Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 78
58 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR Þrándur Þórarinsson hefur vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir kraftmikil olíumálverk í gamaldags stíl. Hann heldur nú þriðju einkasýninguna sína á Hverfisgötu 18a (áður 101 gallerí). Sýningin stendur fram á Þorláksmessu. Þrándur, sem er þrítugur, tók bílpróf í fyrra og ætlaði að láta gamlan draum rætast, ferðast um landið og mála merkisstaði og landslag eins og gömlu meistar- arnir. Draumurinn endaði þó þar sem hann hófst, á vinnustofunni í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hann málaði tólf olíumálverk upp úr Áföngum, kvæði Jóns Helgason- ar frá 1939. „Það var bara einhver skortur af framtakssemi að ég tók ekki prófið fyrr,“ segir Þrándur. „Yngri systir mín tók það um síðustu jól og mér fannst ég ekki geta verið minni maður. Það var tími til kominn. Stóra hugmyndin með prófinu var að loksins gæti ég ferðast um land- ið og málað landslagið. Ég á ekki bíl og er frekar óöruggur í akstr- inum. Ég er alltaf dauðstressaður þegar ég sest undir stýri. Mér líst reyndar betur á sjálfskipta bíla. Prófaði þannig um daginn og það gekk þrusuvel. Það var eiginlega í fyrsta skipti sem ég ók eitthvað á hraðbrautunum í bænum. Ég hef forðast þær eins og heitan eldinn. En ég treysti mér í hvað sem er á sjálfskiptum.“ Myndir Þrándar geta verið drungalegar og ógnvekjandi. Hann hefur málað mynd af Grýlu að narta í óþægan krakka. „Áfangar er frekar myrkt kvæði svo mynd- irnar eru eftir því, en það verður ekki sett neitt aldursbann á sýn- inguna. Það ætti enginn að míga í sig við að sjá þessar myndir. Fyrir utan myndirnar upp úr Áföngum verður eitt og annað til sýnis. Ein myndin er til dæmis um manntalið 1703 og önnur um Tyrkjaránið.“ Og Þrándur er með draumaverk- efnið á hreinu. „Það væri draum- ur í dós að fá að mála altaristöflu í kirkju úti á landi svo ég komist einhvern tímann út úr bænum. Þá gæti maður mælt sig við hliðina á fyrirmyndunum, öllum þessum gömlu körlum,“ segir listamaður- inn. drgunni@frettabladid.is TREYSTI MÉR Í ALLT Á SJÁLFSKIPTUM DREYMIR UM BÍLFERÐIR ÚT Á LAND Þrándur Þórarinsson á vinnustofu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Það verður allt lagt í sölurnar og ég er með svo ótrúlega flott band með mér. Þarna eru Pétur Ben, Ómar og Óskar Guðjónssyn- ir, Magnús Tryggvason Elíassen, Eyþór Gunnarsson og Þorsteinn Einarsson (í Hjálmum), sem tekur ótrúlega flott slide-gítarsóló á disk- inum. Dætur mínar verða líka og Elín Ey ætlar að spila á undan. Ég tek öll lögin á diskinum og nokkur lög eftir Magga Eiríks líka.“ Þetta segir Ellen Kristjánsdóttir um útgáfutónleika sína fyrir plöt- una Draumey sem fara fram í Frí- kirkjunni í kvöld. Draumey er að stórum hluta unnin með Pétri Ben og er í hugljúfum og rólyndisleg- um dúr. Hvernig stendur eigin- lega á öllum þessum rólegheitum hjá Ellen? „Það er nú það!? Ég er allavega ekki neitt sérstaklega róleg sjálf. Eiginlega bara hrikalega ofvirk og með athyglisbrest! Núna er ég komin með svo margar hugmyndir að ég á erfitt með að einbeita mér að þessu verkefni.“ Þannig að við erum kannski að tala um brjálaða teknóplötu næst? „Það er draumurinn. Ég er ekki að djóka! Kannski fæ ég son minn 12 ára til að gera hann með mér. Nei, ég segi svona. En mér þykir ofsalega gaman líka að syngja kraftmikil lög, blús og soul til dæmis.“ Þannig að það er síðasti séns að sjá rólegu Ellen í kvöld? „Ha, ha, ha, já ætli það ekki bara. Ætli næsta plata heiti ekki bara Ellen hleypur um.“ - drg Rólega Ellen er ofvirk Í FRÍKIRKJUNNI Í KVÖLD Ellen er í skýj- unum yfir hljómsveitinni sem spilar með henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sölvi Kárason, nemandi við Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn annar fulltrúi Student Union Develop- ment Committee, nefndar sem vinnur að því að hlúa að og byggja upp stúdentafélög í löndum innan Evr- ópu. Nefndin hefur meðal annars verið að aðstoða stúdentafélög í Úkraínu og Bosníu við að bæta hag stúdenta þar. Sölvi hefur verið viðloðandi stúdentapólitík síðast- liðin tvö ár og er félagsmaður í Röskvu, samtökum félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Auk þess að sinna stúdentapólitíkinni stundar hann meistaranám í þróunarfræði við háskólann. „Ástæðan fyrir því að ég gekk upphaflega til liðs við Röskvu var sú að mig langaði að hjálpa til í baráttunni fyrir bættum hag stúdenta. Þótt við höfum það mjög gott á Íslandi miðað við víða annars staðar þá er alltaf eitthvað sem mætti bæta,“ útskýrir Sölvi. Hann segir þó stefnuna ekki tekna á landspólitíkina að námi loknu. „Ég veit ekki hvað mig langar að verða þegar ég er orðinn stór en ég sé ekki fyrir mér að fara í áframhaldandi pólitík. Stúdentapólitík er hagsmunabarátta sem mér finnst eiga lítið skylt við landspólitík.“ Heilmikil vinna fylgir því að sitja í stjórn SUDC og tekur Sölvi sæti í nefndinni í janúar og mun sinna því starfi næsta árið. Inntur eftir því hvort hann telji nefndarstarfið mikilvægt starf svarar Sölvi því ját- andi. „Þetta er tvímælalaust mikilvægt starf. Öll stúd- entapólitík á að ganga út á það að efla rödd stúdenta og nefndarstarfið hjálpar stúdentum að öðlast þessar rödd.“ - sm Bætir hag stúdenta í Evrópu HUGSJÓNAMAÐUR Sölvi Karlsson var kjörinn annar fulltrúi Student Union Development Committee. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í síðasta mánuði var blásið til hinnar árlegu Jólalagakeppni Rásar 2. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin og bárust tæplega 80 lög að þessu sinni. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda, en í fyrra sigraði Greta Salóme Stefánsdóttir með lagið Betlehem. „Það kennir ýmissa grasa og í úrslitum í ár eru stór og hátíðleg jólalög, lítil og sæt jólalög og allt þar á milli. Flytjendur eru allt frá hinum þriggja ára gamla Hróari Hrólfssyni til stórstjörnunnar Björgvins Halldórsson- ar,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2. Dóm- nefnd á vegum stöðvarinnar hefur nú valið tíu lög úr bunkanum og hlustend- ur sjá svo um að kjósa vinningslagið, en hægt er að hlusta á lögin og kjósa á heimasíðu Popplands, ruv.is/poppland. Lögin tíu munu hljóma á Rás 2 til miðvikudagsins 16. desember, en þá verður tilkynnt um sigurvegara í Jólalagakeppninni. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, en sigurvegarinn fær rúm frá Rekkjunni og 100.000 króna gjafabréf í Krónunni. - ag Hörð jólalagakeppni á Rás 2 FJÖLBREYTT KEPPNI „Flytjendur eru allt frá hinum þriggja ára gamla Hróari Hrólfssyni til stórstjörnunnar Björgvins Halldórssonar,“ segir Óli Palli. „Ég fer reglulega með barnaföt og leikföng upp í Fjölskylduhjálp og hef bara séð raðirnar lengjast,“ segir Soffía Karlsdóttir söngkona. Hún stendur ásamt hópi fólks fyrir jólatónleikum til styrktar Fjöl- skylduhjálp í kvöld. Tónleikarnir fara fram í Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði og hefjast klukkan 20. „Þegar ég fór upp í Fjölskyldu- hjálp í byrjun nóvember náði röðin út á götu. Fólk er að ganga þang- að langar leiðir með börnin sín, kerrur og poka og það er orðið hálf óraunverulegt að sjá þetta. Þá hringdi ég í Guðrúnu Árnýju systur mína og spurði hvort við gætum ekki gert eitthvað og við höfðum samband við þessar æðis- legu stelpur,“ segir Soffía. Söng- konurnar sem koma fram á tón- leikunum ásamt þeim systrum eru Dísella, Esther Jökulsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir og Mar- grét Árnadóttir. Um undirleik sjá þeir Óskar Þormarsson, Vignir Þór Stefánsson, Ólafur Þór Kristj- ánsson og Pétur Valgarð Péturs- son. „Allir vilja hafa þetta ofsa- lega flott og við erum búnar að æfa vel. Það er mikill metnaður fyrir því að hafa þetta flotta tónleika og eftirminnilega stund. Það voru allir boðnir og búnir að leggja sína vinnu í þetta og við fengum meira að segja allt niður í posann gefins,“ útskýrir hún. Miðasala verður við inngang- inn og rennur allur ágóði óskiptur til Fjölskylduhjálpar. „Fólk hefur verið að spyrja hvort það sé ekki forsala eða hvort hægt sé að panta miða, þannig að við eigum von á góðri mætingu,“ segir Soffía. - ag Syngja til styrktar Fjölskylduhjálp N1 Deildin KARLAR Fimmtudagur Höllin Digranes AKUREYRI - HAUKAR HK - GRÓTTA 19:00 19:30 2009 - 2010 LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA Jólatónleikarnir til styrktar Fjölskylduhjálp fara fram í Víði- staðakirkju í kvöld og hefjast klukkan 20. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.