Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 2
2 19. desember 2009 LAUGARDAGUR MENNTAMÁL Yfirstjórn Háskólans á Bifröst rannsakar nú meintan rit- stuld lögfræðings sem útskrifaðist frá skólanum árið 2008. Maðurinn er grunaður um að hafa stolið loka- ritgerð í lögfræði við háskólann. „Það hefur komið upp mál sem hefur aldrei gerst hér áður og við erum að skoða það,“ segir Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bif- röst. Málið kom upp í sumar og stendur rannsókn háskólans enn yfir. Ágúst telur líklegt að niður- stöður fáist bráðlega, en vill ekki tímasetja þær nánar. „Það er grunur um ritstuld sem þarf að skoða mjög vandlega, og það er það sem við erum að gera,“ segir Ágúst. „Þetta tekur bara sinn tíma, það er farið mjög vand- lega yfir þetta og gætt að öllum formreglum.“ Ágúst vill ekki segja til um hverj- ar afleiðingarnar gætu orðið komi í ljós að um ritstuld sé að ræða. „Ég get ekki gefið mér neitt á þessu stigi málsins. Þetta hefur aldrei komið upp hjá okkur aftur, en við tökum þetta föstum tökum og lítum þetta alvarlegum augum,“ segir Ágúst. Spurður hvort ekki sé alvarlegt mál ef maður starfi sem lögfræð- ingur á meðan mál hans séu í rann- sókn segir Ágúst: „Við lítum málið alvarlegum augum, ég get ekki orðað það neitt öðruvísi. Við tökum líka á því þannig.“ Ágúst bendir á að hliðstæð mál hafi komið upp í öðrum skólum. Mál af þessu tagi séu farin að verða meira vandamál í háskólum hérlend- is og erlendis með vaxandi netnotk- un. Það breyti þó engu um alvarleika málsins. brjann@frettabladid.is 9.900 kr. FULLT HÚS JÓLAGJAFA Anna, eru dvergstjörnur minni en jólastjörnur? „Fyrst að jólastjarnan birtist skyndi- lega á næturhimninum við fæðingu Jesú þá hefur hún verið sprengi- stjarna. Þær verða til úr þyngri stjörnum en þeim dvergstjörnum sem ég er að fást við.“ Anna S. Árnadóttir stjarneðlisfræðingur er komin heim til Íslands að halda jól eftir að hafa varið doktorsritgerð sína um dvergstjörnur í Svíþjóð. Meintur ritstuldur á Bifröst í rannsókn Nemandi sem útskrifaðist frá Háskólanum á Bifröst í fyrra er grunaður um rit- stuld við lokaritgerð. Rannsókn hefur staðið frá því í sumar en lýkur væntanlega bráðlega segir rektor. Málið er litið alvarlegum augum og er tekið föstum tökum. Viðbrögð við ritstuldi nem- enda geta verið mismun- andi eftir því hvort um er að ræða einkaháskóla eða opinberan háskóla, segir Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Í lögum um opinbera háskóla og í lögum um Háskóla Íslands gilda skýrar reglur um hvernig taka ber á ritstuldi nemenda, segir Björg. Í einkaskólum gildi siðareglur hvers skóla. Björg man eftir einu tilviki á undanförnum áratugum þar sem sambærilegt mál kom upp í Háskóla Íslands, fyrir níu árum. Þá var loka- ritgerð laganema úrskurðuð ógild af deildarfundi lagadeildar. Vilhjálmur fékk að skila nýrri ritgerð og starfar í dag sem héraðsdóms- lögmaður. Björg telur líklegt að sá úrskurður skapi ákveðið fordæmi komi slík mál upp aftur í skólanum. „Ritstuldur er gróft brot á siðareglum allra háskóla og eitt versta brot sem hægt er að fremja,“ segir Björg. Ritstuldur á lokaverkefni sé þó ekki refsiverður, nema sá sem á höfundarétt á upp- runalega textanum kæri málið sem brot á höfundaréttarlögum. BJÖRG THORARENSEN ALVARLEGT Ritstuldarmál eru að verða sífelt algengari í íslenskum og erlendum háskólum með aukinni netnotkun, segir Ágúst Einarsson, rektor við Háskólann á Bifröst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VERSTA BROTIÐ Á SIÐAREGLUM HÁSKÓLA SLYS Tveir menn létust og einn slasaðist alvarlega í umferðar- slysi norðan við Arnarnesbrú á Hafnarfjarðarvegi um klukkan tíu í gærmorgun. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður jepplings á leið í suð- urátt missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir grasbalann milli aksturs- stefna, tókst á loft og lenti ofan á leigubíl á leið í suður. Bílstjór- ar beggja bílanna létust og far- þegi leigubílsins slasaðist alvar- lega. Klippa þurfti alla mennina úr bílunum. Hinir látnu eru fæddir árin 1950 og 1947. Ekki er unnt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Sá slasaði er fæddur árið 1975. Hann hlaut höfuðáverka og var honum í gærkvöld haldið sof- andi á gjörgæsludeild. Nokkur hálka var á veginum þegar slysið varð en þó er ekki ljóst hvort rekja megi slysið til hennar. Krufning á eftir að fara fram sem hugsanlega gæti leitt í ljós hvort ökumaður jepplingsins missti stjórn á honum af öðrum ástæðum, til dæmis veikindum. Loka þurfti Hafnarfjarðarvegi í báðar áttir í vel á þriðju klukku- stund vegna slyssins. - sh Tveir menn um sextugt létust og maður á fertugsaldri slasaðist alvarlega í hörðum tveggja bíla árekstri: Tveir létust í bílslysi á Hafnarfjarðarvegi AF SLYSSTAÐ Bílarnir eru báðir gjörónýtir eftir slysið. Slysarannsóknarmenn voru á vettvangi í dágóða stund í gær, meðal annars til að reyna að grafast fyrir um orsakir slyssins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lentu á ljósastaur Kona og þrjú börn voru flutt á slysa- deild í gær eftir að bíll þeirra lenti á ljósastaur við JL-húsið í Vesturbænum. Konan missti stjórn á bílnum í hálku. Ekkert þeirra slasaðist alvarlega. LÖGREGLUFRÉTTIR ALÞINGI Frumvarp um sameiningu níu skattum- dæma og ríkisskattstjóra í eitt embætti varð að lögum í gær. Tekur nýtt fyrirkomulag gildi um ára- mót. Ríkisskattstjóri fer með öll skattamál í landinu og starfrækir eina skattstofu í hverjum landsfjórð- ungi. Stjórnarandstaðan lagðist gegn breytingunni. Í vikunni urðu sextán frumvörp að lögum. Fjalla þau meðal annars um almannatryggingar, atvinnu- leysistryggingar, skaðabætur, lyf og innflutning svínasæðis. Alls hafa átján mál orðið að lögum á haustþingi. Miklar umræður urðu um frumvarp um umhverf- is- og auðlindaskatta í þinginu í gær. Stjórnarand- stæðingar töldu málið óhæfu og vildu vísa því frá en stjórnarliðar lögðu áherslu á nauðsyn þess að afla ríkinu tekna með nýju sköttunum. Þingfundur verður í dag auk þess sem fundað verður í fjölda nefnda. Icesave-mál verða til umræðu í utanríkismála- nefnd og viðskiptanefnd en fjárlög og málefni þrota- bús Landsbankans eru á dagskrá fjárlaganefndar. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefnd- ar, kvaðst í samtali við Fréttablaðið reikna með að ljúka umfjöllun um fjárlagafrumvarpið í dag og gæti það því komið til þriðju umræðu á mánudag. - bþs Sextán frumvörp hafa orðið að lögum á síðustu dögum: Landið verður eitt skattumdæmi FRÁ ALÞINGI Átján mál hafa orðið að lögum á haustþingi, þar af sextán á allra síðustu dögum. Þingfundur verður í dag, á laugardegi, auk þess sem fundað verður í mörgum nefndum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JAPAN Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Vaxtastig í landinu hefur haldist óbreytt í eitt ár. Bankastjórn japanska seðla- bankans sagði í tilkynningu eftir vaxtaákvörðun í gærmorg- un að íslenskum tíma áherslu lagða á að að koma í veg fyrir að verðhjöðnun geri vart við sig í efnahagslífinu. Bankinn hefur gripið til ýmissa ráða í viðleitni sinni gegn henni, svo sem dælt tugmilljörðum jena inn í efna- hagslífið. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Adrian Foster, sér- fræðingi hjá Rabobank í Hong Kong, að bankastjórnin hafi ekki lagt fram nein plön í áætl- un sinni gegn váboðanum. Bank- inn og fjármálaráðherra lands- ins séu sammála um hvert skuli stefna, sem sé jákvætt. - jab Óbreyttir stýrivextir í Japan: Vilja forðast verðhjöðnun FRÁ JAPAN Japanski seðlabankinn vill gera allt til að komast hjá verðhjöðnun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Tólf þúsund kröfum hefur verið lýst í bú Kaupþings og er gert ráð fyrir að lánardrottnar bank- ans verði í hópi helstu kröfuhafa auk þeirra fjárfestingarsjóða sem umsvifamestir hafa verið í kaupum á kröfum gömlu bankanna. Gera má ráð fyrir að kröfum í bú Kaupþings muni fjölga verulega en í tilviki Glitnis og Landsbankans skilaði meirihluti þeirra sér á síð- ustu dögunum áður en kröfulýsing- arfrestur rann út. Frestur til að lýsa kröfum í bú Kaupþings rennur út á miðnætti 30. desember næstkomandi, eftir fimm virka daga. Kröfuskrá verð- ur birt kröfuhöfum 22. janúar á næsta ári. Til samanburðar var 12.053 kröf- um lýst í bú gamla Landsbankans og 8.685 í bú Glitnis. - jab Tólf þúsund lýsa kröfum: Flestar kröfur hjá Kaupþingi STJÓRNMÁL Þingmenn Hreyfingar- innar eru fylgjandi auðlindagjöld- um en gagnrýna að það sem er kallað auðlinda- skattur hjá fjár- málaráðherra sé í raun skattur á neytendur. Með sömu aðferð á inn- heimtu auð- lindaskatts á fiskveiðiauð- lindinni „þá yrðu fiskflök og fiskbollur í borð- um kjörbúða skattlagðar en ekki aflaheimildirnar,“ segir í tilkynn- ingu frá Hreyfingunni. Ýmsar leiðir hafi staðið til boða þegar ákveðið hafi verið að skatt- leggja notkun almennings. Hreyf- ingin varar við því að þetta verði að fordæmi fyrir allri löggjöf um auðlindagjöld. - kóþ Hreyfingin um auðlindaskatt: Skattleggja flök en ekki kvóta BIRGITTA JÓNSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.