Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 30
30 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is UMRÆÐAN Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifar um jafnréttismál Síðasta vika hefur farið í umræðu um Icesave, reynt hefur á þolrifin í málþófi og margt verið sagt. Sumt nokk- uð gáfulegt, annað miður gáfu- legt og á stundum hefur maður skammast sín fyrir sinn annars góða vinnustað. Hvað sem því líður er það hreint út sagt sorg- legt að nýir þingmenn skuli temja sér orðfæri og tjá viðhorf sem hafa í för með sér hreina afturför á Alþingi. Framsóknarflokkurinn hefur kynnt sig fyrir og eftir síðustu kosningar sem Nýja Fram- sóknarflokkinn en nýir fulltrúar hans á þingi hafa einkum keppst við að bæta í stóryrðaflaum á þeim vettvangi. Þó tekur steininn úr þegar formaður flokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd gera sig hvað eftir annað bera að kvenfyrirlitningu með því að tala niður til kvenna á þingi. Sérstaka athygli mína hefur vakið yfirlæti Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar þegar hann hefur átt orðastað við for- sætisráðherra. Síðast hóf hann ræðu sína í lok 2. umræðu um Icesave með því að væna ráðherrann um skilnings- og þekkingarleysi og bar þó mál- efnaleg og rökföst ræða Jóhönnu Sigurðardótt- ur langt af stóryrðaræðu hans. Formaður Fram- sóknarflokksins gat sér þess þó til að ástæða þessa gæðamunar væri sú að Jóhanna hefði ekki samið ræðuna sjálf! Ég er ekki í nokkrum vafa um að Sigmund- ur Davíð hefði aldrei vogað sér að viðhafa þessi ummæli ef ráðherra væri karlmaður. En formað- ur Framsóknarflokksins telur sig klárlega þess umkominn að tala með þessum hætti niður til konu sem hefur 30 ára reynslu af þingstörfum og þekk- ir málefni ríkisins betur en flestir aðrir. Höskuld- ur Þórhallsson bætti svo um betur í umræðunni og taldi ástæðuna fyrir því að forsætisráðherra væri ekki viðstödd umræðuna vera að hún væri örugg- lega heima að baka. Ég hélt að karlremba af þessu tagi heyrði sögunni til. En sé „drengjaremba“ af þessu tagi það sem Nýi Framsóknarflokkurinn hefur helst fram að færa á Alþingi þá er um aft- urkipp í jafnréttismálum að ræða hér á landi. Það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir alla jafnréttis- sinna. Höfundur er alþingismaður. Drengirnir á Alþingi STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Nú er fyrsti dómurinn fall-inn. Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt tvo starfs- menn Kaupþings til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsis- vistar fyrir markaðsmisnotk- un. Í niðurstöðu dómsins segir: „Brot ákærðu eru alvarleg og var brotið gegn trausti fjár- festa í peningamarkaðssjóðnum sem hér um ræðir og almennt á verðbréfamarkaði. … Þá voru brotin ítrekuð … Þótt hvorug- ur þeirra hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta við framn- ingu brotanna þykir háttsemi þeirra sýna styrkan og einbeitt- an brotavilja.“ Fjöldi svipaðra dómsmála er í uppsiglingu vegna frekari grun- semda um markaðsmisnotkun. Af þeim sökum hlýtur sú spurn- ing að vakna, hvort hinir dæmdu frömdu brotin að eigin frum- kvæði eða með vitund og vilja yfirmanna í bankanum. Fyrir dómi reyndu sakborningarnir ekki að skella skuldinni á stjórn- endur bankans. Óvíst er, hvort sakborningar í öðrum málum af sama toga munu haga málsvörn sinni með sama hætti. Ekki er heldur að svo stöddu ljóst, hvort hinir dæmdu munu áfrýja dóm- inum til Hæstaréttar. Líkur á sakfellingu Þennan fyrsta dóm og þau mál önnur, sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent til sérstaks saksóknara, þarf að skoða í ljósi þess, að FME sendir ekki til sér- staks saksóknara önnur mál en þau, sem lögfræðingar eftirlits- ins telja miklar líkur á, að leiði til sakfellingar. Fjármálaeft- irlitið hefur á að skipa á þriðja tug lögfræðinga auk annarra sérfræðinga og hefur að undan- förnu rækt skyldur sínar með prýði. Því færi að svo stöddu ekki vel á að sameina eftirlitið Seðlabankanum, svo sem rætt hefur verið um. Tilraunir til að hrófla við FME eins og sakir standa gætu vakið grunsemdir um áhuga innan stjórnkerfisins á að færa eftirlitið aftur í fyrra horf. Smálaxar, stórlaxar Dómurinn yfir Kaupþingsmönn- unum tveim vekur vonir um, að þeir, sem með refsiverðri hátt- semi stuðluðu að hruni bank- anna, þurfi að minnsta kosti sumir að sæta ábyrgð að lögum. Dómurinn ætti að sefa ótta þeirra, sem vantreysta dóms- kerfinu og hafa sagzt sannfærð- ir um, að enginn þurfi að sæta fangelsi vegna hrunsins. Hér er mikið í húfi, ekki aðeins fram- gangur réttvísinnar, heldur einnig afkomuhorfur landsins. Þjóðin stendur nú frammi fyrir margþættri áskorun, þar á meðal þeirri ógn, að mikill fjöldi fólks fari úr landi vegna atvinnu- missis og af öðrum ástæðum. Ferillinn er hafinn: Íslending- um fækkaði 2009 í fyrsta skipti frá 1889. Landið má þó ekki við mikilli mannfækkun, þar eð þá þyngist að því skapi skattbyrði hinna, sem eftir eru. Skyndileg mannfækkun í neyð frekar en af fúsum, glöðum og frjálsum vilja hneigist einnig til að veikja innviði samfélagsins og sundra fjölskyldum og vinum. Þjóðinni ríður nú á að halda hópinn. Virðing landsins Fólksfæðin er þó ekki versti óvinur landsins, enda hefur flestum öðrum smáríkjum tek- izt að sneiða hjá hruni. Vandi Íslands fyrr og nú er að ýmsu leyti líkari vanda Rússlands, þar sem harðsvíraðar klíkur bítast um völdin og ein þeirra hefur náð að sölsa ríkisvaldið undir sig, og á Rússland þó að heita lýðræðisríki. Upptökin að valdabaráttunni nú þar eystra má rekja til einkavæðingar rík- isfyrirtækja og aðgangsins, sem óprúttnir menn gátu þá tryggt sér að orkulindum og öðrum náttúruauðæfum, líkt og lögfest- ing kvótakerfisins og einkavæð- ing bankanna á silfurfati lögðu grunninn að hruninu hér heima. Einn angi vandans fyrir aust- an er undirgefni dómskerfisins við framkvæmdarvaldið, sem hefur öll ráð ríkisins í hendi sér. Rússum hefur fækkað á hverju ári frá 1992. Hér heima er í þessu ljósi mikils um vert, að dómstólarnir ávinni sér traust þjóðarinnar með því að fella réttláta dóma yfir þeim, sem brutu lög í aðdraganda hrunsins. Bregðist það, mun sjálfsvirðing þjóðarinnar skaddast enn frekar en orðið er og einnig álit hennar í augum umheimsins, og við það eykst hættan á, að mun fleiri en ella fari þá úr landi. Varanleg- ur álitshnekkir landsins inn á við og út á við yrði þjóðinni dýr- keyptur. Þung ábyrgð hvílir á dómstólunum. Alvara lífsins Í DAG | Virðing landsins ÞORVALDUR GYLFASON Á undanförnum mánuðum hefur kaupmáttur launa- fólks dregist saman. Fyrirséð er að þessi kaupmátt- arskerðing mun halda áfram og ekki skal gert lítið úr því að mörg heimili eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hins vegar er það jafnframt staðreynd að mörg heimili lentu ekkert illa í hruninu og samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum er greitt eðlilega og með óbreyttum hætti af um 80 prósentum allra íbúðarlána. Mörg þessara heimila finna örugglega fyrir kaupmáttarskerðingunni en eru samt enn með sín fjármál í góðum málum og síðan er enn fullt af fólki sem skuldaði ekkert fyrir hrun, tapaði engu í hruninu og er því enn fjárhagslega mjög vel sett. Það er nefnilega sem betur fer enn til fullt af fólki sem er vel aflögufært um hver mánaðamót og enn til fullt af fólki sem á nóg af peningum hér landi. Það sama má segja um fyrirtæki. Enn eru mörg fyrirtæki sem geta fjárfest og eru fjárhagslega vel stæð. Rúmu ári eftir hrun er andrúmsloftið í þjóðfélaginu hins vegar enn með þeim hætti að þeir sem eru aflögufærir skamm- ast sín hálfpartinn fyrir að vera með fjármálin sín í góðum málum enda eru allir aðrir í miklum fjárhagslegum kröggum – ef taka á mark á fréttaflutningi fjölmiðla. Þeim sem eiga peninga líður því eins og þeir séu undantekning á reglunni og ákveða að halda sig til hlés eða afsaka sig í hvert skipti sem veskið er tekið upp. Fátt er brýnna en að breyta þessu hugarfari enda þarf atvinnulífið á venjulegri eyðslu almennings og fyrirtækja að halda sem aldrei fyrr. Þessi eyðsla á ekki að vera fólgin í því að heimili séu gerð fokheld og allt nýtt sé keypt inn – þvert á móti telja allir litlu hlutirnir sem aldrei fyrr! Mórallinn má ekki vera að það sé ekki í takt við tíðarandann að kaupa nýtt parkett, nýjar gardínur, nýjan sófa eða nýjan bíl, mála húsið eða fara út að borða. Eins og staðan er í dag er það nefnilega lífsnauðsynlegt fyrir mörg fyrirtæki að þeir sem hafa efni á því að kaupa geri akkúrat það. Það vinnur fólk í fyrirtækjum sem selja parkett, gardínur, húsgögn, bifreiðar, málningu og veiting- ar og ef velta í þessum fyrirtækjum fer ekki að glæðast þýðir það einfaldlega að færri fyrirtæki geta haldið öllu starfsfólki sínu í vinnu – kreppan dýpkar og dregst á langinn. Fólk sem er aflögufært gerir lítið gagn með því að geyma peninga sína undir kodda eða inni á bankabók því við þurfum að fá þetta fjármagn til að vinna fyrir okkur öll – halda uppi veltu í hagkerfinu. Við eigum að fagna allri eyðslu og þegar við verslum eigum við að bera höfuðið hátt enda erum við að tryggja að hjól atvinnulífsins snúist. Við eigum að vera stolt af því að „eyðslan mín er vinna einhvers annars“. Ertu aflögufær? Eyðslan þín er vinnan mín MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Loksins stór Vinstri græn leita að starfskrafti á skrifstofu sína á Suðurgötu. Á heima- síðu flokksins segir að starfssviðið sé „hefðbundin skrifstofustörf, síma- varsla, móttaka gesta, félagaskráning og annað sem til fellur í stórum flokki [skáletrun blaðamanns].“ Einu sinni fundu VG-liðar Samfylkingunni það til hnjóðs að fyrir henni vekti fyrst og fremst að verða stór. Ekki er þó að sjá að Vinstri grænum leiðist að skreyta sig með þessu lýsingar- orði, loksins þegar tilefni er til; þvert á móti má greina vott af stolti í orðum síðuhöldar VG. Greiðvikinn og sveigjanlegur Í sömu auglýsingu segir jafnframt að starfskrafturinn þurfi að vera þjónustulundaður, greiðvikinn og sveigjanlegur. Að sönnu eru það góðir kostir. En lýsa þeir hinum dæmigerða flokksmanni VG í hnot- skurn? Nálægð og fjarlægð Breski blaðamaðurinn Roger Boyes vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í Silfri Egils á sunnu- dag. Sitt sýnist þó hverjum um bók hans um hrunið á Íslandi. Ritrýnir DV fann henni allt til foráttu og gaf henni aðeins hálfa stjörnu. Egill tekur upp hanskann fyrir Boyes á heimasíðu sinni og segir bók hans þá bestu sem skrifuð hafi verið um hrunið. Egill sér tvo meginkosti við bókina: í fyrsta lagi sé þetta blaða- mannabók, skrifuð í nálægð við atburðina. Í öðru lagi sé Boyes útlendingur, sem gefi honum fjarlægð frá atburðunum. Einhver kynni að halda að í þessu fælist mótsögn. Ekki Egill. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.