Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 8
8 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
1 Borgarstjórn Washington
DC tók tímamótaákvörðun á
dögunum. Hver var hún?
2 Hvað eru mörg ungmenni
atvinnulaus, samkvæmt upplýs-
ingum Vinnumálastofnunar?
3 Hvað heitir forseti Pakistans
sem er undir miklum þrýstingi
um að segja af sér embætti?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 118
EFNAHAGSMÁL Ekki er líðandi að
fjármagnseigendur hagnist á
neyðaraðgerðum ríkisstjórnar-
innar, en það gerist vegna beinna
tengsla skatta- og verðlagsbreyt-
inga við þróun höfuðstólshækk-
ana húsnæðislána, sem birtast
sem verðbætur.
Svo segja Hagsmunasamtök
heimilanna og segja það algert
forgangsverkefni að rjúfa þessi
tengsl.
Samkvæmt útreikningum sam-
takanna hækka verðtryggð hús-
næðislán heimilanna um 13,4
milljarða, verði nýkynnt frum-
vörp um skattabreytingar ríkis-
stjórnarinnar að lögum, og um
minnst 42 milljarða til viðbótar
seinna á lánstímanum.
Hagsmunasamtökin leggja til
að sett verði afturvirkt fjögurra
prósenta þak á árlega hækkun
verðbóta frá og með 1. janúar
2008. Þetta myndi sporna gegn
óhóflegum verðbótaáhrifum á
skuldsett heimili af aðgerðun-
um.
Samtökin eru efins um marg-
þrepa skattkerfi og hvetja Alþingi
til að slá skjaldborg um heimilin:
„Verðbólgudraugurinn verður
ekki haminn fyrr en það myndast
hvati hjá öllum í hagkerfinu til að
vinna gegn verðbólgu,“ segir í til-
kynningu frá þeim. - kóþ
Hagsmunasamtök heimilanna álykta um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar:
Fjármagnseigendur hagnast
HÚSIN Í BÆNUM Fjölmörg heimili
berjast við auknar afborganir af hús-
næðislánum. Hagsmunasamtökin segja
að ríkisstjórnin skuli milda verðtrygg-
ingaráhrifin, svo þau fari ekki yfir fjögur
prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMFÉLAG Landsnet hf. styrk-
ir þrjú líknarfélög fyrir jólin.
Krabbameinsfélag Íslands fær
styrk til rannsókna á blöðruháls-
krabbameini í körlum. Einnig er
styrktur Kraftur, stuðningsfélag
fyrir ungt fólk sem greinst hefur
með krabbamein og aðstandend-
ur þeirra. Þá fær Maríta styrk,
en það félag annast forvarnir og
fræðslu um skaðsemi vímuefna.
Í tilkynningu segir að þessi
félög hafi mikilvægu hlutverki að
gegna og hafi unnið sér inn aðdá-
un og virðingu.
Félögin eru styrkt um andvirði
þeirra jólakorta sem Landsnet
hefði annars sent frá sér í ár. - kóþ
Líknarfélög fá styrki í ár:
Landsnet send-
ir ekki jólakort
RAFSTILLANLEG HJÓNARÚM
VERÐ FRÁ: 299 .900
TILBOÐ – HEILSUKODDAR Á 4 .200 KR TIL JÓLA
50–90%
AFSLÁTTUR AF
SÆNGURFÖTUM,
HEILSUKODDUM
OG HEILSUPÚÐUM
MEÐAN BIRGÐIR
ENDAST
ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF
GEL/ETHANOL ARINELDSTÆÐUM.
MIKIÐ ÚRVAL!
HEILSUKO
DDAR
FYLGJA Ö
LLUM
RÚMUM
SOLO
ÚTSÖLUVERÐ:
49 .900
PARIS
ÚTSÖLUVERÐ:
69 .900
HAFÐU ÞAÐ HUGGULEGT UM JÓLIN
50%
AFSLÁTTUR
DÓMSMÁL Gaumur, eignarhaldsfé-
lag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar og fjölskyldu hans, þurfti
ekki að færa tæpar 670 millj-
ónir króna sem vantalinn sölu-
hagnað árið 1999 í tengslum við
makaskiptaviðskipti á eignahlut-
um í Bónus og Hagkaupum árið
á undan. Þetta er niðurstaða sem
Héraðsdómur Reykjavíkur komst
að í gær þegar hann felldi rúm-
lega tveggja ára gamlan úrskurð
yfirskattanefndar um vantaln-
inguna úr gildi.
Niðurstaða dómsins er sú að
Gaumur hafi mátt færa tæpar
175 milljónir króna til tekna og
var íslenska ríkið dæmt til að
greiða Gaumi 2,5 milljónir króna
í málskostnað.
Á hinn bóginn var staðfest
niðurstaða ríkisskattstjóra, að
Gaumur hefði átt að telja hagnað
af sölu á hlut í bresku verslana-
samstæðunni Arcadia upp á rúma
1,2 milljarða króna til skatts fyrir
sjö árum. Salan á Arcadia gekk í
gegn árið á undan.
Eignarhald á hlutnum fór í
gegnum félag Gaums í Lúxem-
borg en í niðurstöðu héraðsdóms
er bent á að færslur í bókhaldi
Gaums hafi verið færðar eftir á
í því skyni, að því virtist, til að
láta líta út sem Gaumur hafi selt
hlutinn í Arcadia frá einu félagi
til annars tengdum Gaumi með
einum eða öðrum hætti en skráð
í Lúxemborg. Eignahluturinn
færðist síðar yfir til Baugs. - jab
BEÐIÐ NIÐURSTÖÐU Jón Ásgeir og Kristin systir hans sitja hér í réttarsal fyrr á árinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gaumur átti að telja 1,2 milljarða til skatts árið 2002:
Höfðu betur í einu
máli af tveimur
VEISTU SVARIÐ?