Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 12
12 19. desember 2009 LAUGARDAGUR MÁLAR FÖTURNAR RAUÐAR Þessi maður í Allahabad á Indlandi fékk það verkefni að mála þessar fötur rauðar sem slökkviliðsmenn nota til að bera sand á eld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSTÓLAR Gæsluvarðhald var í gær framlengt til 15. janúar í Hér- aðsdómi Reykjavíkur yfir mann- inum sem skaut með haglabyssu á útidyrahurð íbúðarhúss í Selja- hverfi. Krafa lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu um framlengingu byggir á almannahagsmunum. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er litið á atvikið sem til- raun til manndráps. Eins og fram hefur komið í frétt- um var bankað upp á í húsi í Selja- hverfi aðfaranótt sunnudagsins 15. nóvember. Þegar íbúinn kom til dyra stóð maðurinn vopnaður haglabyssu fyrir utan og sló til hans með byssuskaftinu. Íbúinn náði að loka útidyrahurðinni en þá hleypti maðurinn fimm hagla- byssuskotum af. Þau höfnuðu í hurðinni auk þess sem gluggi í for- stofu brotnaði. Með byssumanninum var kær- asta hans, sem er fyrrverandi starfsmaður íbúans. Hann hafði skömmu áður sagt henni upp störf- um í bakaríi þar sem hann er yfir- maður. Úrskurðurinn um framlengingu gæsluvarðhaldsins var kærður til Hæstaréttar í gær. - jss Byssumaðurinn í Seljahverfi áfram inni til 15. janúar: Talin tilraun til manndráps GÆSLUVARÐHALD Maðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. DÝRAHALD „Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvald- inu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ Þetta segir Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir um niður- stöðu máls, sem rekið var á hend- ur bóndanum á Stórhóli í Álftafirði vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Auk vanfóðrunar á sauðfé taldi ákæruvaldið umgengn- inni á jörðinni mjög ábótavant. Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. Málinu lauk með dómssátt, þar sem bóndanum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í ríkissjóð. Á annað þúsund fjár eru á bænum. „Það er skiljanlegt að menn fyll- ist reiði yfir því hve lág sektin er,“ segir yfirdýralæknir. „En ég held að líta verði á þá hlið að dómur hefur fallið. Auðvitað er stóra málið það að koma í veg fyrir að það ástand skapist aftur sem lýst er í ákæru.“ Halldór segir tvo dýralækna, héraðsdýralækni og fulltrúa yfir- dýralæknis, hafa farið að Stórhóli í síðustu viku. Því sé búið að gera nýja úttekt á stöðu mála, sem sé verið að vinna úr þessa dagana. Málinu sé því engan vegið lokið. Spurður til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa til að stemma stigu við að ástandið endurtaki sig segir yfirdýralæknir þær vera fyrst og fremst þær að koma í veg fyrir að sá mikli fjöldi fjár, sem sé á jörðinni, verði óbreytt- ur og umfram það sem ábúandi ráði við. „Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið rými og jötupláss skuli vera fyrir hvern grip. Vandamálið í þessu tilviki er það að fólkið ræður ekki við allan þennan fjölda. Það þarf að fækka þarna mjög verulega. Í reglugerð- um og lögum eru úrræði þar að lútandi. En það skín ákveðið dóm- greindarleysi í gegn, að fólk held- ur að það sé eitthvað betra að búa með svona margt fé, og meira en það kemst yfir.“ Halldór segir endurskoðunar- vinnu standa yfir á lögum um dýravernd og búfjárhald. Vonir standi til að með breytingum á þeim gangi hraðar að ná árangri í þeim fáu málum sem upp komi. Hvað varðar manneldissjónar- mið, þegar vanhirt fé á í hlut, segir Halldór afar öflugt eftir- litskerfi í sláturhúsum. Ekkert fari þar í gegn sem teljist ekki hæft til neyslu. jss@frettabladid.is AÐKOMAN Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. Vildi sviptingu dýrahalds Halldór Runólfsson yfirdýralæknir kveðst hafa viljað sjá Héraðsdóm Austurlands svipta bóndann á Stórhóli í Álftafirði leyfi til dýrahalds. DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í fangelsi í fjóra mánuði, skilorðsbundið fyrir að misþyrma þáverandi unnustu sinni í þrígang. Í apríl síðastliðnum réðst mað- urinn á konuna á dansgólfi í Sjall- anum og kýldi hana í magann. Skömmu síðar sló hann hana með bol á heimili þeirra á Akur- eyri, síðan með flötum lófa í andlitið og tók hana kverkataki. Konan slapp frá honum en hann henti henni aftur inn í íbúðina og misþyrmdi henni hálfu verr en fyrr. Loks réðst maðurinn á kon- una á Kaffi Akureyri og gekk í skrokk á henni, meðal annars þegar hún lá á gólfi salernisins. - jss Ofbeldismaður dæmdur: Misþyrmdi unnustu sinni Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Auð- vitað er stóra málið það að koma í veg fyrir að það ástand skapist aftur sem lýst er í ákæru. HALLDÓR RUNÓLFSSON YFIRDÝRALÆKNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.