Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 52
 10. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 Þórhallur Jónsson kennir eigendum Canon-myndavéla réttu handtökin í bókinni Stafræn ljósmyndun á Canon EOS 400D og hefur fylgt útgáfu hennar eftir með ljós- myndanámskeiðum sem hafa mælst vel fyrir. „Almennt hefur verið mikil ánægja með bókina. Eiginlega er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn þar sem ég hef selt um 3.000 eintök,“ segir Þórhallur Jónsson, eigandi Pedromynda á Akureyri, um bókina Stafræn ljósmyndun á Canon EOS 400D fyrir byrjendur sem hann gaf út á síðasta ári við góðan orðstír. Í bókinni kennir Þórhall- ur byrjendum hvernig best sé að meðhöndla Canon EOS 400D myndavélar og taka enn betri myndir á þær. „Ég fer yfir allar helstu stillingar, til dæmis ljós- mælingu, táknin á skjánum, myndbyggingu og margt fleira,“ útskýrir hann og segir upplýsing- arnar skipta sköpum hvað mynd- gæði varðar. „Fólk fær hreinlega ekki allt út úr myndavélinni sinni, búi það ekki yfir nægilega góðri þekkingu á notkun hennar. Ef fólk stillir til dæmis ekki hvítjafn- vægisstillinguna verður alveg á hreinu að litirnir verða aldrei réttir.“ Hann tekur fram að margt af því sem fram komi í bókinni megi hæglega heimfæra upp á aðrar gerð- ir af myndavél- um. Þórhallur segist hafa feng- ið mikið lof fyrir útgáfu bókarinn- ar og af þeim sökum hafi hann farið af stað með námskeið sem byggja á henni. „Nám- skeiðin hef ég kennt bæði fyrir norðan hjá Pedro- myndum og svo fyrir sunnan og þá á vegum Sense, dótturfélags Ný- herja og dreifingaraðila Canon-neytendavara,“ segir hann og bætir við að sökum eftirspurnar verði hann með fleiri námskeið fyrir sunn- an í febrúar á næsta ári. Að sögn Þórhalls stendur svo til að gefa aðra kennslubók í notk- un Canon-myndavéla í mars/apríl á næsta ári. „Í henni fer ég yfir þá þróun sem hefur átt sér stað á Canon-myndavélum frá útgáfu fyrri bókarinnar, meðal annars skemmtilegar tækninýjungar eins og HD Video sem fullnæg- ir algjörlega þörfum fréttaljós- myndara. Óhætt er að segja að með þessari tækni séu að opnast nýjar víddir fyrir myndavélaeig- endur, heill heimur af spennandi möguleikum.“ Opnar nýjar víddir Þórhallur segir eigendur Canon-myndavéla verða að búa yfir góðri þekkingu á vélunum sínum vilji þeir fá sem mest út úr þeim. Hér er hann með tíkinni Emmu. MYND/ÚR EINKASAFNI Bókin Stafræn ljós- myndun á Canon EOS 400D hefur hlotið mjög góðar viðtökur. ● ATHVARF GAMALLA SLIDES-MYNDA Veistu ekkert hvað þú átt að gera við gömlu slides-myndirnar þínar en tímir ekki að henda þeim? Á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur er sagt frá þeim markmiðum safnsins að leitast við að safna ljósmyndum, munum og heimildum tengdum ljósmyndaiðkun atvinnu- og áhugaljósmyndara. Tekið er við myndum af öllu tagi, negatívum og pósitívum, glerplöt- um, filmum, myndaalbúmum og rafrænum ljósmyndum. Einnig er tekið við ljósmyndum í römmum eða öðrum hlutum sem ljósmynd- ir eru geymdar í. Myndavélum, linsum, ljósum og öðru úr starfi ljós- myndara er einnig safnað. Safnið tekur við og varðveitir efni frá fyrir- tækjum, stofnunum og einkaaðilum sé þess óskað. Nú þegar á Ljós- myndasafn Reykjavíkur og geymir um 4,5 milljónir ljósmynda, auk fjölda áhalda, tækja og ýmissa muna. Svo ef þú átt fjöldann allan af gömlum myndum sem þú ert í vandræðum með væri kannski ráð að tala við starfsmenn Ljósmyndasafnsins og athuga hvort þú mátt gefa safninu heimildir um þig og fjölskyldu þína. Svo gæti verið fróðlegt að kíkja á myndasafnið á vefnum þar sem hægt er að fá allar fimm milljón myndirnar keyptar. Hver veit nema þar leynist mynd af þér? ● FORSAGA STAFRÆNNA MYNDAVÉLA Uppruna stafrænna myndavéla má rekja til myndbandstækisins og voru þær þróaðar út frá þeirri tækni. Myndbandstækið var fundið upp árið 1951 og virkar þannig að lifandi myndum er breytt í stafræn merki og vistaðar á segulbandi. Bæði sjónvarpsupptökuvélar og stafrænar myndavél- ar nota CCD (Charged Coupled Device) til að nema litbirtu og styrkleika. NASA hætti að nota hliðstæð merki og hóf notkun á stafrænum merkjum til að kort- leggja yfirborð tunglsins og sendi því stafrænar myndir til jarðar. Yfirvöld í Norð- ur-Ameríku hófu að innleiða stafræna tækni á þeim tíma. Það stuðlaði að fram- förum í þróun á tækninni á bak við stafræna mynda töku. Heimild: www.wikipedia.org KYNNING TAKTU BETRI MYNDIRTAKTU YNDIR SÖLUSTAÐIR Handbók fyrir byrjendur stafrænnar ljósmyndunar. Bókin er skrifuð fyrir eigendur Canon EOS 400D. Í henni er farið yfir allar helstu stillingar Canon EOS myndavéla og þær útskýrðar. Einnig er fjallað um helstu atriði varðandi almenna ljósmyndun við mismunandi aðstæður og úrvinnslu mynda. Bókin nýtist því einnig eigendum annarra stafrænna myndavéla. Bókin fæst í Pedromyndum, Nýherja, Beco og verslunum Eymundsson. Einnig er hægt að panta bókina á heimasíðu okkar www.pedromyndir.is. VERÐ KR. 3.990,- TILVAL IN GJÖ F FYRIR ALLA ÁHUGA LJÓSM YNDAR A www.pedromyndir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.