Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 34
34 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
Þ
etta kom mér ánægju-
lega á óvart,“ segir
Sölvi Björn um við-
tökurnar við Síðustu
dögum móður minn-
ar, sem hefur verið á
flugi undanfarnar vikur og varð til
að mynda í öðru sæti á lista bók-
sala yfir bestu bækur ársins. „Ég
hef yfirleitt ekki verið að stressa
mig mikið á þessu, bara einbeitt
mér að skriftunum og vonað að
fyrr eða síðar myndi fólk taka
eftir því sem ég er að gera. Ég finn
meira fyrir því núna en oft áður,
það er að minnsta kosti ágætur
meðbyr fyrir þessi jól.“
Við erum á heimili Sölva, lítilli
risíbúð á Njálsgötu þar sem hann
býr ásamt konu sinni, Helgu Soff-
íu Einarsdóttur þýðanda, og dótt-
urinni Hrafnhildi Kristínu, sem
kom í heiminn fyrir fjórum mán-
uðum. Þar hafa þau búið undanfar-
in ár, það er að segja þegar þau eru
á landinu.
„Ég hef alltaf sótt mikið til
útlanda inn á milli, að minnsta
kosti á meðan Íslendingar höfðu
efni á því,“ segir Sölvi. „Við höfum
verið með annan fótinn erlend-
is undanfarin ár, mest á Spáni og
Skotlandi. Við fluttum til Edin-
borgar fyrir fimm árum þegar
ég fór í nám í bókaútgáfu. Síðan
þá hefur borgin átt alltaf dálítið í
hjarta mínu. Við erum svo hepp-
in að vera bæði í starfi sem við
getum sinnt hvaðan sem er og það
hefur gert okkur kleift að vera á
þessu flakki.“
Ritstörfin og rómantíkin
Liðlega þrítugur á Sölvi Björn að
baki þýðingar á ljóðum John Keats
og Arthur Rimbaud, ljóðabókina
Gleðileikinn djöfullega og skáld-
sögurnar Radíó Selfoss og Fljót-
andi heim. Fyrrnefnda skáldsag-
an er uppvaxtarsaga frá Selfossi,
bernskustöðvum Sölva.
„Ég bjó þar til ellefu ára ald-
urs þegar við fluttum í Kópavog
og þaðan í miðbæ Reykjavíkur.
Ég er því Selfyssingur að upp-
runa en meiri Reykvíkingur í
dag.“ Sölvi Björn gekk í Mennta-
skólann í Reykjavík og komst
snemma að því að hann vildi verða
rithöfundur.
„Sá draumur kviknaði þegar ég
var sextán eða sautján ára. Þetta
braust fram í ákveðinni alvöru, ég
var alvörugefinn ungur maður og
sökkti mér í heimsbókmenntirn-
ar, enda Borgarbókasafnið í næsta
húsi við mig þegar ég var í mennta-
skóla. Það var eflaust líka til að ýta
undir þetta að ég var svo heppinn
að sofa í svefnherbergi Þórbergs
Þórðarsonar sem hann lýsir í
Ofvitanum, þegar hann bjó uppi á
bjálka hjá ekkju Þorsteins Erlings-
sonar. Mamma átti það hús og ég
bjó þar. Það varð að minnsta kosti
ekki til þess að minnka áhugann á
rithöfundarstarfinu.
Ég heillaðist líka af ævintýra-
ljómanum sem maður sér starfið
í áður en maður verður samdauna
því; alls kyns rómantík sem hug-
myndin um rithöfunda er sveip-
uð, þótt raunveruleikinn sé mun
lágstemmdari þegar á hólminn er
komið.“
Þorði ekki að kalla sig rithöfund
Að loknu stúdentsprófi lá leiðin til
Frakklands, en þar kynntist Sölvi
verkum Rimbauds sem hann átti
síðar eftir að þýða. Áður en langt
um leið sneri hann aftur heim og
lærði bókmenntafræði við Háskóla
Íslands. „Það hafði mikil áhrif
á mig; þá koma póstmódernísku
áherslurnar, sem allir voru á kafi
í, ég fann ný áhrif og fór að kynna
mér önnur svið.“
Fyrsta verkið sem Sölvi fékk
gefið út eftir sig voru áðurnefnd-
ar þýðingar hans á Keats. Það má
kalla vogað hjá rúmlega tvítug-
um manni að hjóla í verk eins af
lykilskáldum rómantísku stefn-
unnar. „Stefan Schweig sagði að
fáir skólar væru betri til að styrkja
sig sem rithöfund en að þýða góð
skáld. Ég hef líka alltaf haft gaman
af því að fást við bundið mál, sem
er nóg af hjá Keats og Rimbaud,
auk þess sem við eigum svo mörg
kanónísk verk eftir óþýdd.“
Þarna var rithöfundarferillinn
sem sagt kominn af stað.
„Þýðingarnar komu út hjá Máli
og menningu, þannig ég var strax
kominn með alvöru útgefanda sem
ég hafði væntingar um að vildi
kannski gefa út eitthvað meira
eftir mig. Ég var að vísu ekki enn
kominn á það stig að ég þyrði að
kalla mig rithöfund en beið hins
vegar ólmur eftir því að geta gert
það kokhraustur.“
Tilraunakenndari verk
Eftir Radíó Selfoss gaf Sölvi út
tvö verk í tilraunakenndari kant-
inum; ljóðabálkinn Gleðileikinn
djöfullega, þar sem sótt er í sarp
Dante, og skáldsöguna Fljótandi
heim sem Sölvi kallar óð til bók-
menntafræðinnar og annars konar
hugsunar um bókmenntir.
„Ég hafði verið að velta mér
mikið upp úr spurningum um
strauma og stefnur og hvernig
aðrir höfundar sækja inn í manns
eigin verk. Það var sterk bylgja í
kringum japanska rithöfundinn
Haruki Murukami fyrir fimm til
sex árum. Ég gleypti hann í mig
eins og aðrir og þetta tvinnaðist
saman í dálítið öðruvísi bók.“
Fólk á hengiflugi
Og nú er komin út Síðustu dagar
móður minnar, þar sem Sölvi seg-
ist hafa viljað feta hefðbundn-
ari slóðir en í síðustu skáldsögu,
leggja meira upp úr persónusköp-
un og atburðarás. Í bókinni segir
frá mæðginunum Evu og Dáta,
sem fara til Amsterdam í leit að
líkn.
„Mig langaði að skrifa tvíeykis-
sögu, svona eins og Holmes og
Watson eða Batman og Robin, sem
fjallaði þó um annars konar sam-
band en slíkar sögur gera að jafn-
aði. Ég vildi líka reyna að sýna lífið
í nálægð við dauðann, þannig að
mamman veiktist og þá lá dálítið
beint við að fara til Hollands, sem
er eina landið sem hefur lögleitt
líknardauða. Í Sviss hefur að vísu
myndast hálfgerður ferðamanna-
iðnaður í kringum það sem kallað
er „assisted suicide“, eða aðstoð
við sjálfsvíg. Holland með sitt
almenna frjálslyndi veitir aftur á
móti færi á dálitlu stuði, sem mér
fannst spennandi að koma inn í
bók um háalvarlegt efni. Þetta er
fólk á hengiflugi og það fer dýpra
inn í hið ævintýralega líferni sem
Amsterdam býður upp á en tilefni
er til að jafnaði.“
Hrunið séð að utan
Hrun bankakerfisins á Íslandi
kemur við sögu í bókinni en frá
öðru sjónarhorni en almennt
hefur verið sett fram, þar sem
persónurnar fylgjast með atburða-
rásinni frá Hollandi, öðru af
tveimur vígjum Icesave-reikning-
anna alræmdu. Sölvi var sjálfur í
útlöndum í hruninu. „Mig grunar
að þeir Íslendingar sem bjuggu úti
í aðdraganda hrunsins hafi fund-
ið fyrir því hvað staðan var orðin
alvarleg á undan þeim heima út
af endalausum gengissveiflum.
Maður vissi aldrei hvað maður
átti að borga mikið í leigu eða hvað
maður kæmi til með að hafa mikið
á milli handanna þann mánuðinn.
Þessi hversdagsleiki sem maður
bjó við rataði að einhverju leyti
inn í bókina.“
Kreppan er ein helsta ástæð-
an fyrir því að fjölskyldan flutti
heim og er komin til að vera í bili.
„Svo kom þessi hér í heiminn,“
segir Sölvi, sem heldur á Hrafn-
hildi Kristínu, „og fjölskyldan vill
auðvitað geta hitt hana. Eftir þetta
langan tíma á flakki er ég líka
sáttur við að vera kominn heim og
staldra aðeins við.“
Góðar bækur eru skrifaðar af alúð
Sölvi framfleytir sér með lausa-
verkefnum, þýðingum, prófar-
kalestri og svo framvegis. Hann
segir drauminn vera að geta lifað
eingöngu af rithöfundarstarf-
inu. „Ég held að flestir sem eru
í þessum bransa vilji geta helg-
að sig skriftunum alfarið, til þess
er maður í þessu. Það er reyndar
erfitt að gefa út langt skáldverk
oftar en á tveggja til þriggja ára
fresti, en það er líka gaman að
vinna að styttri og öðruvísi verk-
um meðfram, ljóðaþýðingum og
þvíumlíku.“
Spurður um önnur áhugamál
en bækur segist Sölvi mikið gef-
inn fyrir veiði. „Það er sumar-
áhugamálið. Helga Soffía myndi
eflaust hrista hausinn; hún deilir
að minnsta kosti þeim áhuga ekki.
Ég fékk bakteríuna þegar ég var
lítill á bökkum Ölfusár, eins og
strákarnir í Radíó Selfoss. Annars
eru það vinir og fjölskylda, tónlist
og bíó eins og allir segja. Að vísu
er líka smá Liverpool-blóð í mér,
þótt ég sé alltaf dálítið feiminn
við að viðurkenna áhuga á enska
boltanum.“
Sölvi Björn er þegar farinn að
vinna að næstu bók eftir hugmynd
sem hann hefur verið að bræða
með sér um skeið. „Hugmyndirn-
ar koma oft löngu áður en maður
setur staf á blað. Ef hugmyndin er
þess virði að framkvæma er fyrsta
skrefið að fylgja henni eftir; byrja
að skrifa og sjá hvert hún leiðir.
Lykillinn að vel heppnaðri bók er
góð hugmynd sem er unnin sam-
viskusamlega. Ég held að það sjá-
ist alltaf þegar bækur hafa verið
skrifaðar af alúð. Ef hún er fyrir
hendi er hægt að skrifa góða bók
um líklega hvað sem er.“
Dálítið stuð í bland við dauðann
Getur unglingur sem sefur á sama bjálkalofti og Þórbergur Þórðarson orðið annað en rithöfundur? Sölvi Björn Sigurðsson komst
að því að það dregur að minnsta kosti ekki úr áhuganum. Hann hefur vakið athygli að undanförnu fyrir sína þriðju skáldsögu,
Síðustu daga móður minnar. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Sölva Björn um bækur, heimshornaflakk og feimnismál.
SÖLVI BJÖRN „Mig langaði að skrifa tvíeykissögu, svona eins og Holmes og Watson eða Batman og Robin, sem fjallaði þó um
annars konar samband en slíkar sögur gera að jafnaði.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ég heill-
aðist líka
af ævin-
týraljóm-
anum sem maður sér
starfið í áður en mað-
ur verður samdauna
því; alls kyns róman -
tík sem hugmyndin
um rithöfunda er
sveipuð, þótt raun-
veruleikinn sé mun
lágstemmdari þegar á
hólminn er komið.