Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 72
52 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
> SANDLER OG ANISTON
Adam Sandler verður seint sak-
aður um leti og nú heyrast frétt-
ir þess efnis að hann sé að
leggja drög að gamanmynd
með Jennifer Aniston. Sam-
kvæmt fyrstu fregnum eiga
Sandler og Aniston að ganga
í hjónaband til að gabba hið
opinbera.
Aðdáendur kvikmynda frá draumaverksmiðj-
unni í Hollywood eru fyrir löngu orðnir vanir
því að endurvinnsla er lykilorð hjá stóru
kvikmyndaverunum. Ef eitthvað skilar pen-
ingum aftur í kassann er gullkálfinum
síður en svo slátrað heldur er hann alinn
á öllu því besta þar til hann springur úr
ofáti. Ef svo má að orði komast.
Væntanlega þarf því ekki að koma
neinum á óvart að í undirbúningi skuli
vera Spider Man 4. Sú þriðja olli reynd-
ar töluverðum vonbrigðum hjá gagnrýn-
endum en aðsóknin var prýðileg. Og til
þess er horft í Hollywood. Samkvæmt frétt-
um vestanhafs standa nú yfir viðræður við
John Malkovich um að hann leiki vonda karl-
inn Vulture. Slíkt væri mikill happafengur
fyrir myndaflokkinn því fáir eru jafn góðir að
leika illmenni og Malkovich. Þá er víst einnig
orðrómur á kreiki um að Anne Hathaway leiki
Feliciu Hardy en samkvæmt myndasögu-
bókunum breytist hún í Svörtu læðuna.
Sannarlega spennandi.
Hin framhaldsmyndin sem nú er sögð
vera í bígerð kemur hins vegar ögn meira
á óvart, því samkvæmt Los Angeles Times
er Josh Brolin nú orðaður við Men in Black
3. Mynd númer tvö var afleit en nú á að
horfa aftur til fyrstu myndarinnar
og gera alvöru geimveruhasarg-
rín. Will Smith er að sjálfsögðu
í aðalhlutverkinu en vonandi
fær Brolin að njóta sín eftir
stórkostlega frammistöðu í
No Country for Old Men, W.
og American Gangster.
Framhaldsmyndir gera sig líklegar
Í FRAMHALDSMYNDIRNAR John
Malkovich og Josh Brolin eru
að íhuga tilboð um að leika í
framhaldsmyndum.
Leikstjóri Happy Feet, vinsælu teiknimynd-
arinnar um hina dansandi mörgæs Mumble,
er að undirbúa kvikmynd númer tvö. En ekki
hvað. Myndin sló í gegn beggja vegna Atl-
antshafsins. Kvikmyndavefur Empire greindi
síðan frá því í gær að samningar hefðu tekist
við bæði Elijah Wood og Robin Williams um að
þeir endurtækju radd-rullur sínar. Wood tal-
aði fyrir Mumble en Williams fór, að sjálf-
sögðu, á kostum sem Ramon.
Hollywood Reporter var fyrst
með fréttirnar en þar kemur
ekki fram hver söguþráðurinn
verður. Hins vegar er vitað að
þeir Wood og Williams verða
í Ástralíu einhvern tímann
snemma á næsta ári til að taka
upp raddirnar sínar ef ein-
hver skyldi hafa áhuga á því.
Wood talar fyrir dans-
andi mörgæs Bandaríski leikarinn Robin Williams hefur á undan-
förnum þremur áratugum
heillað áhorfendur með ein-
stökum leik. Honum hefur
tekist það sem fáir grínistar
hafa getað leikið eftir: að
sameina dramatík og húmor
í eina sæng.
Williams leikur aðalhlutverkið í
Disney-kvikmyndinni Old Dogs á
móti John Travolta sem frumsýnd
verður í kvikmyndahúsum borg-
arinnar um helgina. Williams fær
nú sennilega enga Óskarstilnefn-
ingu fyrir leik sinn eða húrrahróp
frá gagnrýnendum enda þykir Old
Dogs ekkert sérstaklega merki-
legur pappír ef marka má dóma á
kvikmyndavefsíðunni imdb.com.
Myndin fjallar um tvo viðskipta-
félaga sem óvænt þurfa að taka
að sér tvíbura með ófyrirséðum
afleiðingum.
Robin Williams er eiginlega
Íslendingavinur. Því hann styrkir
íslenska leikarann Þorvald Davíð
Kristjánsson til náms í Julliard-
háskólanum í New York. Þar lærði
Williams fræði sín ásamt Ofur-
menninu Christopher Reeve. Þeir
tveir héldu ákaflega traustri og
góðri vináttu allt til dauðadags
Reeves. Ferill Williams hófst fyrir
alvöru í sjónvarpsþáttunum Happy
Days. Sagan segir að framleiðandi
þáttanna, Garry Marshall, hafi
beðið Williams um að setjast niður
enda hafði hann verið á iði alla
áheyrendaprufuna. Williams stóð
á haus ofan á stólnum og Mars-
hall réð hann á staðnum. „Hann
var eina geimveran sem mætti
í inntökuprófið,“ sagði Marshall
seinna meir um þessa stund með
Williams.
Ferillinn á hvíta tjaldinu hófst
með titilhlutverkinu í Stjána bláa
en hann vakti fyrst athygli fyrir
frammistöðu sína í kvikmyndinni
The World According to Garp sem
byggð er á samnefndri skáldsögu
Johns Irving. Williams fékk þó ekki
Óskarstilnefningu eins og meðleik-
arar hans, John Lithgow og Glenn
Close, og þurfti að bíða í fimm ár
eftir henni. Williams sló þá í gegn
með stórkostlegri frammistöðu í
Good Morning Vietnam. Túlkun
hans á útvarpsmanninum Adri-
an Cronauer var stórfengleg og
þar sýndi Williams hvers hann
er megnugur, að ná því í nánast
einni og sömu tökunni að fá áhorf-
endur til að veltast um af hlátri
en um leið fyllast samúð og sam-
kennd. Williams er nefnilega ekk-
ert síður góður þegar hann tekur
að sér dramatísk hlutverk í kvik-
myndum á borð við Fisher King og
Good Will Hunting en þegar hann
bregður sér í hlutverk trúðsins.
Einkalíf Williams hefur síður
en svo verið dans á rósum, hann er
tvíkvæntur og glímdi við kókaín-
fíkn á níunda áratug síðustu aldar.
„Kókaín er leið Guðs til að segja
þér að þú sért að græða of mikið
af peningum,“ sagði Williams eitt
sinn. Hann skráði sig í meðferð við
misnotkun áfengis fyrir þremur
árum og hefur haldið sér frá flösk-
unni síðan þá. fgg@frettabladid.is
Meistari gamanleiksins
The World According To Garp
(1982)
Good Morning Vietnam (1987)
Dead Poets Society (1989)
The Fisher King (1991)
Aladdin (1992)
GAMLAR OG GÓÐAR
WILLIAMS-MYNDIR
Hún er fjölbreytt flóran sem ratar í kvikmyndahús
borgarinnar um þessa helgina. Fyrst ber að nefna
heimildarmyndina Anvil sem fjallar um samnefnda
rokkhljómsveit frá Kanada. Þrátt fyrir að hún hafi
haft áhrif á hljómsveitir á borð við Metallicu, Slayer
og Anthrax þá hefur henni sjálfri aldrei tekist að slá
almennilega í gegn. Heimildarmyndin fjallar um síð-
ustu tilraun þeirra til að „meikaða“ í Evrópu.
Næst ber að nefna The Bad Lieutenant: Port of
Call – New Orleans. Myndin er sögð vera endurgerð
frægrar kvikmyndar Abels Ferrara, The Bad Lieut-
enant, þar sem Harvey Keitel fór á kostum í hlut-
verki The Lieutenant. Að þessu sinni er það Nichol-
as Cage sem leikur gjörspilltan lögreglumann í New
Orleans en hann lendir í mikilli klemmu þegar hann
verður uppvís að því að stela kókaíni á morðstað. Með
önnur hlutverk fara þau Eva Mendes og Val Kilmer
en myndin fær prýðilega dóma á imdb.com. Leikstjóri
er hinn sérvitri Werner Herzog.
Þriðja myndin sem verður frumsýnd heitir Sorority
Row. Söguþráðurinn er kunnuglegur: hópur háskóla-
stelpna ákveður að reyna að fela dauða einnar úr
systrafélaginu þeirra eftir að ósmekklegur hrekk-
ur misheppnast. Þegar dularfull morð hefjast ári
seinna uppgötva stelpurnar að morðinginn veit hvað
þær gerðu. Rumer Willis, dóttir Bruce Willis og Demi
Moore, leikur aðalhlutverk-
ið í myndinni.
Síðast ber að nefna að
sjötta myndin í Saw-flokkn-
um verður frumsýnd um
helgina.
Alvörurokk og hryllingur
Allt útlit er fyrir að fleiri
gamlir vinir úr Hringa-
dróttinssögu-bálkinum
snúi aftur í kvikmynd-
inni Hobbitanum sem
byggð er á samnefndri
bók J.R.R. Tolkien. Peter
Jackson upplýsti í
samtali við MTV-
sjónvarpsstöðina
nýverið að viðræð-
ur stæðu yfir við
Hugo Weaving og
Cate Blanchett um
að bregða sér aftur í
hlutverk álfakóngsins
Elrond og álfadrottn-
ingarinnar Galadriel.
Eins og flestir ættu
að vita er Hobbitinn
forleikurinn að Hringa-
drottinssögu. Guillermo
del Toro leikstýrir en Jack-
son sér um framleiðslu og
kemur að handritsgerðinni.
Þegar hefur verið greint frá
því að Ian McKellen ætli að
endurtaka leik sinn sem
Gandálfur og að Andy
Serkis verði enn og
aftur Gollrir. Sam-
kvæmt imdb.com er
ráðgert að mynd-
in verði frumsýnd
2011.
Gamlir snúa aftur
SPILLTUR Nicholas Cage og Eva
Mendes leika í kvikmyndinni
The Bad Lieutenant: Port of Call
– New Orleans.
EINN AF ÞEIM BESTU
Samkvæmt Entertainment Weekly er Williams einn
af 25 fyndnustu leikurum allra tíma. Hæfileikar hans
eru þó ekkert síðri á dramatíska sviðinu
þar sem ferill hans hefur náð hæstu
hæðum. Þorvaldur Davíð Kristjáns-
son er einn af þeim sem hafa notið
góðs af rómaðri góðmennsku leik-
arans en Williams styrkir íslenska
leikarann til náms í Julliard-skólan-
um í New York.
SPENNANDI Peter
Jackson hefur upp-
lýst að gamlir vinir
úr Hringadrottins-
sögu gætu snúið
aftur í The Hobbit.
TALAR FYRIR MÖRGÆS Elijah Wood
tala fyrir mörgæsina Mumble í
Happy Feet 2.