Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 18
18 19. desember 2009 LAUGARDAGUR Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Lágmarkskaup 5.000 kr. Enginn munur á kaup- og sölugengi. » » » » » innlán ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf90% 10% RÍKISVÍXLASJÓÐUR Traustur kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ráð- stefnuna í Kaupmannahöfn markverða og sýna þann þunga sem nú sé lagður á loftlagsmál. Því til sönn- unar sé nóg að nefna þann fjölda þjóðarleiðtoga sem sótti hana heim. Óvíst var um útkomuna þegar Fréttablaðið hitti hana í Bella Center. Hún segir mikla togstreitu hafa verið á milli iðnríkja og þróunarríkja. „Þróunarríkin hafa sýnt óbilgirni finnst mér og tengt eigin losunarmörk um of við fjármagn. Þau verða að taka skref til að samkomulag náist. Þá finnst mér Kína og Bandaríkin verða að gefa meira af sér ef árangur á að nást. Evrópa hefur verið mjög metnaðarfull og ég hefði viljað sjá meira frá Banda- ríkjunum. En stórveldin sitja enn við samningaborð þegar þetta er talað og ekki er vitað hvernig fer. Það eru þó litlar líkur á lagalega bindandi samningi,“ sagði Jóhanna um kvöldmatarleytið í gær. Hún segir heiminn ekki hafa efni á að bíða; líf heimsbyggðarinnar sé undir því komið að árangur náist í loftslagsmálum. Náist ekki fullnægjandi nið- urstaða í Kaupmannahöfn eigi að stefna að því að ná lagalega bindandi samningi í Mexíkó á næsta ári. Hún segir Íslendinga geta bærilega við unað hvað sín mál varðar, ekki síst hvað tengingu við markmið Evrópusambandsins áhrærir. Þá sé endurheimt vot- lendis og áhersla á endurnýjanlega orkugjafa mik- ilvæg, ekki síður en kynjajafnrétti. „Við höfum lagt okkar af mörkum og getum verið bærilega sátt við okkar hlut.“ Jóhanna Sigurðardóttir segir heiminn ekki hafa efni á að bíða í loftlagsmálum: Meira þarf frá stórveldunum Fulltrúum Venesúela, Kúbu og Bólivíu lá mikið á hjarta á blaða- mannafundi í dag og létu sér fátt um finnast þegar skipuleggjend- ur bentu þeim á að fundartíminn væri liðinn. Skipuleggjendur hafa passað vel upp á fundir standi ekki lengur en hálftíma og hafa stöðvað ræður hárra sem lágra. Hugo Chavez, forseta Venesúela, var misboð- ið þegar danski starfsmaðurinn benti honum á að tíminn væri lið- inn. „Við erum baráttumenn, reyn- ið að ná okkur héðan.“ Og þegar Daninn lét ekki segjast bætti hann í: „Slökktu bara ljósin, við tölum í myrkrinu. Taktu rafmagnið af og við notumst við raddböndin!“ Með það héldu þeir áfram, Evo Mora- les kinkaði kolli, og Kúbverjinn útskýrði vandamál við landbún- að á austurhluta eyjunnar eftir að loftslag hlýnaði. Nokkrir leiðtogar Suður-Ameríku: Við erum baráttumenn „Hlýnun loftslags af mannavöld- um er staðreynd, engin bábilja.“ Þessi yfirlýsing sýnir öðrum fremur hve langt loftlagsmál hafa færst á undanförnum árum. Það að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, fullyrði á þennan veg og aðrir þjóðarleiðtogar taki í sama streng, sýnir okkur að búið er að viðurkenna vandamálið. Og það er alltaf fyrsta skrefið í átt að lausn. Sú lausn fæddist ekki hér í Kaup- mannahöfn, þrátt fyrir að bjart- sýnustu menn hefðu vonast eftir því. Kannski var það of mikil bjartsýni, margir tala þannig nú. Tekið skal fram þegar þetta er skrifað að ekki er komin niður- staða í viðræðurnar. Blaðamanna- fundum hefur hvað eftir annað verið frestað og heyrst hefur af fundum stórveldanna. Upp úr kvöldmat sátu Bandaríkin og Kína á rökstólum og jafnvel var búist við að samkomulag væri í burð- arliðnum. Hvernig samkomulag er óvíst nú. Kraftaverk þarf þó að gerast til að það verði laga- lega bindandi. Hvort um verður að ræða pólitíska viljayfirlýsingu allra leiðtoganna hér, eða einfald- an ramma um áframhaldandi við- ræður, skal ósagt látið. Pólitísk viljayfirlýsing er á þessari stundu álitin vera ljós í myrkrinu, sönnun þess að ráð- stefnan hafi ekki verið misheppn- uð. Vissulega mun Dönum þykja það, þeir höfðu vonast til að í Kaupmannahöfn yrði skrifað undir samkomulagið sem bjargaði heim- inum. En, líkt og áður hefur verið bent á, þá er það vissulega nokkur árangur ef það tekst að fá 130 þjóð- arleiðtoga til að lýsa yfir sameigin- legum vilja sínum. Takist það ekki, er ljóst að enn er langt í land. Ásteytingarsteinarnir hafa verið fjölmargir. Þróunarlönd- in vilja ekki taka á sig niður- skurð í útblæstri nema fá bætur fyrir. Iðnríkin eru tilbúin til bóta- greiðslna, en hve háar eiga þær að vera? Bandaríkin og Kína, sem saman eru með yfir 40 prósent af útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda, deila um gagnsæi. Banda- ríkin segja marklaust að semja um markmið, ef ekki er komið á fót alþjóðlegu eftirlitskerfi. Kín- verjar vilja ekki hleypa hverjum sem er – og allra síst Bandaríkja- mönnum – í slíkar upplýsingar. Þá finnst öðrum iðnríkjum Bandarík- in ekki taka á sig nægilegan sam- drátt. Bandaríkjamenn eru tilbún- ir til að draga úr útblæstri um 17 prósent árið 2020 miðað við árið 2005. Það jafngildir 4 prósentum miðað við árið 1990 og það þykir Evrópusambandinu, sem er reiðu- búið til skilyrðislauss 20 prósenta samdráttar miðað við það ár og að semja um 10 prósent í viðbót, held- ur snautlegt. Spurður hvenær hann reiknaði með niðurstöðu, sagði Eric Hall, upplýsingastjóri Sameinuðu þjóð- anna, að síðast þegar hann var við þessar aðstæður hafi niðurstaðan komið klukkan 5 morguninn eftir. Augljóslega er lítið tillit tekið til prenttíma Fréttablaðsins. Von lifir í vonbrigðunum Allt lítur út fyrir að ekki hafi tekist að ná lagalega bindandi samkomulagi þótt lifi enn von um framhaldið. Í fyrsta skipti settust þjóð- arleiðtogar niður og viðurkenndu vandamálið sem reyndar á eftir að leysa. Vonast er til að samningar náist á næsta ári. FORSETAR STÓRVELDANNA Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands ræðast við á Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær. FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna segir þá staðreynd að um 120 þjóðarleiðtogar hafi sótt ráðstefnuna sýna mikilvægi loftslags- mála. FRÉTTABLAÐIÐ/KÓP KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ skrifar frá Kaupmannahöfn kolbeinn@frettabladid.is HUGO CHAVEZ Lét ekki segjast þegar hann var beðinn að yfirgefa ræðustól í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.