain‘s Got Talent-stjörnunni Susan Boyle. Samvinna rapparans og Boyle myndi eflaust teljast frekar ólíkleg, en eins og fram hefur komið hefur Boyle slegið sölumet með fyrstu breiðskífu sinni I Dreamed a Dream. Í viðtali við fjölmiðla vestanhafs segist 50 Cent ólmur vilja samstarf. „Susan Boyle er heit akkúrat núna. Ég þarf að fá hana til að taka upp lag með mér, við myndum gera hittara. Það eru allir að tala um hana og hún er með magnaða rödd. Saman mynd- um við fá fólk til að dansa. Ég er alltaf að leitast eftir að gera eitthvað nýtt og hún er svöl,“ útskýrir rapparinn og seg- ist einnig vilja bjóða Boyle út á lífið. „Ég myndi elska að bjóða henni á næt- urklúbba og gefa henni innsýn í minn heim. Hún myndi skemmta sér kon- unglega,“ segir 50 Cent. 50 vill dúett með Boyle VILL GERA DÚETT Rapparinn 50 Cent vill ólmur gera dúett með Susan Boyle og bjóða henni út á lífið. Fréttir um framhjáhald hins heimfræga kylfings Tiger Woods hafa ratað á forsíður fjölda dagblaða undanfarnar vikur. Frétt- irnar vöktu nokkra undrun meðal manna því hingað til hefur ímynd Woods verið nánast fullkomin. Kylfingurinn er þó ekki sá fyrsti frægi sem hefur stigið slíkt feilspor og rifjar Fréttablaðið upp nokkur fræg slík mál. Frægustu framhjáhöldin GÓMAÐUR Breski leikarinn Hugh Grant var gómaður með bandarískri vændiskonu árið 1995. Hann var þá í sambandi með fyrirsætunni Eliz- abeth Hurley. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en endaði þó ekki með skilnaði þeirra Hurley og Grants því þau héldu sambandi sínu áfram í nokkur ár. Á BAK VIÐ TJÖLDIN David Letterman ákvað að viðurkenna framhjá- hald sitt í spjallþætti sínum í haust. Þar sat hann og sagði áhorfendum frá því að hann hefði átt í tygjum við samstarfs- konu sína í nokkur ár á meðan salurinn hló þvingað að bröndurum spjallþáttakonungs- ins. Framhjáhaldið kom mörgum á óvart, enda hafði Letterman verið með sömu konunni í mörg ár. Kona Lettermans til margra ára rak hann á dyr en þau eru sögð vera að vinna í sínum málum. ÓTRÚ HVORT ÖÐRU Jude Law hélt framhjá kærustu sinni, leikkonunni Siennu Miller, með barnfóstrunni. Parið hafði þá verið saman í tvö ár og batt framhjá- haldið enda á samband þeirra. Stuttu síðar tók Miller aftur við Law en sambandið entist stutt og þau ákváðu að fara hvort sína leið. Þrátt fyrir að hafa upplifað sorgina á bak við slík svik lét Miller það ekki stöðva sig í því að taka saman við hinn gifta leikara Balthazar Getty, en hann yfirgaf konu sína og börn til að eyða tíma með Miller. KÆRÐUR Körfuboltakappinn Kobe Bryant hélt framhjá konu sinni með nítján ára gamalli stúlku sem kærði hann í kjölfarið fyrir kynferðislegt ofbeldi. Bryant viðurkenndi hliðarspor sitt en neitaði öllum ásökunum um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi og keypti demantshring til að bæta eiginkonu sinni skaðann. EKKERT UNGLAMB Ronnie Wood, meðlimur hljómsveitarinnar Rolling Stones, hafði verið giftur Jo Wood í 24 ár þegar hann batt enda á hjónabandið eftir að hafa hlaupist á brott með hinni nítján ára gömlu Ekaterinu. Þau hættu saman fyrr í vikunni eftir að Wood réðst á stúlkuna úti á götu og var handtekinn í kjölfarið. FRÆGASTA HLIÐARSPORIÐ Brad Pitt var giftur leikkonunni Jennifer Aniston þegar hann lék á móti Ang- elinu Jolie í Mr. and Mrs. Smith. Orðrómur um ástarsamband Pitts og Jolie á að hafa bundið enda á hjónaband hans og Aniston. Stuttu síðar tóku Jolie og Pitt saman. Hann hefur ávallt neitað þessum orðrómi en í nýlegu blaðaviðtali lét Jolie þau orð falla að hún leyfi börnum þeirra að horfa á umrædda kvikmynd því þar hafi foreldrar þeirra orðið ástfangnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.