Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 18
18 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
ÍSBIRNIR ATAST Það var heldur betur
leikur í þessum tveimur ísbjörnum í
dýragarði í Gelsenkirchen í Þýskalandi
nú í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓLK Íslenskur stóll eftir Erlu Sól-
veigu Gísladóttur er það húsgagn
sem hvað mest ber á í blöðum
og fréttatímum um heim allan
um þessar mundir. Vel á þriðja
þúsund eintaka af stólnum, sem
kallast Bessi, prýða nefnilega
ráðstefnusalinn þar sem lofts-
lagsráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna fer fram í Kaupmanna-
höfn.
„Það var mjög gaman að sjá
hann þarna,“ segir Erla Sólveig,
sem hannaði stólinn fyrir um sex
árum. Stólarnir í Bella Center-
ráðstefnuhöllinni eru framleiddir
í Danmörku, en Bessinn er einnig
framleiddur á Íslandi og í Banda-
ríkjunum.
Danski framleiðandinn ákvað
að bjóða í uppsetningu húsgagna
í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda
loftslagsráðstefnunnar. „Allir
danskir húsgagnaframleiðend-
ur fengu að bjóða í þetta. Stóll-
inn var margprófaður og síðan
eftir margra mánaða streð var
hann valinn,“ segir Erla Sólveig.
Samkeppnin hafi verið afar hörð
og eðlilega margir sem bitust um
samning um sölu á vel á þriðja
þúsund hönnunargripum.
Stóllinn var upphaflega með
trésetu og trébaki á stálgrind en
í fyrra var byrjað að framleiða
hann með plastbaki og -setu. Ráð-
stefnustólarnir eru úr plasti með
bólstraðri setu. „Hann er svo-
lítið kameljón, hann getur litið
mjög misjafnlega út eftir efnis-
vali og hvort þú bólstrar setuna
eða bakið eða bara annaðhvort,“
segir Erla.
Erla telur að
þessi eiginleiki
hafi haft mikið
að segja þegar
kom að valinu
í ráðstefnusal-
inn. „Þeir seldu
hann þannig –
af því að þetta
er nú lofts-
lagsráðstefna
– að hann væri
umhverfis-
vænn, vegna þess að það væri
ódýrt að skipta til dæmis bakinu
út fyrir trébak sem er dýrara. Þá
er ekki allur stóllinn ónýtur.“
Erla hefur ekki nákvæma tölu á
stólunum í salnum, né því hversu
stóran samning var um að ræða.
„En þetta hjálpar auðvitað eitt-
hvað,“ segir hún.
Stóllinn er víðar en bara í
Kaupmannahöfn, til dæmis má
sjá hann í Alþingisskálanum og
Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt
er að kaupa hann hjá Sóló-hús-
gögnum á Íslandi og í Epal.
En hvaðan kemur nafnið? „Það
er nú það. Bessastöðum? Eitthvað
varð gripurinn að heita og þetta
nafn er líka þjált á dönsku,“ segir
Erla. stigur@frettabladid.id
Ráðstefnan á
íslenskum stól
Gestir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn
verma allir íslenska stólinn Bessa á meðan þeir
karpa um framtíð jarðarinnar. Samkeppnin um að
fá húsgögn í ráðstefnuhöllina var mjög hörð.
ERLA SÓLVEIG
ÓSKARSDÓTTIR
BESSI Í MASSAVÍS Hönnunargripurinn íslenski stendur í röðum í ráðstefnusalnum.
Hann var valinn með tilliti til útlits, þæginda, verðs og þess hve umhverfisvænn hann
þykir. NORDICPHOTOS / AFP
UPPLÝSINGATÆKNI Á næstu dögum
verða kynntar niðurstöður SAFT
könnunarinnar 2009 sem tengjast
tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem
stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og
tækni, er vakningarátak um örugga
tækninotkun barna og unglinga hér á
landi.
Samtökin vekja á því athygli að auki
mynddiska séu tölvuleikir ein vin-
sælasta jólagjöfin til íslenskra barna.
Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í
vandræði þegar að því komi að velja
tölvuleik sem henti aldri viðtakenda
og því er bent sérstaklega á að vel-
flestir leikir hafi til að bera sérstakar
merkingar sem hjálpa eigi fólki.
Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e.
Pan European Games Information),
sem er samevrópskt flokkunarkerfi
sem setur aldurstakmörk fyrir gagn-
virka leiki og kvikmyndir, er alla
jafna að finna á framhlið tölvuleikj-
anna, neðst í vinstra horni. Með inn-
leiðingu kerfisins í Evrópu var ætlun-
in að tryggja að ólögráða börn færu
ekki í leiki eða hefðu aðgang að mynd-
efni sem ekki væri við þeirra hæfi.
Þá nýtur kerfið stuðnings fram-
leiðenda leikjatölva. Í þeim hópi
eru framleiðendur þeirra tölva sem
útbreiddastar eru, svo sem PlayStat-
ion, Xbox og Nintendo, sem og útgef-
endur og fyrirtæki sem þróa gagn-
virkra leiki og myndefni um alla
Evrópu. - óká
SAFT, samtök um örugga tækninotkun barna, huga að merkingum tölvuleikja:
Vekja athygli á flokkunarkerfi
OFBELDISLEIKUR PEGI-merkið
neðst í vinstra horni þessa tölvu-
leiks gefur til kynna að hann sé
ekki ætlaður ungmennum undir
átján ára aldri.
UMHVERFISMÁL Árnefnd Andakíls ár
í Borgarfirði hefur verulegar
áhyggjur af uppgangi flatfisks-
ins flundru í ánni, að því er segir á
vef Stangaveiðifélags Reykjavík-
ur. Talsvert hafi verið af flundru í
ánni á hrygningarsvæði í haust.
„Virðist flundran eiga mun auð-
veldara um vik að nálgast hrygn-
ingarsvæðin enda engir fossar
eða flúðir í Andakílsá. Er slíkt
mikið áhyggjuefni því álitið er að
flundra geti herjað á hreiður lax-
fiska“, segir á svfr.is. Þar kemur
einnig fram að veiðin í sumar
hafi verið sú næstbesta í 40 ár,
706 laxar. Besta árið var 2008. Þá
veiddust 839 laxar. - gar
Árnefnd Andakílsár:
Flundra truflar
hrygningu laxa
BANDARÍKIN, AP Bandaríkin verja
nærri helmingi meira fé til heil-
brigðismála á mann en sem
nemur meðaltalsútgjöldum iðn-
væddra ríkja til þessa mála-
flokks. Þrátt fyrir það eru lífs-
líkur Bandaríkjamanna minni
en íbúa flestra annarra ríkja iðn-
vædda heimsins.
Samkvæmt nýrri skýrslu frá
Efnahagssamvinnu- og þróunar-
stofnuninni OECD mega Banda-
ríkjamenn búast við því að lifa í
78,1 ár að meðaltali, sem er örlít-
ið lengur en íbúar Tékklands,
Póllands og Mexíkó geta vonast
eftir.
Heilbrigðisútgjöld Bandaríkj-
anna árið 2007 voru 7.290 dalir
á mann, en meðaltal 30 aðildar-
ríkja stofnunarinnar nam 2.894
dölum á mann. - gb
Heilbrigðisútgjöld iðnríkja:
Bandaríkin
greiða tvöfalt
VINNUMARKAÐUR Sjö kjaradeilur
eru nú hjá ríkissáttasemjara, fimm
þeirra tengjast flugrekstri.
Deilu Icelandair og Flugfreyju-
félags Íslands var vísað til sátta-
semjara 20. maí.
Deilu Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna og Icelandair þann 22.
október.
Þá fór deila Flugstoða, Kefla-
víkurflugvallar ohf. og Félags
íslenskra flugumferðarstjóra til
sáttasemjara 23. nóvember.
Flugvirkjafélag Íslands deilir
við Icelandair og Air Atlanta og
var þeim ágreiningi vísað í karp-
húsið 1. desember.
Samtök atvinnulífsins aðstoða
atvinnurekendur í flestum ef ekki
öllum þessum deilum.
Aðrar yfirstandandi kjaradeil-
ur, sem ekki tengjast fluginu, eru
deila Landssambands lögreglu-
manna og ríkissjóðs og Sjómanna-
félags Íslands.
- kóþ
Átta kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara:
Deilt um kjör í flugi
Á UPPLEIÐ Flugfreyjur og flugmenn,
flugvirkjar og flugumferðarstjórar deila
nú allir um kjör sín við atvinnurekendur.
MYND/ÚR SAFNI
AÐVENTUHÁTIÐ | 410 4000 | landsbankinn.is
Aðventuhátíð
eldri borgara
Landsbankinn býður eldri borgurum til aðventuhátíðar
í Aðalbanka í Austurstræti laugardaginn 12. desember
frá kl. 13.30–15.30.
• Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona syngur við undirleik
Elísabetar Waage hörpuleikara.
• Vilborg Davíðsdóttir les upp úr sögulegri skáldsögu sinni
Auði og segir frá sögusviði hennar.
• Graduale futuri, barnakór Langholtskirkju, syngur jólalög.
Veitingar í boði og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Þeir sem hafa áhuga á að koma á aðventuhátíðina eru vinsamlegast
beðnir að skrá sig í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000.