Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 96
76 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI Það var ekki að sjá á
Portúgalanum Cristiano Ronaldo
að hann hefði verið meiddur í tvo
mánuði þegar Real Madrid sótti
Marseille heim í Meistaradeild-
inni.
Ronaldo skoraði tvö mörk í
leiknum og það fyrra úr hreint
út sagt stórkostlegri aukaspyrnu.
Hann var svo góður að Zinedine
Zidane, fyrrum leikmaður Real,
kallaði Ronaldo einstakan eftir
leikinn.
„Ég er glaður að hafa skor-
að sem og að við unnum riðilinn
okkar. Þetta var frábær leikur og
ég verð að hrósa liðinu okkar sem
spilaði frábæran fótbolta,“ sagði
Ronaldo hógvær en hann segist
enn eiga nokkuð í land með að ná
fullum styrk.
„Ég er ekki alveg orðinn 100
prósent góður. Ég get gert meira
og líkamlega á ég nokkuð í land.
Þetta er samt allt á réttri leið og
ég hef unnið vel með sjúkraþjálf-
urum og læknum síðustu vikur,“
sagði Ronaldo.
Ronaldo verður ekki með Real
Madrid um helgina gegn Valenc-
ia þar sem hann fékk rautt spjald
fyrir að sparka í andstæðing í
leik Real um síðustu helgi. - hbg
Cristiano Ronaldo:
Ekki orðinn 100
prósent góður
CRISTIANO RONALDO Sýndi ótrúleg
tilþrif gegn Marseille í Frakklandi.
NORDIC PHOTOS/AFP
HANDBOLTI Það vakti nokkra athygli
síðasta sumar þegar Ragnar Snær
Njálsson yfirgaf herbúðir HK
til þess að spila með A.O. Dimou
Thermaikou í Grikklandi. Honum
stóð til boða að fara annað en ákvað
að kýla á tilboðið í Grikklandi þó
svo að hann vissi ekkert hvað hann
væri að fara út í.
„Ég er verulega ánægður með
dvölina hérna. Þetta er búið að
vera vonum framar og þá sérstak-
lega handboltinn. Liðið er sterk-
ara en ég bjóst við og deildin er
það líka. Ég vissi ekkert við hverju
væri að búast og hélt kannski að ég
hefði gert vitleysu með því að hafna
hinum tilboðunum,“ segir Ragnar
Snær.
Ætlast var til þess af liðinu fyrir
mót að það berðist um eitt efstu
þriggja sætanna. Gengi liðsins
var gott í upphafi en nokkuð hefur
hallað undan fæti í síðustu leikjum.
Dimou hefur nú tapað fjórum leikj-
um í röð og er komið í neðri hluta
deildarinnar. Ekki er þó við Ragn-
ar að sakast því hann hefur leikið
mjög vel.
„Það hefur verið mikill stíg-
andi í mínum leik og ég er að læra
meira og meira inn á sjálfan mig á
hverjum degi. Ég er búinn að skora
svona 7-10 mörk í flestum leikjum.
Svo skoraði ég 14 mörk í 15 skot-
um í Evrópuleik um daginn,“ segir
Ragnar en þökk sé hans framlagi
er Dimou komið í sextán liða úrslit
í Áskorendakeppni Evrópu.
Ragnar segir að fín stemning sé
á leikjunum í Grikklandi þó svo að
áhorfendur séu kannski ekki alltaf
mjög margir. Þeir sem mæti láti í
sér heyra.
„Við erum með sterkan kjarna
af stuðningsmönnum. Það eru
svona menn sem deyja fyrir klúbb-
inn. Á laugardaginn mætum við
nágrannaliðinu en liðin hatast.
Það er búist við algjörri geðveiki
á þeim leik enda er von á fótbolta-
bullunum líka sem mæta ekki oft
á handboltaleiki. Úr verður mergj-
uð stemning,“ segir Ragnar Snær,
sem kann afar vel við líf atvinnu-
mannsins.
„Venjulegur dagur hjá mér er að
vakna um 10 og fara í ræktina. Svo
er það hádegismatur með liðinu
áður en maður fer kannski á strönd-
ina í einn kaffibolla og kíkir á netið
í leiðinni. Á kvöldin er maður síðan
bara í Playstation eða glamrar á gít-
arinn þegar æfing er búin.“
Ragnar býr í 50 þúsund manna
strandbæ rétt hjá Þessalóniku.
Bærinn er mikill sumarleyfisstað-
ur og því er rólegt í bænum yfir
vetrartímann.
„Ég er aðeins búinn að ná lit en
samt ekkert miðað við hina súkk-
ulaðistrákana. Þeir eru svakalegir.
Ég er enn bara hvíti víkingurinn,“
segir Ragnar hlæjandi.
Hann var nýkominn af húðflúr-
stofu þegar blaðamaður Frétta-
blaðsins náði í hann. Var það í
fyrsta skipti sem Ragnar fær sér
húðflúr en hann sagði það óumflýj-
anlegt.
„Fylgir það ekki atvinnumennsk-
unni að fá sér húðflúr?“ segir Ragn-
ar og hlær við.
„Ég fékk mér meira að segja tvö
húðflúr. Það dugar ekkert minna.
Ég fékk vin minn, sem er graf-
ískur hönnuður, til þess að hanna
fimm stjörnur sem liggja saman
innan á úlnliðnum. Svo er ég með
The sky is the limit innan á vinstri
byssunni. Stjörnurnar þýða margt
en það er ákveðinn stigi sem ég sé
fyrir mér. Ég er að klífa þennan
stiga. Er að klára fyrstu stjörn-
una og næsta stjarna er stærri. Sú
síðasta er síðan stærst og þangað
ætla ég mér að ná.“
henry@frettabladid.is
Er bara hvíti víkingurinn við
hliðina á súkkulaðistrákunum
Handknattleiksmaðurinn Ragnar Snær Njálsson hélt út í óvissuna í sumar er hann gekk til liðs við gríska
félagið A.O. Dimou Thermaikou. Dvölin í Grikklandi hefur komið Ragnari skemmtilega á óvart. Hann spil-
ar vel sjálfur og nýtur lífsins í sólinni til hins ítrasta. Nú síðast fékk hann sér tvö húðflúr.
HÚFLÚRIN Ragnar fékk sér tvö húðflúr í
vikunni. MYND/ÚR EINKASAFNI
Á VÍTALÍNUNNI Ragnar hefur verið iðinn við markaskorun. MYND/ÚR EINKASAFNI