Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 95
FIMMTUDAGUR 10. desember 2009 75
FÓTBOLTI Michael Owen minnti held-
ur betur á sig á þriðjudagskvöldið er
vængbrotið lið Manchester United
vann óvæntan útisigur á Wolfsburg,
1-3. Owen skoraði öll mörk United
í leiknum og var það hans fyrsta
þrenna fyrir ensku meistarana.
„Ég hef aldrei verið mjög hrif-
inn af því að tala um sjálfan mig; ég
kýs frekar að tala um liðið. Því er
samt ekki að neita að það er ljúft að
skora þrennu. Samt er aldrei hægt
að skora þrennu án aðstoðar félaga
sinna,“ sagði Owen auðmjúkur eftir
leikinn.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem
Owen skorar þrennu í Þýskalandi.
Hann gerði slíkt hið sama með
enska landsliðinu í München árið
2001. England vann þá ótrúlegan
stórsigur á Þjóðverjum, 1-5.
Mikil umræða er þegar farin
af stað í Englandi um það hvort
Owen eigi ekki að fá annað tæki-
færi með enska landsliðinu. Hann
hefur ekki verið í leikmannahóp-
um Fabio Capello landsliðsþjálf-
ara en frammistaða hans í Þýska-
landi hlýtur að hafa vakið Ítalann
til umhugsunar um hvort hann eigi
ekki að gefa Owen tækifæri.
Vissulega býr Owen ekki yfir
sama hraða og áður og þeir dagar
eru liðnir að hann trufli varnar-
menn andstæðinganna stöðugt. Það
sem hann býr aftur á móti yfir er
einstakur hæfileiki til þess að stað-
setja sig í teignum og klára færin.
Ekki búa allir framherjar enska
landsliðsins í dag yfir slíkri náðar-
gáfu.
Því spyrja blaðamenn nú hvort
Capello hafi hreinlega efni á að
skilja slíkan mann eftir næsta
sumar.
Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, sá enga ástæðu
til annars en að hrósa framherjan-
um í hástert eftir leikinn.
„Owen er frábær í teignum. Hann
er á öxlinni á mönnum og hleypur
framhjá varnarmönnum. Það er
hrein unun að sjá hvað hann tíma-
setur hlaupin sín snilldarlega,“ sagði
Ferguson um Michael Owen.
- hbg
Michael Owen stimplaði sig aftur inn í Þýskalandi:
Upprisa Michaels
Owen gegn Wolfsburg
ÞRENNA Michael Owen fagnar hér einu af þrem mörkum sínum gegn Wolfsburg.
NORDIC PHOTOS/AFP
Viðkomustaðir um allt land. Kynntu
þér afgreiðslutíma og síðustu ferðir
fyrir jól á vefnum www.flytjandi.is.
*Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,8 m. Hámarksþyngd 50 kg. Á ekki
við um kæli- eða frystivöru. Greiða verður fyrir pakkann á upphafsstað.
PI
PA
R
\
TB
W
A
T
•
SÍ
A
•
2
2
4
2
9
2
Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt upplifað
ógleymanlega stund. Tveir krakkar á aldrinum 7-9 ára fá að fara
ásamt fylgdarmanni á leik í Meistaradeild Evrópu í Englandi 2010 og
leiða leikmann inn á völlinn.
Fjölmargir skemmtilegir aukavinningar
SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á WWW.KREDITKORT.IS
UPPLIFUN SEM
ALDREI GLEYMIST
BARNIÐ ÞITT GÆTI LEITT HETJUNA SÍNA
INN Á VÖLLINN Í MEISTARADEILDINNI