Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 10. desember 2009 5
Lady Gaga, eða Stefani Joanne Angelina Germanotta er bandarísk
söngkona, lagasmiður og sviðslistamaður. Hún er 24 ára gömul en
hefur verið viðriðin tónlistarbransann í lengri tíma. Aðeins 19 ára náði
hún samningum við Def Jam Records en var fljótlega sparkað. Yfir-
menn þar á bæ sjá líklega eftir því í dag.
Eftir það kom Gaga fram á ýmsum rokkuppákomum í New York en
starfaði meðfram því sem lagasmiður fyrir Interscope Records meðal
annars fyrir listamanninn Akon sem benti yfirmönnum hjá fyrirtæk-
inu á að leyfa Gaga að spreyta sig eftir að hann heyrði hana syngja.
Hún gaf út sína fyrstu plötu, The Fame í ágúst 2008 og frægðarsól
hennar hefur risið síðan. Bæði gagnrýnendur og áheyrendur eru á
einu máli um að þarna fari sérstök lafði. Lög hennar á borð við Just
Dance og Poker Face hafa farið sigurför um heiminn og fyrra lagið
var tilnefnt til Grammy-verðlaunanna.
Fatastíll Gaga þykir með eindæmum furðulegur á köflum. Hún er
undir áhrifum bæði í tónlist og stíl frá glysrokkurum á borð við David
Bowie og The Queen en einnig fær hún innblástur frá söngvurum á
borð við Madonnu og Michael Jackson.
solveig@frettabladid.is
Hin mörgu
andlit lafði Gaga
Mikil gleði en hálfgerð klikkun ríkir í fatavali tónlistarkonunnar Lady
Gaga sem skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta ári.
Blái
draugur-
inn, gæti
þessi mynd
heitið. Svona
mætti Lady
Gaga til fara
á uppákomu
í New York í
október.
Lafðin fer víða. Í þessum fötum
mætti hún í hinn vinsæla þýska
þátt Wetten dass …? í Þýskalandi.
Listrænn stjórnandi Christian Dior, John Galliano, sér venjulega
um að hanna hátískukjóla fyrir stjörnur á borð við Gwen Stef-
ani, Ditu Von Teese og Sharon Stone, en fyrir þessi jól breytti
hann til og hannaði jólatré.
Dior-tréð er sex metra hátt og búið til úr pappamassa
og stendur í anddyri hótelsins Claridge‘s í London.
Jólatréð er ekki beint jólalegt. Það er málað í metal-
bláum litum og í greinum þess leynast hlébarði, páfa-
gaukar og drekafluga.
„Ég kem oft á Claridge‘s þegar ég er í London og
finnst skemmtilegt að geta komið með smá flækju á
hið hefðbundna jólatré.
Dior-tréð var sett upp 1. desember en þá var einn-
ig sett upp sýning á 20 gömlum kjólum úr safni Dior
sem Galliano valdi. Tréð mun standa í anddyrinu fram
á þrettándann. Teikning af jólatré Galliano.
Fáir myndu halda því fram að Lady
Gaga sé venjuleg. Hér kemur hún
fram á bandarísku tónlistarverð-
launahátíðinni nýlega.
Nei, þetta er ekki búningur sem Lady
Gaga notar á sviði heldur föt sem
hún klæddist á göngu í Manhattan í
nóvember.
Lady Gaga á tón-
leikum í Washing-
ton í september.
Lady Gaga
var greinilega
undir áhrifum
frá Madonnu
þegar hún valdi
þennan búning.
Lady Gaga
kemur fram á
MOCA NEW í
Los Angeles í
nóvember.
NORDICPHOTOS/GETTY
Galliano hannar jólatré
JOHN GALLIANO ER BEST ÞEKKTUR FYRIR SKÖPUNARVERK SÍN Á TÍSKUPÖLLUNUM.
NÚ HEFUR HANN TEKIST Á VIÐ NÝTT VERKEFNI OG HANNAÐ ÆVINTÝRALEGT JÓLATRÉ.