Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 8

Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 8
8 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR 1. Hvað skekur loftslagsráð- stefnuna í Kaupmannahöfn? 2. Hvert er umfang gjaldeyris- svika sem nú eru til rannsókn- ar? 3. Hvar er Icesave til umfjöll- unar fram að þriðju umræðu á Alþingi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 82 Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði til að hafa samband við 160 þúsund vini innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að ringja í fólk í öðrum kerfum. Skráðu þig á ring.is, fylltu á fyrir 1.990 kr. á mánuði og þá eignastu 160 þúsund vini innan GSM kerfis Símans og færð 990 kr. til að ringja í fólk í öðrum kerfum. 3G sími, snertiskjár, 24 þúsund í inneign, 160 þúsund vinir. Skelltu þér á ring.is eða í sölubása okkar í Kringlunni og Smáralind og gakktu frá kaupunum. Tæknilegi síminn frá LG með snertiskjá Stór snertiskjár, flott myndavél, spilar DivX og færir auðveldlega myndbönd beint yfir á YouTube. LG Viewty Eftirstöðvum dreift á 12 mánuði.* 2.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. *Greiðsludreifingargjald 250 kr. á mánuði. 0 kr. Útborgun24 þús und í inneig n yfir 12 mán. EN N E M M / S ÍA / N M 4 0 19 2 Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn KAUPMANNAHÖFN, AP Fulltrúi Kyrrahafsríkisins Tuvalu hafði ekki erindi sem erfiði á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Tillaga hans um að ríki heims setji sér strang- ari markmið varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fékk lítinn hljómgrunn. „Framtíð okkar ræðst af nið- urstöðu þessa fundar,“ sagði Ian Fray, fulltrúi Tuvalu, á ráðstefn- unni í gær. Hlýnun jarðar með bráðnun jökla hefur líklega það í för með sér að eyríkið Tuvalu fer á kaf, rétt eins og fleiri eyjar á Kyrrahafinu. Hann lagði til að ríki heims setji sér það markmið að hitastig jarðar hækki ekki um meira en 1,5 gráður frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn er reynt að ná samkomulagi um að hitastigið hækki ekki meira en 2 gráður. Connie Hedegaard, forseti ráð- stefnunnar, sá ekki ástæðu til þess að tillagan yrði tekin fyrir, þar sem hún mætti strax andstöðu margra ríkja, meðal annars olíu- framleiðsluríkja sem ættu erfitt með að standa undir ströngum takmörkunum á brennslu jarð- efnaeldsneytis. Aðaldeilumálið á ráðstefnunni snýst um fjárhagsaðstoð til fátæk- ari ríkja til að auðvelda þeim að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. - gb Smáríkið Tuvalu fer fram á að iðnríki setji sér enn strangari markmið í loftslagsmálum: Tilvist eyjanna ræðst á ráðstefnunni JAPAN Ríkisstjórn Japans sam- þykkti í gær að veita 7.200 millj- örðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í kruml- um kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæð- ur í fyrra og fram á annan árs- fjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Ríkisstjórnin hafði vænting- ar um að setja hvatann inn í hag- kerfið í síðustu viku. Þingheimur taldi hann hins vegar of stóran og frestaðist málið. Þetta er önnur stóra efnahags- innspýtingin en fyrri ríkisstjórn Japans setti 15,4 þúsund milljarða jena inn í hagkerfið í apríl. Stefnt er að því að fjármagnið nýtist til að auka atvinnuþátttöku, blása lífi í framleiðslu og hvetja til lántöku lítilla og meðalstórra fyr- irtækja. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir japanska hagfræðinga hafa efasemdir um ágæti efnahagshvat- ans. Meiru skipti að gengi jensins hefur ekki verið sterkara gagnvart Bandaríkjadal í fjórtán ár. Það snertir mjög við útflutningsfyrir- tækjum. Því verði að beita öðrum aðferðum, líkt og BBC hefur eftir Seiji Shiraishi, sérfræðingi hjá alþjóðabankanum HSBC. - jab Ríkisstjórn Japans samþykkir björgunarpakka til að blása lífi í efnahagslífið: Vilja snúa kreppudraug niður JAPANIR Í JÓLAÖS Stjórnvöld í Japan gera hvað þau geta til að draga úr líkum á nýrri kreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Stjórn Landssam- bands smábátaeigenda mótmæl- ir því harðlega að sérstaklega tilgreint sjávarútvegsráðuneyti verði ekki lengur til staðar í íslenskri stjórnsýslu eftir sam- einingu ráðuneyta undir heitinu atvinnuvegaráðuneyti. Sameiningin mun draga úr vægi sjávarútvegsins í huga Íslend- inga sem og alþjóðasamfélags- ins. Með fyrirhugaðar aðildarvið- ræður Íslands að Evrópusam- bandinu í huga telur stjórn smá- bátaeigenda nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að Ísland haldi þeirri sérstöðu að sérstakt sjáv- arútvegsráðuneyti sé til staðar og sé tilgreint í stjórnsýslunni. Stjórnin skorar því á stjórnvöld að falla frá fyrirhuguðum breyt- ingum. - shá Eitt atvinnuvegaráðuneyti: Sameiningu alfarið hafnað STJÓRNMÁL Væntanlegir fulltrú- ar nýrra eigenda í bankaráðum Arion og Íslandsbanka hafa fengið upplýsingar um áformaðar breyt- ingar á lögum um fjármálafyrir- tæki. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þá ekki hafa gert athugasemdir við áform- in. Hann óttast því ekki að nýir eigendur bankanna fyrtist við. Hann bendir á að hagsmunir þeirra felist í að traust á íslenska fjármálakerfinu verði endurvak- ið; aukið verðmæti eigna þeirra hér sé háð því. Greint var frá frumvarpinu um breytingarnar í Fréttablaðinu í gær. - bþs Vinnsla nýs bankafrumvarps: Fulltrúar eig- enda upplýstir KRÖFUGERÐ Í KAUPMANNA- HÖFN Samhliða loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna er í Kaupmannahöfn efnt til loftslagsvettvangs þar sem almenningur fær tækifæri til að tjá viðhorf sín til lofts- lagsmála. Þar mátti sjá þessi kröfuspjöld í gær. N O R D IC PH O TO S/A FP VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.