Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 44
44 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
A
llt þar til efnahagshrun-
ið dundi yfir síðastliðið
haust hafði þróunarsam-
vinna verið aukin ár frá
ári. Eftir að gengi krón-
unnar hrundi og himin-
háar skuldbindingar ríkisins kölluðu á
niðurskurð í ríkisfjármálum voru verk-
efni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands
skorin við trog.
Allt frá því Afríkuríkið Namibía fékk
sjálfstæði og losnaði úr umsjá Suður-
Afríku árið 1990 hafa Íslendingar
komið að þróunaraðstoð á ýmsum svið-
um í landinu. Síðastliðið sumar var til-
kynnt að samstarfssamingur ríkjanna
verði ekki endurnýjaður þegar hann
rennur út í árslok 2010. Tuttugu ára
þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu
verður þá sjálfhætt.
Starfsmenn Þróunarsamvinnustofn-
unar í Namibíu höfðu í nokkurn tíma
fyrir hrun undirbúið stórt verkefni á
sviði leikskóla. Áformað var að þjálfa
allt að eitt þúsund leikskólakennara á
meðal fátækra hópa í landinum.
„Við hefðum þurft tvo mánuði í viðbót
til að koma verkefninu af stað, en þegar
kreppan skall á í október í fyrra stöðv-
uðust öll verkefni sem voru í pípunum,
þar á meðal þetta verkefni,“ segir Vil-
hjálmur Wiium, umdæmisstjóri Þróun-
arsamvinnustofnunar Íslands í Namib-
íu.
„Við skulum bara orða það þannig að
ég hafi gert margt skemmtilegra en að
segja við konur sem bjuggust við að fá
þjálfun, námsefni og námsgögn að því
miður væri þetta búið.“
Verkefni Íslendinga í Namibíu snér-
ust fyrsta einn og hálfa áratuginn fyrst
og fremst um sjávarútveg. Íslending-
ar fóru til Namibíu til að stunda haf-
rannsóknir, koma á veiðikerfi og kenna
heimamönnum sjósókn. Þegar sjávarút-
vegurinn í landinu þótti kominn á beinu
brautina var ákveðið að beina kröftun-
um frekar að félagslegum verkefnum
meðal fátækra.
Stærsta félagslega verkefnið hefur
snúist um menntun heyrnarlausra, með
stuðningi við skóla og þjálfun kennara
og túlka. Einnig hefur verið stutt við
félagsmiðstöðvar og borað eftir vatni
á svæðum Himba-fólksins í norðarlega
í Namibíu. Frá hruninu síðasta haust
hefur öll áherslan verið á að ljúka þeim
verkefnum sem farin voru í gang í Nam-
ibíu fyrir árslok 2010 segir Vilhjálmur.
Þrátt fyrir kostnaðarauka sem fylgir
óhjákvæmilega útgjöldum í erlendri
mynt eftir hrun krónunnar þótti ekki
boðlegt að svíkja gefin loforð.
Vilhjálmur felur þó ekki að honum
þyki afar leitt að leikskólaverkefnið,
sem hafði verið í undirbúningi lengi,
verði ekki að veruleika. „Þrátt fyrir
að verkefnið hafi verið slegið af náðist
að þjálfa einn hóp af leikskólakennur-
um, og prenta eitthvað af námsefni. En
auðvitað var þetta langt frá því sem við
höfðum ætlað okkur.“
Þrátt fyrir að endalok þróunarsam-
vinnunnar séu ekki með þeim hætti
sem áformað var segist Vilhjálmur
sannfærður um að starfið í landinu
hafi verið þess virði. „Við höfum aukið
lífsgæðin hjá mjög mörgum. Þetta var
að mínu mati mjög vel þess virði, og
mér finnst persónu-
lega leiðinlegt að við
séum að draga okkur
út úr Namibíu,“ segir
hann.
„Af hverju erum
við að aðstoða fátækar
þjóðir? Er það af því
við viljum fá eitthvað
út úr því, eða er það
vegna þess að okkur
finnst að af því við erum betur sett þá
beri okkur skylda til að veita aðstoð þar
sem við getum?“ spyr Vilhjálmur.
„Það er ekkert eitt svar við þessu, en
ég get í það minnsta sagt að við höfum
skilið eftir okkur spor í Namibíu sem
munu ekki hverfa þó við förum þaðan.
Hvort peningunum sem farið hafa í
þetta hefur verið vel varið verða aðrir
að svara.“
Í lok næsta árs má áætla að íslensk
stjórnvöld hafi varið samtals 25,6 millj-
ónum bandaríkjadala í þróunarsam-
vinnu í Namibíu. Það jafngildir um það
bil 2,1 milljörðum króna á gengi hvers
árs. Namibía er eitt af betur settu lönd-
um Afríku, með háar þjóðartekjur á
mann miðað við álfuna, og talsverðar
náttúruauðlindir á borð við demanta og
úran. Því er eðlilegt að velta því fyrir
sér hvort réttara hefði verið að beina
aðstoð Íslands annað.
Vilhjálmur segir það alltaf matsat-
riði, en bendir á að þó Namibía sé ríkt
land á afrískan mælikvarða sé mikið af
mjög fátæku fólki þar.
„Í Namibíu eru mörg héruð þar sem
fátækt er mikil. Eigum við að láta fólk
í þeim héruðum líða fyrir misskiptingu
Skildu eftir spor sem ekki hverfa
Undirbúningur fyrir nýtt verkefni Þróunarsamvinnustofnunar fyrir leikskólabörn í Namibíu var á síðustu metrunum þegar
ákveðið var að hætta við verkefnið í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi síðastliðið haust. Brjánn Jónasson fer yfir það sem áunn-
ist hefur með starfinu í landinu með Vilhjálmi Wiium, sem er sannfærður um að tveggja áratuga vinna sitji eftir í samfélaginu.
BÖRN AÐ LEIK Fyrirhuguð uppbygging leikskóla og þjálfun leikskólakennara fyrir Himba-börnin í Norður-Namibíu er eitt af því sem varð að skera niður í kjölfar íslenska
fjármálahrunsins. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN
VILHJÁLMUR
WIIUM
Namibía er trúlega ekki fyrsta landið sem íslenskum ferða-
mönnum dettur í hug ef sú hugmynd kviknar að heimsækja Afr-
íku. Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofn-
unar í Malaví, hefur lýst Namibíu sem „Afríku fyrir byrjendur“, og
segja má að þar hafi hann hitt naglann á höfuðið.
Namibía dregur nafn sitt af Namib-eyðimörkinni, sem þekur
stóran hluta landsins, þar með talið strandlengjuna. Kalahari-
eyðimörkin teygir einnig anga sína inn í landið. Nyrst í Namibíu,
nærri landamærunum við Angóla, má svo finna regnskóga með
jafnvel enn fjölbreyttara dýralífi en annars staðar í landinu.
Landið hefur það fram yfir mörg önnur lönd álfunnar að
stjórnarfar þar er og hefur verið stöðugt frá því það fékk
sjálfstæði. Enska er þjóðartungumálið, og þó það sé sjaldnast
fyrsta tungumál landsmanna tala það margir. Þá státar Namibía
af mjög góðu vegakerfi, sem þjónar jafnt heimamönnum sem
ferðamönnum. Ekki veitir af, enda landið eitt það strjálbýlasta í
heimi.
Náttúrufegurð, dýralíf og mannlífið er trúlega það sem dregur
flesta ferðamenn til Namibíu. Þjóðverjar eru manna duglegastir
að ferðast til landsins, enda var Namibía nýlenda Þjóðverja þar
til Suður-Afríka réðist þar inn í fyrri heimstyrjöldinni, og tengslin
enn sterk.
Namibía var fyrsta land heims til að setja ákvæði um nátt-
úruvernd inn í stjórnarskrá, sem tók gildi þegar landið losnaði
undan yfirstjórn Suður-Afríku árið 1990. Gríðarstórir þjóðgarðar
með fjölbreyttum gróðri og dýralífi einkenna enda landið.
AFRÍKA FYRIR BYRJENDUR
„Namibíumenn eru ekki sjófarendur í eðli
sínu, það er heilmikið eyðimerkurbelti með-
fram ströndinni, svo þeir eru frekar bændur
en fiskimenn,“ segir Vilmundur Víðir Sigurðs-
son, kennari við Tækniskólann og fyrrverandi
skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Vilmundur bjó í rúmlega sex ár í Namibíu
og kom að endurskipulagningu sjómanna-
skólans í Walvis Bay frá miðju ári 2000.
„Verkefnið var að koma af stað sjómanna-
skóla fyrir stýrimenn og vélstjóra. Það voru
búnir að vera Íslendingar í skólanum þegar ég
kom þangað, en þeir voru aðallega í kennslu,“ segir Vilmundur.
Mikil óvissa var um framtíð sjómannaskólans þegar Vilmundur
var sendur út, en í kjölfarið tókst að breyta stefnu skólans, og
snúa þróuninni til betri vegar. „Við lögðum meiri áherslu á að
vinna með heimamönnum, og ráða þá sem kennara í skólanum,“
segir Vilmundur. Kennararnir hafi fengið góða þjálfun, og oft
erlenda kennara með sér til aðstoðar.
Hann telur tvímælalaust mikið sitja eftir í Namibíu eftir starf
hans og annarra við skólann. Sambandið haldist þótt stuðningi
Íslands við skólann sé lokið. Til dæmis sé kennari frá skólanum
nú að afla sér þekkingar um meðferð á afla hér á landi, með það
að markmiði að bjóða upp á námskeið þegar heim er komið.
ÁHERSLA Á VINNU MEÐ HEIMAMÖNNUM
VILMUNDUR VÍÐIR
SIGURÐSSON
■ Höfuðborg: Windhoek
■ Flatarmál: 825.418 ferkílómetrar
■ Strandlengja: 1.572 kílómetrar
■ Landamæri: Að Angóla, Sambíu,
Simbabve, Botsvana og Suður-Afríku
■ Mannfjöldi: 2.171 þúsund
■ Stjórnarfar: Þingræði
■ Þjóðhöfðingi: Forseti
■ Opinbert tungumál: Enska
■ Önnur tungumál: Afrikaans, herero,
oshivambo og þýska
■ Gjaldmiðill: Namibískur dollari (suð-
urafrísk rönd einnig notuð samhliða)
■ Helstu útflutningsvörur: Demantar,
kopar, gull, sink, úran, búfé
■ Helstu trúarbrögð: Um 80 prósent
eru kristin
■ Lífslíkur karla: 50,9 ár.
■ Lífslíkur kvenna: 52,2 ár
■ Læsi 15 ára og eldri: 85 prósent
■ Sjálfstæði: Frá Suður-Afríku 21.mars
1990
■ Nýlendutíminn: Undir stjórn Þýska-
lands frá 1884 til 1915
■ Fyrstu samskipti við Evrópubúa: Við
portúgalska landkönnuði árið 1486
➜ NAMIBÍA – LANDIÐ Í HNOTSKURN
DÝRALÍF Etosha er stærsti þjóðgarðurinn í Namibíu. Þar má finna
flest þau dýr sem ferðamenn vilja sjá þegar farið er til Afríku, til
dæmis fíla, ljón, blettatígra og antílópur af öllum stærðum og gerð-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN
Við höf-
um aukið
lífsgæðin
hjá mjög
mörgum.
Þetta var að
mínu mati
mjög vel
þess virði, og
mér finnst
persónulega
leiðinlegt að
við séum að
draga okkur
út úr Nam-
ibíu.
auðs í landinu? Eigum við ekki að hjálpa
þeim af því stjórnmálamenn jafna ekki
tekjudreyfinguna?“
Starfsmenn Þróunarsamvinnustofn-
unar hafa lært margt á starfinu í Nam-
ibíu, segir Vilhjálmur. Fyrstu verkefnin
hafi, eftirá að hyggja, verið lítið und-
irbúin og því oft erfitt að koma þeim í
hendur heimamanna án þess að óttast
að uppbyggingarstarf undanfarinna ára
glatist.
Vilhjálmur óttast að verðmæt reynsla
af verkefnum sem þessu tapist komi
langt tímabil þar sem Þróunarsam-
vinnustofnun reyni einungis að ljúka
verkefnum og taki ekki að sér ný verk-
efni. Slík stefna muni á endanum leiða
til þess að starfsmenn flytjist í önnur
störf og reynslan tapist.
300
250
200
150
100
50
0
19
90
19
92
19
94
19
96
19
98
20
00
20
02
20
04
20
06
20
08
20
10
ÚTGJÖLD TIL ÞRÓUNAR-
STARFS Í NAMIBÍU
Tölur eru í milljónum króna. Útgjöldin eru
umreiknuð úr bandaríkjadölum miðað við
meðalgengi hvers árs.
HEIMILD: ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFNUNFramhald á síðu 44