Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 92

Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 92
72 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Komast Akureyringar á toppinn? Það er sannkallaður stórleikur í N1-deild karla í kvöld. Þá tekur lið Akureyrar á móti toppliði Hauka. Eftir magurt gengi framan af móti hefur Akureyrarlið- ið heldur betur dottið í gírinn og unnið fimm leiki í röð. Fyrir leik kvöldsins sitja Haukar á toppnum með 12 stig en Valur og Akureyri koma þar á eftir með 11 stig. Akureyringar komast því á toppinn með sigri. Hinn leikur kvöldsins er viðureign HK og Gróttu en þau mætast í Digranesi. Valsmenn spila síðan gegn FH á laugardag. KÖRFUBOLTI Mikið verður um dýrðir á laugardaginn þegar Stjörnuleikur KKÍ fer fram. Hefðbundin dagskrá verð- ur með stjörnuleikjum karla og kvenna. Bæði kynin keppa líka í þriggja stiga keppni og svo verð- ur troðslukeppnin á sínum stað. Einn af hápunktum dagsins er þó klárlega leikur eldri lands- liðsmanna gegn landsþekktum Íslendingum. Valinn maður er í hverju rúmi hjá gamla landsliðinu en með því spila Jón Kr. Gíslason, Teitur Örlygsson, Guðmundur Bragason, Guðjón Skúlason, Tómas Holton, Páll Kolbeinsson, Herbert Arn- arson, Sigurður Ingimundarson, Falur Harðarson og Birgir Mika- elsson. Liðinu stýrir síðan Torfi Magnússon. Lið landsþekktra einstaklinga er áhugavert en með því leika meðal annars Auðunn Blöndal, Hilmir Snær Guðnason og Sverr- ir Bergmann. KKÍ mun greina frá fleiri leikmönnum liðsins er nær dregur leik. - hbg Stjörnuhelgi hjá KKÍ: Stjörnur gegn kempum FLOTTUR Guðjón Skúlason bregður á leik fyrir „nokkrum“ árum. MYND/ÆGIR MÁR KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðarson er í mjög stóru hlutverki í titilvörn sænsku meistaranna í Sundsvall Dragons. Hann er annar leikstjórn- enda liðsins, stigahæsti leikmaður- inn og það er gott dæmi um stöðu hans að í lok leiks á móti Södertäl- je á þriðjudagskvöldið setti þjálf- arinn það í hendurnar á honum að tryggja liðinu sigur. Jakob brást ekki bogalistin og skoraði hann sína aðra flautukörfu á tímabil- inu. „Það gefur manni gott sjálfs- traust að skora svona körfu. Það er ekki oft sem þetta gerist og aldrei hjá sumum. Þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að geta sagst hafa skorað svona körfur. Ég var ekki búinn að skora svona körfu áður, en eina flautu- karfan mín fyrir þetta tímabil var í landsleiknum í Höllinni um árið. Þetta gerir sigurinn klárlega ennþá sætari,“ segir Jakob og lýsir lokasekúndunum. „Þeir skoruðu úr tveimur vítum þegar fimm sekúndur voru eftir og komust þá einu stigi yfir. Við tókum leikhlé og fengum boltann á miðjunni. Ég fékk boltann úr inn- kastinu, dripplaði, bjó til pláss frá manninum mínum og fékk nokk- uð opið skot á vítalínunni,“ segir Jakob og bætir við: Sett upp fyrir hann „Þetta var sett upp fyrir mig. Ég átti að keyra að körfunni og sjá til hvað myndi gerast, hvort þeir myndu hjálpa eða ekki,“ sagði Jakob. Þetta var önnur flautu- karfa hans á tímabilinu en hin kom í leik á móti Borås í október. „Það var svona miðjuskot og því meiri heppni í því,“ rifjar Jakob upp. Útlitið var ekki bjart fyrir Jakob og félaga þegar fjórði leikhlutinn hófst en þeir voru þá ellefu stig- um undir á heimavelli á móti þriðja neðsta liði deildarinnar. „Við erum búnir að gera allt of mikið af því að koma til baka í lokin. Það er eitthvert þema hjá okkur að bíða með það fram í fjórða leikhluta að fara að spila eins og menn,“ segir Jakob. Þriðji í vítanýtingu Jakob hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni. Hann er sjöundi stiga- hæsti leikmaður deild- arinnar með 16,7 stig í leik auk þess að vera í níundi sæti í stoðsend- ingum með 4,0 að með- altali. Jakob er auk þess með þriðju bestu vítanýtinguna (86 pró- sent) og sjöundu bestu þriggja stiga nýting- una en hann hefur sett niður 41,5 prósent lang- skota sinna. Jakob deilir leikstjórn- andastöðunni með lands- liðsbakverðinum Matt Levin. Hann segir það ekkert mjög ólíkt því að spila við hlið Jóns Arnórs eins og hann gerði með KR í fyrra- vetur. „Það er svo sem ekki mikil breyt- ing að spila við hliðina á honum frá því að spila við hliðina á Jóni. Allt skipulagið á liðinu er mjög svip- að og það var heima í fyrra, sem er ein af ástæðunum fyrir því að mér hefur gengið svona vel,“ segir Jakob og það er ljóst að þeir mynda eitt allra flott- asta bakvarða- par deildar- innar. „Hann er rosalega góður og með mikla reynslu enda búinn að spila á Ítalíu í fimm ár. Hann er algjör toppleik- maður og ekta leikstjórnandi sem hugsar um liðið og að gefa boltann fyrst. Þegar Matt Levin kom var ég búinn að vera aðeins meira sem skotbakvörður. Við skiptum þessu á milli okkar. Sóknin okkar er þannig sett upp að ásinn og tvist- urinn eru mjög svipaðir,“ segir Jakob, sem fagnar því að liðið spili hraðan bolta. Með snöggt lið „Þetta hentar mér mjög vel. Við erum með snöggt lið og erum svo- lítið öðruvísi en mörg lið í sænsku deildinni. Stóru strákarnir okkar eru íþrótta- menn sem hlaupa og hoppa. Við reynum því að keyra hraðann upp, sem hentar mér mjög vel,“ segir Jakob. Eftir tíu daga er stór- leikur við topplið deildarinnar í Solna þar sem æskufélagi hans, KR-ingurinn Helgi Már Magn- ússon, spilar. „Það er rosalega mikil- vægur leikur fyrir okkur. Við erum á heimavelli og erum búnir að tapa á móti hinum toppliðunum. Það er mikilvægt að vinna þann leik,“ segir Jakob. ooj@frettabladid.is Búinn að skora tvær flautukörfur Jakob Örn Sigurðarson er að gera mjög góða hluti með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfu og í fyrrakvöld tryggði hann liðinu 82-81 sigur á Södertälje með sinni annarri flautukörfu á tímabilinu. SJÖUNDI Jakob Örn Sigurðarson er að skora 16,7 stig í leik fyrir Sundsvall Dragons og er í 7. sæti yfir stigahæstu menn. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL Ólafur Ólafsson er aðeins nítján ára gamall og rétt nýskriðinn upp í meistaraflokk en hefur þó skorað á alla bandarísku leikmenn Iceland Express deildarinnar þegar hann mætir til þess að verja troðslumeist- aratign sína á Stjörnuleik KKÍ á laugardaginn. „Ég er búinn að fá mikil viðbrögð við þessari áskorun. Ég er búinn að fá ýmis skot hingað og þangað sem og inni á fésbókinni. Það eru allir að vona að ég tapi og þetta verði rekið ofan í mig af því að þetta hafi verið of stórar yfirlýs- ingar hjá mér,“ segir Ólafur en þetta var þó ekki alveg að hans frumkvæði. „Friðrik Ingi framkvæmastjóri hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi vera með. Ætli ég hafi ekki verið aðeins pressaður út í það að skora á hina. Ég er tilbúinn að takast á við það. Ég væri ekki í þessu nema ef ég væri til að takast á við hluti,“ segir Ólafur. Hann býst við mun harðari keppni nú. „Þetta verður miklu erfiðara. Ég er búinn að sjá þessa karla troða og veit að þeir hoppa frekar hátt,“ segir Ólafur, sem sjálfur hoppar nánast hæð sína í loft upp en hann segist vera búinn að bæta sig síðan hann vann troðslukeppnina fyrir tveimur árum. „Ég er búinn að bæta við mig og styrkja á mér lappirnar. Stökkprógrammið hjá Friðriki í sumar skilar sér örugglega eitthvað.“ Ólafur sækir hugmyndir sínar hingað og þangað. „Ég er ekki búinn að æfa neitt sérstaklega fyrir þetta en ég er búinn að fá tillögur frá liðsfélögunum. Ég er búinn að horfa á menn troða á netinu og svo sér maður alltaf þessar keppnir í NBA-deildinni. Ég á nóg uppi í erminni,“ segir Ólafur. Margir bíða örugglega spennt- ir eftir því hverju þessi litríki körfuboltastrákur tekur upp á. Ólafur er þó ekkert að farast úr áhyggjum fyrir laugardaginn. „Þetta verður bara gaman og ekkert annað. Ég sef örugglega vel. Ég fór seint að sofa fyrir síðustu keppni og ætli ég fari ekki aðeins fyrr að sofa núna,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég ætla að reyna að koma á óvart og gera eitthvað nýtt. Það er ekki alltaf hægt að vera með það sama því þá vinnur maður ekki. Ég er ekki að fara í þessa keppni til þess að tapa. Þetta verður alvöru,“ sagði Ólafur að lokum. ÓLAFUR ÓLAFSSON, 19 ÁRA TROÐSLUMEISTARI ÚR GRINDAVÍK: SKORAÐI Á ALLA KANANA Í DEILDINNI Það eru allir að vona að ég tapi troðslukeppninni SUND Evróumeistaramótið í 25 metra laug hófst í Istanbul í Tyrk- landi í morgun. Það er SH-stelp- an Hrafnhildur Lútersdóttir sem stingur sér fyrst en hún syndir þá í undanrásum í 50 metra bringusundi. Hrafnhildur syndir einn- ig seinna um daginn í 200 metra fjórsundi þannig að það verður nóg að gera hjá henni í dag. Sindri Már Jak- obsson úr ÍRB syndir 100 metra flugsund á milli sunda Hrafn- hildar og í lok undanrásanna synda síðan þær Ingibjörg Kristín Jóns- dóttir úr SH og Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR í 100 metra skriðsundi. Í pistli frá farastjóra hópsins, Ragnari Marteinssyni, kemur fram að mikið hafi verið rætt um nýju pallana eða startblokkirn- ar eins og þær eru kallaðar. Pallarnir eru aðeins breyttir þannig að aftari fótur er með uppstigi. Þetta á að vera betra í spyrnunni í startinu og er það örugglega en erfitt er að venjast svona löguðu á stuttum tíma og það getur haft áhrif á einbeiting- una. Ragnar sagði líka frá því að örygg- isgæsla á mót- inu sé lítil sem engin og hver sem er hefði getað gengið inn í höllina í gærmorgun og feng- ið sér sundsprett í keppnislauginni. - óój Evrópumeistaramótið í 25 metra laug hefst í dag: Hrafnhildur byrjar BYRJAR Hrafnhild- ur Lúthersdóttir úr SH syndir í tveimur greinum á EM í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.